Vertwalker vélmennið
Í listasafninu Metropol Park í Berlín má finna áhugavert listaverk. Listsköpunin felst í því að vélmenni, Vertwalker, teiknar list sína á veggi safnsins daglega með akrýl bleki. Vélmennið, sem er af þriðju kynslóð eftir sex prótótýpur, hefur nokkra sérstöðu á þessu listsviði en allt efni til að byggja Vertwalker vélmennið var prentað út af þrívíddarprentara og hlutirnir settir saman eftir á. Það gerir það að verkum að vélmennið, sem er ansi líkt ryksuguvélmenni í laginu, er afar létt og á því auðveldara með að klifra lóðrétt og haldast í þeirri stellingu.
Vélmennið teiknar á hverjum degi nýtt abstrakt listaverk en það skapar listina á hverri hleðslu í tvo til þrjá tíma í senn. Á þeim tíma keyrir það um veggina og málar stanslaust með átta litum. Athyglistvert er að heimsækja listasafnið á mismunandi tímum og líta augum á mismunandi listaverk frá Vertwalker í hvert sinn en vélmennið teiknar einnig ofan í það sem það hafði áður teiknað.
Tæknin sem gerir vélmenninu kleift að klifra svo auðveldlega lóðrétt og haldast þar í þennan tíma er sú að það er með ryksugu á botninum ásamt tveimur tölvuviftum, tveimur hjólum og er með Arduino byggða rafstöð. Pennanum er haldið stöðugt með statífi en fyllt er reglulega á blekið.
Eins og áður var nefnt, hafa verið gerðar sex prótótýpur en þær eru nýttar til að setja upp aðra listgjörninga svipaða og Vertwalker en þá má til að mynda nefna vélmenni sem er staðsett á vegg og teiknar á vegginn með því að færast nær hljóði eins og þegar einhver bankar á vegginn.
Listamennirnir sem eiga heiðurinn að baki vélmenninu Vertwalker og hönnunar á því eru Julian Adenauer og Michael Haas en þeir hafa einnig tryggt sér einkaleyfi að hönnun Vertwalker. Julian og Michael eru báðir frá Berlín og hafa búið til vélmenni í nokkur ár en með gjörningnum vildu þeir láta á reyna mörk hins lóðrétta. Gjörninginn kalla þeir Rising Colorspace.
Höfundar: Birgitta Bjarnadóttir nemandi í Háskólanum í Reykjavík
Heimildir
Julian Chokkattu. (2014.). The Vertwalker is a robot that draws abstract artwork. Sótt 20. september 2016 af https://techcrunch.com/2014/08/15/the-vertwalker-is-a-robot-that-draws-abstract-artwork/
Randy Rieland. (2014.). 7 ways technology is changing how art is made. Sótt 19. september 2016 af http://www.smithsonianmag.com/arts-culture/7-ways-technology-is-changing-how-art-is-made-180952472/?no-ist
So nice development. (e.d.). About. Sótt 21. september 2016 af http://sonicedevelopment.com/about/
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.