Gleðilegt sumar!!!!!!!!!!!!
Nú ætlar ritnefnd Tölvumála að fara í sumarfrí fram í ágúst og um leið og við óskum ykkur öllum gleði og ánægju í sumar þá minnum við á að þema blaðsins í haust er ekki þriðji orkupakkinn heldur fjórða iðnbyltingin. Skilafrestur greina er til og með 1. september! Og ekki má gleyma að það má alltaf bæta við áhugasömu fólki í ritnefndina. Þá er bara að nota sólina til að setjast niður og skrifa stuttan pistil fyrir netið eða lengri grein fyrir blaðið og bjóða sig svo fram í ritnefndina. Góðar stundir.
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.