Mikil og góð þróun hefur átt sér stað hérlendis við innleiðingu rafrænna viðskipta undanfarna mánuði og ár. Flest öll hugbúnaðarfyrirtæki eru komin með lausnir og mörg stór og lítil fyrirtæki ásamt stofnunum eru farin að nýta sér þessa tækni og ná fram ávinningi af nýtingu hennar.
Margir hafa hug á að taka upp hina nýju tækni, en sumum þykir ósýnt um ávinning af henni. Þessari samantekt er ætlað að bæta þar úr, með því að nú liggur fyrir nokkur reynsla hérlendis í upptöku rafrænna innkaupa. Því voru forystumenn sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja beðnir um að segja frá reynslu sinni á mannamáli og að forðast tæknimál. Leitað var eftir viðskiptavinum þjónustuaðila, brautryðjendunum í rafrænum viðskiptum.