Neikvæð eða jákvæð áhrif notkunar snjallsíma
Snjallsímanotkun í daglegu lífi hefur marga kosti og upplýsingaflæðið og afþreyingin hefur aldrei verið meira en í dag sem veitir mörgum ánægju og gleði. Hinsvegar er líka neikvæð notkun snjallsíma sem hefur áhrif á einstaklinga og því er ákjósanlegt að stýra notkuninni til þess að nýta jákvæðu eiginleika þess.
Þegar um jákvæð áhrif er að ræða þá er síminn að gagnast okkur til að bæta lífsgæðin á margvíslegan hátt og nefni ég hér nokkur. Í skólakerfum getur síminn m.a. gagnast til þess að:
- Hafa samskipti við samnemendur og kennara
- Sjá stundatöflu og heimanám
- Horfa á rafræna fyrirlestra
- Lesa rafbækur
- Sækja sér upplýsingar á vefnum
- O.fl.
Snjallsíminn getur einig nýst þegar nemendur eru ekki fyrir framan tölvu og þurfa að sækja eða senda upplýsingar.
Í starfi nýtist snjallsíminn í mjög margt, sem dæmi má nefna:
- Rafræna fundi
- Tölvupóst samskipti
- Minna á þegar næsti fundur nálgast eða byrjar
- O.fl.
Síminn getur mælt ýmislegt með réttum öppum s.s. skrefafjölda og lengd hjóla eða hlaupaferða.
Það fylgja líka vandamál með snjallsímum og þar er truflunin verst sérstaklega þegar við erum innan um aðra s.s. samnemendur og kennara í kennslustundum [1], á mikilvægum fundi, á bókasafni, í jarðaför eða bara í röð út í búð.
Vinsæl snjallsímaforrit, samfélagsmiðlar, á borð við Facebook, Instagram, Twitter, Snapchat og TikTok hafa bein áhrif á hegðun og venjur þeirra sem nota mikið slík forrit [2]. Einnig má nefna Youtube og margskonar leiki. Notandinn getur orðið háður þar sem tilkynningarnar úr þessum forritum kalla á að þú kíkjir á símann og þú verður þannig fyrir stöðugu áreyti og truflun. Með lúmskum hætti ná miðlarnir að ráðskast með hegðun þína sem veldur því að þú verður sífellt meira háð(ur) því að kíkja á símann og taka þátt í að halda áfram notkuninni. Neikvæðra áhrifa snjallsímanotkunar eru líka á mannamótum og þegar síminn kemur í veg fyrir eðlileg samskipti við fjölskyldu, vini og maka. Símanotkun við þessar aðstæður getur stundum verið dónaleg og ekki æskilegt við ákveðnar aðstæður eins og út að borða, veislur, afmæli, matarboði o.fl.
The Social Dilemma [4] er Netflix heimildarmynd sem fjallar um helstu vandamál sem samfélagsmiðlar, Google og Youtube eru að hafa áhrif á allan heiminn. Þetta eru oft siðferðisleg vandamál sem hafa áhrif á andlega heilsu notandans með því að draga fólk í aðstæður þar sem erfitt er að láta símanum af hendi og hætt að nota hann. Síminn heldur þér uppteknu í því að fletta í gegnum samfélagsmiðla, horfa á fleiri myndbönd á youtube eða festast í leitarsíðum á Google. Á bakvið þetta allt saman eru flókin reiknirit með margar breytur sem læra á hegðun þína og geta því gert spálíkan um hvað notandinn vill sjá á næstu síðu samfélagsmiðla eða jafnvel næsta myndbandi á youtube. Samkvæmt heimildarmyndarinni verða þessi reiknirit betri og öflugri með tímanu.
Reikniritin hafa verið hönnuð til nýta sér hegðun sem mannfólk hefur þróað með sér og sækist eftir. Þessi hegðun er að tengjast öðru fólki og þessir miðlar bjóða upp á að þú náir að tengjast sífellt fleira fólki og jafnvel fleirum en flestir hefðu getað án þess að nýta sér snjallsímann og notandinn sækir í þessi samskipti sem samfélagmiðlarnir hafa upp á að bjóða. Markmið þessara miðla eru ekki endilega bara að aðstoða fólki við að nýta sér þennan ávinning sem nútíma tækni hefur upp á að bjóða í snjallsímum heldur er það oft markmiðið að selja fleiri auglýsingar sem ná athygli notanda í hagnaðarvon.
Það er jákvætt að vera var um sig þegar kemur að notkun samfélagsmiðla og hafa stjórn á eigin tíma til að sinna því sem skiptir raunverulega máli í eigin lífi hverju sinni. Svo að við getum nýtt jákvæða möguleika snjallsímas í daglega lífi þá verðum við að passa okkur á þeim neikvæðu afleiðingum sem símanotkun getur haft á okkur [3].
Höfundur: Víðir Snær Svanbjörnsson, tölvunarfræðingur
Heimildir
[1] https://www.docsity.com/en/news/parties-and-university-life/cell-phones-universities-pros-cons/ Sótt: 4. Okt. 2020.
[2] https://www.digitalspy.com/tv/ustv/a33978478/social-dilemma-netflix/ Sótt: 4. Okt. 2020.
[3] https://www.webnots.com/7-ways-to-prevent-smartphone-from-ruining-your-relationships/ Sótt: 4. Okt. 2020.
[4] https://www.netflix.com/is/title/81254224 Sótt: 5. Okt. 2020
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.