Þrívídd óendanleikans - Listamaðurinn, tæknin og verkin
Eric Standley, er dósent við lista- tækniháskóla í Virginíu í Bandaríkjunum, skapar listaverk sem eru einstakir litlir þrívíddar gluggar sem gerðir eru úr pappa og notar hann laser-tækni við sína vinnu. Laser er mjög sterkur ljósgeisli sem er nógu öflugur til að ferðast marga kílómetra eða skera í gegnum harðgerð efni eins og málm. Þessi tækni hefur verið til í mörg ár en hugmyndin hefur verið til staðar í rúma hálfa öld. Laser byrjar sem veikt ljós, svo er bætt við það meiri orku sem verður til þess að ljósbylgjurnar í því verða þéttari og sterkari.
Munurinn á venjulegu ljósi og laser má líkja við öldur. Við vitum hvernig við getum búið til litlar öldur með höndunum þegar við erum í baði, því hraðar og lengur sem við hreyfum höndina því stærri og meiri verða öldurnar. Ímyndum okkur að við séum að gera þetta úti á opnu hafi nema milljón sinnum hraðar, bókstaflega. Áður en við vitum af þá væru komnar risavaxnar öldur á stærð við hæstu fjöll. Þetta er nákvæmlega það sem að laser gerir með ljósbylgjur. Það væri hægt að fara út í eðlisfræðina á bakvið þessa tækni en látum þessa útskýringu duga í bili.
Verk Erics
Erfitt er að gera sér í hugarlund hversu nákvæmt og flókið eitt svona lítið listaverk er þegar maður horfir á það, en eitt verk getur tekið heilt ár að framleiða þar sem að öll smáatriði eru úthugsuð og getur það innihaldið í kringum 250 lög af pappír. Eric byrjar á því að teikna listaverkin áður en hann sker þau út með laser og er niðurstaðan vægast sagt mögnuð. Verk hans eru innblásin af gotneskri og íslamskri byggingarlist og er markmið hans með list sinni að fanga óendanleikann.
Eric Standley með listaverkum sínum
Að fanga óendanleikann
Litlu skrautlegu gluggar Erics minna í fljótu bragði helst á kirkjuglugga. Til að ná fram markmiðum sínum þá notar Eric grafískan hugbúnað sem heitir CorelDRAW til að teikna mynstrin og til að skera út pappírinn notar hann laser vél sem heitir ULS CNC laser framleidd af Universal Laser System. Því flóknari sem að mynstrin verða því ánægðari verður hann með verkið sitt. Ástæðan fyrir því að það getur tekið marga mánuði að ljúka einum litlum glugga er að hvert einasta lag af pappír er teiknað og skorið niður, eitt í einu. Hann klárar síðan að vinna hvert lag í höndunum til að ná hverju einasta smáatriði fram sem hugsað er út af stærðfræðilegri nákvæmni.
Flókin mynstur og nákvæmni einkenna þessi litlu listaverk
Fæðing hugmyndarinnar
Þessi litlu flóknu listaverk hafa vakið gríðarlega athygli víðsvegar í Bandaríkjunum en uppspretta þessarar hugmyndar er frekar einföld. Það vildi svo til að hann Eric sá eitthvað mynstur á morgunkorns kassa sem vakti athygli hans og út frá því vildi hann prófa sig áfram með laser tækni og þrívíddar mynstur.
Túlkun Erics á óendanleikanum
Fyrir þá sem hafa áhuga þá má finna listaverk Eric’s á listasöfnum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en einnig er hægt að kaupa þau á heimasíðu hans.
Höfundur: Raquelita Rós Aguilar nemandi við Háskólann í Reykjavík
Heimildir
Eric Standley. Sótt af http://www.eric-standley.com/bio/
Stained Glass Windows Made from Stacked Laser-Cut Paper by Eric Standley. (2014, 6. Ágúst). Sótt af http://www.thisiscolossal.com/2014/08/eric-standley-laser-cut-paper-windows/
Laser. (2016, September 8). Wikipedia, The Free Encyclopedia. Sótt 20:55, September 20, 2016, af https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Laser&oldid=738380095
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.