Gleðileg sumarlok og haust!
Nú erum við að fara aftur á kreik í ritnefndinni og viljum endilega fá fleiri með okkur í nefndina. Ekki vera feimin við að bjóða ykkur fram, lofa því að það er gaman í ritnefndinni. Starfið felst í að lesa yfir greinar og pistla og útveg efni, ekki skylda að skrifa sjálf þó það sé auðvitað velkomið. Framundan er að gefa út blað í haust auk þess sem við birtum pistla vikulega hér á netinu. Þema blaðsins í haust er fjórða iðnbyltingin. Skilafrestur greina er til og með 1. september. Vonumst til að heyra í ykkur sem þetta lesið á næstunni, Ásrún Matthíasdóttir asrun@ru.is
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.