Hvernig færðu fólk með þér í lið til að auka netöryggi?
Öll fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir stórri áskorun þegar kemur að því að efla varnir gegn netglæpum. Að mörgu er að huga og engin ein uppskrift til hvernig standa skuli að málum. En hvernig gerast kaupin á eyrinni? Hvernig virkar samtalið og hvaðan kemur hvatinn? Hvernig ákveða fyrirtæki hvaða fjármagni skuli varið til aukins netöryggis?
Á þessum morgunfundi munum við skoða hlutverk nokkurra lykilaðila í ferlinu og fá að heyra hvernig verkefnið „aukið netöryggi“ birtist þeim. Hvaða áskoranir standa frammi fyrir einstaklingum sem gegna þessum hlutverkum og hvaða merkingu leggja þeir í hugtakið „netöryggi“. Hefur aukin umræða um netöryggi undanfarinna ára leitt til þess að verkefnið hefur orðið auðveldara eða erfiðara?
Dagskrá:
08:15 Léttur morgunverður
Hvers vegna er mikilvægt að búa til markmiðadrifna og jákvæða öryggismenningu og fá fólk með sér í lið til að ná raunverulegum árangri í tölvu- og netöryggi.
Björn Orri Guðmundsson, Aftra
Hvað gerum við til að auka net- og upplýsingaöryggi, hvernig fáum við stjórnendur í lið með okkur og þar með fjármagn til að innleiða öryggislausnir. Netógnir og upplýsingaöryggi hafa verið mikið í umræðunni undanfarið og stjórnendur margir orðnir mjög meðvitaðir um alvarleikann en hvenær gerum við nóg og hvernig svörum við stjórnendum hversu örugg við erum með þær lausnir sem við fjárfestum í.
Linda Kristmannsdóttir, Festi
Erindið mun fjalla um viðbragðið við netárásinni, hvernig gekk að framkvæma 100 daga áætlun um uppfærslu öryggis net- og tölvukerfa, hvaða lærdóm má draga af högun þeirra og hvaða áhrif atvikið hafði á viðhorf og metnað stjórnenda og starfsmanna til netöryggis.
Egill Jóhannsson, Brimborg
09:50 Umræður
10:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um öryggismál
-
22. maí 2024
-
kl. 08:30 - 10:00
-
Félagsmenn Ský: 7.300 kr.
Utanfélagsmenn: 13.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur morgunverður