Aðalfundur Ský
Aðalfundur Ský 2025 haldinn í lok febrúar og einungis opinn skráðum félögum í Ský.
Viltu hafa áhrif á starf faghópa og dagskrá viðburða?
Gefðu kost á þér í stjórn faghóps með því að senda tölvupóst á sky@sky.is.
->Skoða faghópa og nefndir
Léttar veitingar í boði og eru félagar hvattir til að mæta og efla tengslanetið.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins
- Skýrsla stjórnar
- Skýrslur nefnda og starfshópa
- Reikningar félagsins
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalda
- Stjórnarkjör
- Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
- Nefndakjör
- Önnur mál
Faghópar innan Ský eru eftirtaldir og er kosið í stjórn þeirra á aðalfundi Ský. Hvetjum við félaga til að taka virkan þátt í starfinu með okkur og gefa kost á sér í stjórnir faghópa. Helstu verkefni faghópa eru að undirbúa 1-3 viðburði á vetri um málefni faghópsins.
Veldu faghóp til að sjá nánari upplýsingar um viðkomandi hóp:
- Fjarskipti
- Fókus - upplýsingatækni í heilbrigðisgeiranum
- Gervigreind
- Hagnýting gagna
- Hugbúnaðargerð
- Menntun, fræðsla og fræðistörf í UT
- Rafræn opinber þjónusta
- Rekstur tölvukerfa
- Stafræn vörustýring
- Vefstjórnun
- Öryggismál
- Söguhópur
- Orðanefnd
- Ritnefnd
Hvetjum alla áhugasama sem vilja starfa í faghópum að bjóða sig fram.
Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram í stjórn, faghópa eða nefndir Ský eru beðnir um að senda tölvupóst á sky@sky.is sem allra fyrst.
Aðalstjórn Ský: Tilkynna þarf um framboð í stjórn Ský eigi síðar en þremur dögum fyrir aðalfund.