Skip to main content
25. febrúar 2021

Google Classroom

BerthaÉg er 21 árs gömul og því eru þó nokkur ár síðan ég var í grunnskóla en þá voru engar spjaldtölvur og lærði ég upplýsingatækni í sérstakri tölvustofu. Þar lærði ég t.d. fingrasetningu í forriti sem heitir ritfinnur. Ég lærði einnig á word, excel og powerpoint. Okkur var kennt á internetið og hvað það hefði að geyma. Þar sem spjaldtölvur eru stór þáttur í nútíma skólastarfi langaði mig til forvitnast um það hvort börn í grunnskóla lærðu upplýsingatækni á annað en spjaldtölvurnar. Ég ákvað að ræða stuttlega við litlu systur mína sem er 12 ára gömul með það að markmiði að fá betri innsýn inn í upplýsingatæknina sem á sér stað í grunnskólum.

Eftir að hafa rætt við systur mína komst ég að því að einungis er notast við spjaldtölvur í upplýsingatækni í grunnskólum. Það sem vakti athygli mína var að kennarar og nemendur notast mikið við forrit sem heitir google classroom. Viðmælandi minn sagði að notast væri við google classroom í nánast öllum kennslustundum, þar á meðal smíði, myndment og textílmennt. Þetta kom mér á óvart því þegar ég var í grunnskóla var ekki notast við forrit líkt og google classroom í kennslustundum sem þessum.

Í myndmennt gerði maður ferilmöppu sem innihélt öll þau verkefni sem gerð voru yfir önnina. Myndmenntakennarinn fékk svo möppurnar í lok annarinnar og fór yfir verkin í hverri möppu fyrir sig. Í dag taka nemendur myndir af sínum verkum í þeim smiðjum sem þau eru í og senda myndirnar inn á google classroom. Kennarinn hefur því aðgang að öllum verkunum í formi ljósmynda á google classroom og fer yfir verkefnin þar. Google classroom er að mörgu leiti mikið umhverfisvænna en það sem tíðkaðist áður fyrr.

Þegar ég var yngri var pappírsnotkun mikil en það tíðkast ekki í dag að nota mikinn pappír og má segja að það sé að mörgu leiti vegna tilkomu forrita eins og google classroom. Ekki þarf að prenta út verkefni og skila þeim þannig til kennara heldur er hægt að skila verkefnum rafrænt í gegnum google classroom.Hvað er google classroom?Google classroom er ókeypis vefþjónusta sem er þróuð af google. Google claassroom er hannað fyrir skóla með það að markmiði að einfalda einkunnagjöf, gerð og dreifingu verkefna. Megin tilgangur google classroom er að einfalda ferlið sem felst í því að deila skrám á milli kennara og nemenda.

Google classroom samanstendur af skjölum, töflureikningi, skyggnum, tölvupósti og dagatali sem gerir google calssroom að heilstæðum vettvangi í samskiptum á milli nemenda og kennara. Kennari getur boðið nemendum sínum í google kennsluherbergi með því að færa þeim sérstakan kóða. Kennarar geta búið til verkefni innan kerfisins sem nemendur geta svo sent inn þegar þau eru búin að leysa þau. Kennarar geta svo gefið hverjum og einum nemenda einkunn fyrir sín verkefni sem nemendur geta séð í kerfinu.

Google classroom auðveldar kennurum að veita nemendum góða eftirfylgni (Wikipedia, 2020).Google classroom var gefið út opinberlega 12. ágúst 2014. Það var þó ekki fyrr en árið 2017 sem google classroom var opið fyrir almenningi og var mögulegt fyrir alla sem áttu persónulegan google aðgang að búa til bekk í google classroom og kenna hann. Google classroom er því frekar nýtt á nálinni (Wikipedia, 2020).

Þó svo að flestir eigi góða reynslu af google classroom og flestum þyki það afar góð uppfinning hefur forritið samt sem áður verið gagnrýnt fyrir ýmis atriði. Google classroom hefur einnar helst verið gagnrýnt vegna persónuverndar en gagnrýnin felst í því að fólk hefur áhyggjur af friðhelgi nemenda og notkun google á gögnum um nemendur.

Google classroom hefur einnig verið gagnrýnt fyrir skort á ýmsu atriðum líkt og sjálfvirkum prófum (wikipedia).Þar sem margir skólar hafa nýtt sér google classroom í sinni kennslu eru til mikið af gögnum í kerfinu um börn. Það er því mikilvægt að allar persónuupplýsingar séu rétt meðhöndlaðara og vel varðveittar. Ef einhverskonar misnotkun persónuupplýsinga á sér stað má draga í efa hve sniðugt og gott kerfi google classroom er.

Höfundur: Bertha María Óladóttur, nemandi í Háskólanum í Reykjavík

Heimildir

Wikipedia. (2020). Google Classroom. Sótt 5. Febrúar 2021 af https://en.wikipedia.org/wiki/Google_Classroom

Skoðað: 661 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála