Skip to main content
15. október 2020

Heilsuvera og netaðgangur að sjúkraþjónustu

UntitledAðgangur að heilsufarsupplýsingum á netinu er ekki eitthvað mjög nýtt en virðist ekki vera eitthvað sem all margir vita um. Annar höfunda vissi ekki um Heilsuveru t.d. og fólk í kring um okkur ekki heldur. Þessi grein er því skrifuð til að upplýsa fólk umtilvist þessa vefs og þess sem hann hefur upp á að bjóða, auk þess að ræða kosti og galla svona kerfa og innleiðingu þeirra.

Hvað er Heilsuvera?

Heilsuvera er vefsíða sem er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Henni er ætlað að vera öruggt vefsvæði þar sem almenningur, í gegnum „Mínar síður“, getur haft samband við og átt í samskiptum viðstarfsfólk heilbrigðisþjónustunnar; auk þess að geta náð í gögn um sjúkrasögu sína [1].

Á opna vef Heilsuveru er hægt að nálgast allskyns upplýsingar er varða heilsumanna. Upplýsingarnar eru flokkaðar niður í eftirfarandi flokka: Sjúkdómar, frávik og einkenni; meðganga og fæðing; börn og uppeldi; ungmenni, fullorðnir, eldra fólk,ferðafólk og þjónustuvefsjá. Einnig eru efnisflokkar sem eru 12 og innihalda t.d.þroskaferlið, tannheilsu, fyrirbyggjandi, kynheilbrigði og líðan. Þetta er hinsvegar aðeins opni hluti síðunnar sem hver sem er getur skoðað [2].

Þar sem Heilsuvera kemur að hvað mestu notum er á lokuðum síðum hennar eða„Mínum síðum“ en til að fara inn á þær þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum hvort sem er á korti eða síma. Hér inni er hægt að fá yfirlit um heilsu: blóðþrýsting,hæð og þyngd; líkamshita og blóðsykur. Lyfseðla er hægt að skoða og sjá lyfjasögusíðustu þriggja ára. Bólusetningar er hægt að skoða langt aftur í tíma og þá gegn hverju og hvenær. Hægt er að senda inn fyrirspurn í gegnum Veru og verða þær þá hluti af sjúkrasögu þinni. Hægt er að bóka tíma og sjá bókaða tíma. Þegar tímar eru bókaðir velur þú lækni á þinni næstu heilsugæslu og færð þá að sjá lausa tíma hjá honum. Þú einfaldlega velur þér tíma og bókar, hægt er að fá staðfestingu í tölvupósti og áminningu þegar nær dregur.

Frá og með 1. janúar 2019 tekur fólk afstöðu til líffæragjafar inn á Heilsuveru,sjálfkrafa telst fólk sem líffæragjafar og þurfa því að skrá að þeir vilji ekki gefa líffæri.Hinsvegar geta þeir sem nota ekki eða hafa ekki aðgang að tölvu leitað tilheimilislækna eða hjúkrunarfræðinga til aðstoðar með að breyta afstöðu sinni.Spurningalista er hægt að nálgast einnig inn á „Mínum síðum“ sem og sjúkraskrá. Sjúkraskráin fer yfir komur á heilsugæslu sem og innlagnir. Einnig er hægt að sjáheilsugæslu viðkomandi sem og sínar upplýsingar og að skrá símanúmer og netfanginn á „Mínar síður“ [3,4].

Vefaðgangur að sjúkrasögu.

Höfundum þessar greinar finnst mikilvægt að almenningur hafi aðgang að sjúkrasögu sinni og öllum þeim upplýsingum sem hægt er að finna inni á Heilsuveru.Það að geta pantað tíma á svona einfaldan máta hlýtur að minnka álag á ritara viðað bóka tíma auk þess sem það getur sparað almenning tíma að þurfa ekki að bíða í síma þegar einfaldlega er hægt að bóka tíma með nokkrum músarsmellum.

Heilsuvera er hinsvegar ekki ný af nálinni, „Mínar síður“ opnuðu 9. október 2014 og varð þekkingarhluti vefsins partur af heildinni 3. nóvember 2016, netspjall varmöguleiki 20. desember 2017 og þjónustuvefsjá 31. október 2018 [5].

Svipuð þjónusta er í boði í Bretlandi á vegum NHS (​National Health Service​) þar sem almenningur getur sótt um aðgang að sjúkraskrám sínum, pantað tíma hjá lækni, sóttum lyfseðla og fleira. Það sem íslenska kerfið hefur framyfir það breska er eflaust það að geta notað rafrænu skilríkin sem mjög einfalt er að nálgast í stað þess að fara í gegnum einhverja umsókn til að fá auðkenni til að komast á

breska vefinn. Einnig virðist ekki vera einn vefur sem notaður er af öllum heldur virðist þetta misjafnt milliheilbrigðisstöðva en allar eða flestar þjónustur eru í samvinnu við NHS [6].

Afleiðingar, gott eða slæmt?

Höfundum fannst erfitt að finna rannsóknir á Íslandi um notkun Veru og áhrif þeirrar notkunar en við gátum hinsvegar fundið grein sem unnin var um breska kerfið og áhrif þess að almenningur hafi vefaðgang að sjúkrasögu sinni.

Í henni kom fram að bæði almenningur og heilbrigðisstarfsmenn njóti góðs af því aðalmenningur og sjúklingar hafi aðgang að sjúkrasögu sinni. Þar kom fram að sjúklingar væru almennt ánægðari og ættu í betri samskiptum viðheilbrigðisstarfsmenn. Kostir fyrir sjúklinga var að geta haft sjúkrasöguna tilhliðsjónar til að undirbúa sig betur fyrir viðtalstíma. Sjúklingum fannst þægilegra að nota vefgátt og sögðu það spara tíma og peninga auk þess að fækka símtölum og viðtalstímum. Segir greinin að aðgangur á netinu sé sjálfseflandi fyrir sjúklinga og líði þeim eins og þeir hafi meira sjálfræði, eiga um 77-87% sjúklinga með vefaðgang að finnast þeir vera með meiri stjórn á meðferð sinni. Auk þessa geta sjúklingar deilt aðganginum og þar af leiðandi sjúkrasögu sinni með fjölskyldu, öðrum heilbrigðisstarfsmönnum eða milligöngu aðilum. 70% heilbrigðisstarfsmanna greindu frá auknu trausti, sterkari samböndum og betri ákvarðanatöku vegna vefaðgangs.Aðrir greindu frá fækkun árlegra læknisheimsókna og símtala [7].

Vefaðgangur er hinsvegar ekki án galla en greinin ræðir um nokkra þeirra.Heilbrigðisstarfsmenn eru tregir til að opna fyrir aðgang sökum ótta við aukið álag,óþarfa streitu og kvíða hjá sjúklingum og málshöfðanir. Einnig eru áhyggjur umöryggi sem er sí áhrifameiri í tölvumálum nú til dags og jafnréttismál er varða læsi og net aðgang. Ekki er víst með aukið álag en í umskiptaferlinu þarf að færa gögn yfir og jafnvel umorða fyrir meðalmanninn þar sem skýrslur lækna eru oft skrifaðar fyriralmenning. Samkvæmt greininni áttu 36% heilbrigðisstarfsmanna að hafa breytt skrám sínum til að hafa á vefnum og 21% eyðir nú meiri tíma en áður í að skrifaskýrslurnar [8].

Það er því greinilegt að það sé ekki hlaupið að því að gera sjúkraskrár og læknaþjónustu algenga fyrir almenning. Hinsvegar með aukinni tæknivæðingu hlýtur þetta að vera skref í rétta átt og þegar þetta verður orðinn algengur og sjálfsagður hlutur ætti þetta að geta sparað öllum tíma og vinnu.

Höfundar: Hlynur Víðisson og Viðar Sigurðsson, nemendur við Háskólann í Reykjavík

[1] https://www.heilsuvera.is/um-vefinn/">https://www.heilsuvera.is/um-vefinn/

[2] https://www.heilsuvera.is/

[3]  https://minarsidur.heilsuvera.is/heimasvaedi">https://minarsidur.heilsuvera.is/heimasvaedi

[4]https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/notendur-heilbrigdisthjonustu/liffaeragjafir/

[5] https://www.heilsuvera.is/um-vefinn/">https://www.heilsuvera.is/um-vefinn/

[6] https://www.england.nhs.uk/wp-content/uploads/2015/11/po-making-the-most-online-apps.pdf​.

[7] McMillan, B., Eastham, R., Brown, B., Fitton, R., & Dickinson, D. (2018). Primary Care PatientRecords in the United Kingdom: Past, Present, and Future Research Priorities. ​Journal of medicalInternet research​, ​20​(12), e11293. doi:10.2196/11293 

[8] McMillan, B., Eastham, R., Brown, B., Fitton, R., & Dickinson, D. (2018). Primary Care PatientRecords in the United Kingdom: Past, Present, and Future Research Priorities. ​Journal of medicalInternet research​, ​20​(12), e11293. doi:10.2196/11293

Skoðað: 972 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála