Íslenskan og upplýsingatæknin
Í tilefni af þema Tölvumála þetta árið, íslenskan og upplýsingatæknin, þá bað ég nokkra nemendur í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík að segja sitt álit. Ég bað þau að velta fyrir sér hver verði framtíð íslenskunnar í umhverfi þar sem t.d. kennsluefni og vinnuumhverfi er bæði á íslensku og ensku. Ég bað þau að svara spurningunni: Hverjir eru kostir þess og gallar að nota íslensku í upplýsingatækni og forðast að taka ekki inn erlend orð t.d. yfir hugtök og fræðiheiti? Á næstu vikum munu nokkrir pistlar frá hópnum birtast hér.
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.