Skip to main content
27. mars 2025

Snjalltæki í skólakerfinu, áhrif og áskoranir

Guðlaug Sirung Vestmann

Guðlaug Sirung VestmannTækniþróunin hefur haft mikla áhrif á samfélagið, menntakerfið og daglegt líf fólks. Snjalltæki, þá sérstaklega farsímar og spjaldtölvur hafa á stuttum tíma orðið ómissandi hluti af lífi barna og unglinga, bæði í skólastofunni og utan hennar. Með aukinni notkun snjalltækja hafa umræður myndast um áhrif þeirra á menntun.

Sumir telja tæknin auka aðgengi að upplýsingum, bjóði upp á fjölbreyttari kennsluhætti og styðji við einstaklingsmiðað nám, á meðan aðrir hafa áhyggjur af aukinni truflun, skjátíma , netöryggi, áhrif á einbeitingu og félagsfærni nemenda. Sumir skólar hafa brugðist við þessum áhyggjum með því að setja reglur eða jafnvel gengið svo langt að banna notkun snjalltækja í skólastofunni. Fræðimenn benda hins vegar á að algjört bann leysi ekki vandamálin. Í stað þess ætti að skoða hvernig tæknin getur verið nýtt á markvissan hátt til að bæta kennslu og nám án þess að ýta undir neikvæð áhrif hennar (Snjalltæki í skólastarfi).

Þessi grein fjallar um notkun snjalltækja í skólum, kosti þeirra og galla, ásamt framtíðarsýn fyrir tækninotkun í menntakerfinu. Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig hægt er að nýta snjalltæki á markvissan hátt í námi án þess að fórna mikilvægum þáttum eins og einbeitingu, samskiptahæfni og námsárangri.

Kostir og Gallar
Kostir
Það hefur orðið mikil breyting á því hvernig nemendur læra og vinna í skólastofunni með notkun snjalltækja enda bjóða þau upp á marga kosti sem að styðja við einstaklingsmiðað nám og breytta kennsluhætti. Einn af þeim helstu kostum er að tæknin getur aukið áhuga og sjálfsöryggi nemenda. Mörg börn hafa alist upp með snjalltæki eins og spjaldtölvur og tölvur og tengja þau tæknina við jákvæða upplifun. Nemendur geta nálgast nám með meira sjálfstraust, jafnvel þótt þau séu að vinna með ný forrit eða kennslugögn.

Rannsóknir hafa sýna tölvuleikir með kennslufræðilegum tilgangi geta þjálfað nemendur í að tileinka sér lausnamiðað hugarfar. Nemendur geta því leyst vandamál og fundið svör á eigin hátt sem getur haft áhrif á nám og almennan vitsmunaþroska.

Sjalltæki hafa einnig haft jákvæð áhrif á nemendur með sérþarfir. Notkun spjaltölva og annarrar tækni hefur hjálpað einhverfum nemendum að tjá sig og einbeita sér betur í námi. Nemendur með hreyfihamlanir geta sömuleiðis notað snertiskái sem samskiptatól og þannig auðveldað samskipti í stað þess að nota hefðbundinnar lyklaborða og mús.

Þessir fjölbreyttu kostir í notkun snjalltækja getur  gjörbreytt skólakerfinu og skapað sveigjanlegt og einstaklingsmiðað námsumhverfi sem nýtist nemendum á öllum getustigum.

Gallar
Þrátt fyrir þá kosti sem að snjalltæki bjóða upp á í námi eru einnig gallar sem fylgja því. Áhyggjur af neikvæðum áhrifum þeirra sem hafa aukist á undaförum árum. Þar sem fyrsta kynslóðin sem alast hefur upp með þessi tæki í fanginu eru enn að vaxa úr grasi eru ekki til marktækar langtímarannsóknir um áhrif snjalltækja á börn og unglinga. Því byggjast margar tilgátur á skammtíma rannsóknum, persónulegri reynslu foreldra og kennara eða samburður við fyrri samfélagsbreytingar eins og notkun ljósabekkja eða reykinga.

Ein af gagnrýni á snjalltæki í skólum er tengd áhrifum notkun snjalltækja á líkamann, þá sérstaklega að spjaldtölvur geta haft slæm áhrif á bak, háls og mjaðmir. Andstæðingar telja þetta benda til langvarandi vandamála á meðan stuðningsmenn telja hvort sem er verið að skrifa á blað eða nota tölvu er rétt líkamsbreyting alltaf mikilvæg. Skjánotkun í frítíma barna er oft tengd við skjáfíkn, svefnleysi og athyglisbresti, þrátt fyrir snjalltækjanotkun í skólastofunni eigi að vera stýrð og uppbyggileg eru einhverjir sem óttast að aukin skjátími í skólanum ýti undir frekari vandamál utan skóla.

Það þarf að finna jafnvægi milli notkunar snjalltækja til náms án þess að ýta undir neikvæð áhrif þeirra. Þrátt fyrir skýra kosti tækninnar þurfa skólar að tryggja að hún sé notuð á markvissan hátt án þess að það bitni á félagsfærni, líkamlegri heilsu eða námsárangri.

Framtíðarsýn
Framtíðarsýn um notkun snjalltækja +i skólastarfi byggir á því að koma tækninni inn með markvissum hætti til að efla nám og kennslu. Í greinargerð Ómars Arnars Magnússonar, aðstoðaskólastjóra í Hagaskóla kemur fram að spjaldtölvur og önnur snjalltæki geti stuðlað að einstaklingsmiðuðu nám og auðveldað fjölbreytt og sveigjanlegt skólastarf. Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á að upplýsingatækni verði nýtt í forvarnarstarfi, að starfshættir verði endurskoðaðir með nýrri tækni í huga og að kennarar fái aukna fræðslu um möguleika upplýsingatækninnar í skólastarfi. Með því að samþætta nýjustu tækni við hefðbundna kennsluhætti má stuðla að því að nemendur þrói færni í upplýsingarvinnslu, skapandi verkefnavinnu og samvinnu sem eru lykilþættir í framtíðarsamfélagi.

Niðurstöður
Greinin endurspeglar mikilvægi þess að innleiða tækni í skólastarf á markvissan og gagnlegan hátt. Eins og fram hefur komið geta snjalltæki stuðlað að einstaklingsmiðuðu og sveigjanlegu námi, aukið aðgengi að upplýsingum og hjálpað nemendum með sérþarfir. Á sama tíma eru áhyggjur af truflun í kennslustundum, neikvæðum áhrifum á einbeitingu og félagslega færni, sem og líkamlegum áhrifum vegna mikillar skjánotkunar.

Það er hægt að ræða bæði kosti og galla tækninnar ítarlega, en staðreyndin er sú að hún er komin til að vera. Mikilvægt er að finna jafnvægi milli tækni og hefðbundinna kennsluaðferða, tryggja fræðslu fyrir kennara og nemendur og móta stefnu sem stuðlar að árangursríkri notkun.

Höfundur: Guðlaug Sirung Vestmann nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir
Fjóla Sigurðardóttir, Ragnheiður Daníelsdóttir (Maí, 2021). Hvar er best að byrja?. Skemman. https://skemman.is/bitstream/1946/39662/3/Hvar
Fanney Ósk Ríkharðsdóttir (Júní, 2021). Snjalltæki í skólastarfi. Skemman. https://skemman.is/bitstream/1946/39030/1/
Ómar Örn Magnússon (20. Mars 2013). Snjalltæki í skólastarfi – stefnumótun til framtíðar. Reykjavík. https://reykjavik.is/frettir/2013/snjalltaeki-i-skolastarfi-stefnumotun-til-framtidar?

Skoðað: 32 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála