Skip to main content
4. mars 2021

Zoom byltingin og áhrif hennar á kennslustofuna

DagurEins og lang flestir vita þá geysir yfir okkur heimsfaraldur af sökum Coronaveirunnar. Oftast kölluð Covid eða Covid 19 hér á landi. Við gætum farið að segja að þessi faraldur sé búinn að hafa langtíma áhrif á íslenskt samfélag sem og erlent. Það sem er búið að fylgja okkur í þessum faraldri er skerðing á samkomum, sama hvort þær eru niður í bæ, í íþróttafélögum, félagsheimilum eða skólum. Allir þessir staðir hafa verið tómlegri undan farna mánuði.

 Auðvitað hafa stjórnvöld, inn á milli, slakað á reglunum eða hert á slökunum við samkomur á þessum tilteknu stöðum. Skólar hafa þurft að aðlagast að aðstæðum með stuttum fyrirvörum og vera viðbúnir í fjarnámskennslu að mörgu leyti. Lausn á einu vandamálinu var að kenna kennslustundir í gegnum myndbandsfunda forritið Zoom. Hvaða áhrif hefur það haft á nemendur að vera kennt einungis í gegnum tölvuna síðastliðna mánuði?

Kostir og gallar

Eins og lang flestir hlutir þá hefur Zoom kennsla bæði sína kosti og sína galla. Spurningin er hvort Zoom kennsla sé með fleiri galla en kosti eða öfugt. Á meðan þessar Zoom kennslur hafa átt sér stað, hafa verið gerðar þó nokkrar rannsóknir á áhrifum hennar.

Hvort nemendum sé almennt að ganga betur í skóla eða ekki, hvort þessi endalausa tölvuseta sé að hafa áhrif á svefn, hvort fólk sé raunverulega að halda athygli sinni á meðan þau eru að hlusta á Zoom tímanna og margt fleira. Hafa kennarar talað um að það getur verið erfitt að ná til krakkanna í gegnum Zoom en segir hann einnig að sumir sem hafi ekki náð að blómstra í námi í venjulegum tímum séu að ná að gera það í tölvunni eða símanum heima. Einnig hafa kennarar talað um að það sé hentugt að geta “mute-að” alla nemendur en aðeins haft kveikt á hljóðnemanum hjá sér. Þá eru krakkar ekki að trufla hvorn annan í tíma. Þetta á kannski auðvitað við um yngri krakka sem geta átt það til að hafa meiri læti í miðri kennslustund.

Ég hef heyrt nemendur tala um að það sé bara eitthvað annað við að fá útskýringar á hlutum í raunveruleikanum heldur en í gegnum tölvu. Þar að segja að þau skilji og tengi frekar í raunveruleikanum. Kannski fyrir utan verkleg kennslumyndbönd. Það vantar ákveðna nánd í námið. Hafa krakkar og foreldrar kvartað að þau fái hausverk, kvíða og líði illa að þurfa alltaf að sitja fyrir framan tölvuna í sex til jafnvel átta tíma í senn. Hafa sumir krakkar talað um að það sé verið að taka út skemmtanagildið við það að vera í tölvunni (kannski er það bara jákvætt).

Foreldrar hafa líka talað um að það sé erfitt að úthluta svokölluðum tölvutímum á börnin sín þar sem þau eru hvort eð er alltaf í tölvunni allan daginn. Einnig hefur verið talað um að það sé verið að láta eins og maður sé í tíma meðan maður er kannski að gera eitthvað allt annað. Próf í gegnum netið hafa einnig verið nefnd og hafa einkunnir hækkað en auðvitað er auðveldara að komast upp með hluti sem væri ekki hægt að gera í venjulegu prófi í skólanum. Fólk kynnist líka ekki eins vel í gegnum Zoom, þannig ef þú ert nýr eða ert að koma í nýtt nám þá er erfiðara að mynda vináttu milli nemanda. Það er eitthvað sem ég hef heyrt töluverðan fjölda nemenda í skólum landsins tala um.

Sumir eiga einnig heima á stöðum þar sem er kannski ekki mikill friður fyrir lærdóm, sérstaklega ef stór hluti fjölskyldunnar er heima og er þá auðvelt að truflast af því.

Lokaorð

Yfir allt litið þá held ég að það sé ekki kostur að vera í nokkurs konar fjarnámi í gegnum Zoom, auðvitað er ákveðinn fjöldi krakka sem munu blómstra í því en félagsskapurinn og einbeitingin yfir heildina litið getur verið miklu betri í skólastofunni í skólanum. Það er margt jákvætt við að geta farið í skólann á Zoom og er það góð lausn á erfiðum tímum en þegar/ef hlutirnir verða eins og þeir voru þá munu fleiri fagna því að geta farið í skólann almennilega aftur.

Höfundur: Dagur Benjamín R. Kjartansson, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir

[1]https://www.newyorker.com/news/our-local-correspondents/the-great-zoom-school-ex periment [2]https://www.washingtonpost.com/technology/2020/09/04/screentime-school-distance/

Skoðað: 633 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála