Skip to main content
22. september 2016

The Trons

AdamTrons er vélmenna-hljómsveit frá Nýja-Sjálandi sem stofnuð var af Greg Locke árið 2000. Við myndun hljómsveitarinnar var notast við ýmsa varahluti og rafeindabúnað. Hljómsveitin samanstendur af fjórum vélmennum sem bera nafnið Fifi, Swamp, Ham og Wiggy. Vélmennin spila öll á hljóðfæri, svo sem gítar, hljómborð og trommur.

Hljómsveitin varð fræg á örstuttum tíma þegar myndband þeirra var sett inn á vefsíðuna youtube en eftir einungis tvo daga höfðu yfir 80 þúsund manns horft á hljómsveitina spila. Nú átta árum síðar hafa yfir 1.4 milljónir manna horft á myndbandið [1].

Hjartað í hljómsveitinni er 15 ára gömul tölva sem tekin var úr notuðum sjálfsala. Tölvan hefur verið endurforrituð og breytt [2]. Markmið tölvunnar er að sjá um að allt sé samstillt og að vélmennin spili það sem hefur verið forritað og hljómurinn komið vel út.

Árið 2008 hóf hljómsveitin að halda tónleika um allt Nýja-Sjáland. Árið 2010 var gefin út plata eftir þá en öll þeirra lög sem finna má á plötunni voru tekin upp í einni prufu og án “autotune”.

Einnig var gefið út myndband með því hvernig þetta allt gekk fyrir sig. 3Eftir að fræðst svolítið um hljómsveitina The Trons þá finnst mér þetta afar áhugaverð hugmynd hvernig þeir hafa hagað uppsetningunni og greinilega mikill metnaður settur í þetta. Auðvitað hljómar þessi hljómsveit ekki eins og bítlarnir en miða við að þetta séu vélmenni sem spila bara á hljómfæri þá hljómar þetta ágætlega.

Hér er myndband af The Trons https://www.youtube.com/watch?v=c2JChnwv2Ws

Höfundur: Adam Haukur Baumruk, nemandi við Háskólann í Reykjavík

[1]  https://www.youtube.com/watch?v=c2JChnwv2Ws
[2]

 

Skoðað: 2308 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála