Skip to main content
23. febrúar 2017

Kennsluhættir framtíðarinnar

au3Skólastofur og skrifstofur voru lengi vel mjög ótæknivæddar en það hefur breyst mikið á síðustu árum. Eftir að internetið varð hluti af hversdagsleikanum hafa hjólin farið að snúast ansi hratt og framundan gætu verið miklar breytingar í kennslustofum sem og í kennsluaðferðum. Multi touch borð og veggir gætu orðið lykillinn af hópavinnu framtíðarinnar hvort sem um er að ræða í skólum eða vinnustöðum.

Gaman verður að fylgjast með þróun þessarar tækni og sjá hvort og hvernig hún verður nýtt í hefðbundnu skólastarfi. Gerð var rannsókn á notkun multi touch borðum í leikskóla árið 2014. Hugbúnaðurinn VisMo var þróaður til þess að fylgjast með samvinnu og samskiptum barna.

Í rannsókninni var fylgst meðau1 12 börnum á aldrinum 4-6 ára. Dæmi um æfingar sem VisMo bauð uppá voru púsluspil þar sem setja þurfti formin á sinn stað og teikniæfingar þar sem teikna átti ofan í allskyns línur og form. Niðurstöður þeirra rannsókna voru þau að börnin voru áhugasöm alla rannsóknina og virtust njóta sín. Borðin hvöttu til samvinnu og samskipta milli barnanna. Það tók stuttan tíma að kenna börnunum handahreyfingarnar sem nýta þurfti til að nota borðin. Æfingarnar leyfðu börnunum að nýta öll skynfærin sín. Verkefnið Star Trek classroom er þriggja ára rannsóknarverkefni á vegum TEL rannsóknarhópsins (Technology-Enhanced Learning) sem um það bil 400 nemendur og kennarar úr Durham skóla tóku þátt í. Verkefnið felur í sér hönnun á framtíðar kennslustofu. Eins og við lásum um í VisMo rannsókninni þá virðast multi touch fletir auka samvinnu og samskipti barna. Í þessari rannsókn voru nemendurnir látnir vinna svipuð verkefni og þau höfðu áður gert í stílabókum og upp á töflu. Samvinna í stærðfræðidæmum sýndi aukið vald og leikni í stærðfræði.

The SynergyNet project er verkefni þar sem hannaðar voru skólastofur með multi touch borðum fyrir nemendur í minni hópum. Gerð var könnun þar sem börn í smærri hópum voru látin gera sama verkefni bæði á blað og á multi tech borðum. Lögð var áhersla á samvinnu í þessu verkefni. Þátttakendur í verkefninu voru 32 börn, 10-11 ára, 16 stelpur og 16 strákar. Börnin gerðu þrjú verkefni í stærðfræði og eitt í sögu. Niðurstaða rannsóknarinnar var að börnin voru aðeins fljótari að ljúka verkefnunum á multi tech borðunum og einnig voru þau mjög fljót að venjast borðunum og skilja hvernig þau ættu að nota þau. Það sem er svo jákvætt við þessa tækni er að börn geta lært námsefnið á skapandi og spennandi hátt með góðri samvinnu, ásamt því að læra á sama tíma á tæknina sem borðin fela í sér. Það hefur lengi verið vitað að börn eru ótrúlegaau2 fljót að læra á ný tæki og tól og er þetta kjörið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi. Nú þegar er farið að selja þessa tækni.

Fyrirtækið Ideum er að selja multi touch borð og veggi sem eru til af ýmsum stærðum og gerðum. Borðin og veggina er bæði hægt að nýta í leik og starfi. Þau nota hugbúnað sem heitir GestureWorks og stýrikerfið Windows 10. Eitt af borðunum þeirra heitir Colossus II. Colossus II kemur út í febrúar 2017 og er 86 tommu með 4K háskerpu skjá, Ultra High Definition. Borðin leyfa allt að 8 notendum að vinna samtímis. Einnig er hægt að fá borðin sérsniðin að þörfum notenda og fyrirtækja.

 

Höfundar: Auður Björk Aradóttir og Laufey Rut Guðmundsdóttir nemendur í Háskólanum í Reykjavík

Heimildir
Ideum. [Rafrænt] Af: http://ideum.com/ Sótt 31. janúar 2017.
Investigating interaction with tabletops in kindergarten environments. Dietrich Kammer, René Dang, Juliane Steinhauf, Rainer Groh. [Rafrænt] Af: http://dl.acm.org/citation.cfm?id=2593975 Sótt 31. janúar 2017.
Multi-touch tables for the classroom of the future. Sebastion Waack. [Rafrænt] Af: http://waack.org/2012/12/03/multi-touch-tables-in-the-classroom/ Sótt 31. janúar 2017.
The 'Star Trek' style touchscreen classroom of the future that's set to replace books and blackboards. Amanda Williams. [Rafrænt] Af: http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-2236967/The-Star-Trek-style-classroom-future-replacing-blackboards-books.html Sótt 31. janúar 2017.
The 21st Century Classroom and Multi-touch Technology. [Rafrænt] Af: http://www.nuiteq.com/company/blog/the-21st-century-k-12-classroom-and-multi-touch-technology Sótt 31. janúar 2017.
Multi-touch tables and collaborative learning. Liz Burd, Steve Higgins, Andrew Joyce-Gibbons, Emma Mercier. [Rafrænt] Af: http://onlinelibrary.wiley.com/doi/10.1111/j.1467-8535.2011.01259.x/full Sótt 31. janúar 2017.

Skoðað: 2125 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála