Gögn á vef, framsetning og persónuvernd
Með aukinni sjálfvirknivæðingu og blússandi gervigreind skiptir birting gagna á vefsíðum og framsetning þeirra æ meira máli fyrir stofnanir, fyrirtæki og almenning. Vönduð framsetning gagna getur; stuðlað að gagnsæi, auðveldað aðgengi að upplýsingum og stutt við upplýstar ákvarðanir. Huga þarf þó vel að áreiðanleika og öryggi gagnanna, aðgengi og notendaviðmóti.
Á þessum hádegisverðarfundi verða rakin dæmi um framsetningu gagna á ólíkum vefjum og í lokin fjallað um persónuvernd í tengslum við slíka vinnu.
Dagskrá:
11:50 Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

12:15 rikisreikningur.is
Upplýsingagjöf um fjárhags- og mannauðsmál ríkisins á ríkisreikningur.is og öðrum vefum
Ingþór Karl Eiríksson, Fjársýslan
Upplýsingagjöf um fjárhags- og mannauðsmál ríkisins á ríkisreikningur.is og öðrum vefum


12:35 Different approaches in building data products
In today's data-driven world, building effective data products is key to unlocking insights and driving decisions. There are many approaches to achieving this, but two predominant paths stand out: using data as the input for web applications and leveraging BI tools. I'll explore these differences, share practical examples, and help you determine which approach might be the best fit for your specific use case.
Aleksandra Moryń, Origo
In today's data-driven world, building effective data products is key to unlocking insights and driving decisions. There are many approaches to achieving this, but two predominant paths stand out: using data as the input for web applications and leveraging BI tools. I'll explore these differences, share practical examples, and help you determine which approach might be the best fit for your specific use case.

12:55 Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

13:00 Frá ofurtölvu til notanda – miðlun á veðurspám á nýjum vef Veðurstofunnar
Í byrjun febrúar setti Veðurstofa Íslands í loftið fyrsta hlutann af nýjum vef stofnunarinnar. Vefurinn er enn í þróun, en almenningi gefst nú tækifæri til að senda inn ábendingar og athugasemdir. Vefurinn gerir miklar kröfur til á undirliggjandi kerfa Veðurstofunnar og mikil vinna hefur verið lögð í endurnýjun til að svara kalli nútímans. Í erindinu verður fjallað um framsetningu veðurspáa og hvernig gagnaflæði og úrvinnslu er háttað allt frá ofurtölvu í kjallara á Bústaðavegi til notandans á gottvedur.is
Ragnar Heiðar Þrastarson, Veðurstofa Íslands
Í byrjun febrúar setti Veðurstofa Íslands í loftið fyrsta hlutann af nýjum vef stofnunarinnar. Vefurinn er enn í þróun, en almenningi gefst nú tækifæri til að senda inn ábendingar og athugasemdir. Vefurinn gerir miklar kröfur til á undirliggjandi kerfa Veðurstofunnar og mikil vinna hefur verið lögð í endurnýjun til að svara kalli nútímans. Í erindinu verður fjallað um framsetningu veðurspáa og hvernig gagnaflæði og úrvinnslu er háttað allt frá ofurtölvu í kjallara á Bústaðavegi til notandans á gottvedur.is


13:20 Verða norðurljós í kvöld? Bætt upplýsingagjöf um norðurljós yfir Íslandi
Á veturna flykkist ferðafólk til Íslands í þeirri von að sjá norðurljós. Með bættri upplýsingagjöf um veður og geimveður getur fólk aukið líkurnar á því að sjá norðurljós og lært að stýra væntingum sínum. Í erindinu verður stiklað á stóru um hvernig á að rýna í norðurljósaspána og geimveðurupplýsingarnar á icelandatnight.is
Sævar Helgi Bragason, Iceland at Night
Á veturna flykkist ferðafólk til Íslands í þeirri von að sjá norðurljós. Með bættri upplýsingagjöf um veður og geimveður getur fólk aukið líkurnar á því að sjá norðurljós og lært að stýra væntingum sínum. Í erindinu verður stiklað á stóru um hvernig á að rýna í norðurljósaspána og geimveðurupplýsingarnar á icelandatnight.is


13:40 Gagnabirting og persónuvernd – hvar liggja mörkin?
Ef gögn innihalda persónuupplýsingar þarf að fara að persónuverndarlögum. Farið verður yfir grunnkröfur persónuverndarlaga við alla vinnslu persónuupplýsinga og réttindi þeirra sem upplýsingarnar varða í stuttu máli. Verður þó einkum einblínt á gagnabirtingu á netinu, hvar mörkin liggja þegar unnið er með persónuupplýsingar í tengslum við slíka birtingu og um mikilvægi upplýsingaöryggis.
Inga Amal Hasan, Persónuvernd
Ef gögn innihalda persónuupplýsingar þarf að fara að persónuverndarlögum. Farið verður yfir grunnkröfur persónuverndarlaga við alla vinnslu persónuupplýsinga og réttindi þeirra sem upplýsingarnar varða í stuttu máli. Verður þó einkum einblínt á gagnabirtingu á netinu, hvar mörkin liggja þegar unnið er með persónuupplýsingar í tengslum við slíka birtingu og um mikilvægi upplýsingaöryggis.

14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun
-
5. mars 2025
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur hádegisverður:
Miðjarðarhafs saltfiskur með papríku og olífum (LF) Rauðrófu buff með sveppa sósu (VEGAN,LF) Smælki kartöflusalat (VEGAN,GF,LF) Agúrkusalat í jógúrtsósu að hætti Grikkja (GF) Grænt salat (VEGAN, GF, LF) Nýbakað súrdeigsbrauð (VEGAN,LF) Þeytt smjör (GF) og pesto (VEGAN, GF, LF)