Skip to main content
12. nóvember 2015

Facebook viðskiptasíða eða persónuleg síða?

mynd2Flest öll fyrirtæki nú til dags hafa svokallaða “business” síðu á Facebook. Það getur verið mjög erfitt fyrir fyrirtæki sem eru að koma sér á framfæri ef þau nýta sér ekki samfélagsmiðlana. Sérstaklega á þetta við um ný fyrirtæki. Facebook er einn stærsti samfélagsmiðillinn í dag en þar eru sérstakar síður ætlaðar fyrirtækjum. Við veltum því fyrir okkur af hverju er nauðsynlegt að hafa tvenns konar tegundir af Facebook síðum og hvaða áhrif hafa þessar síður. Facebook er samfélagsmiðill stofnaður af Mark Zuckerberg 4. febrúar 2004, en viðskiptasíðurnar litu ekki dagsins ljós fyrr en árið 2007 [1]. Á Facebook eru um 1.490 milljón notendur sem samsvarar 21% af mannkyninu, en samfélagsmiðillinn er metin á 245 biljóna virði í dag [2]. Því er auðvelt að sjá að fyrirtæki geta misst af stórum markaðshóp með því að vera ekki virk á þessum samfélagsmiðli.

En hver er þá nákvæmlega munurinn á þessum tveimur síðum?

Einn stærsti munurinn og einnig sá áhrifamesti er sá að með venjulegri vinasíðu á Facebook er hægt að eiga vini en jafnframt er einnig takmark á því hversu marga vini hægt er að eiga. Á viðskiptasíðunni hins vegar þá “lækar” fólk við síðu fyrirtækisins og er þar engin takmörkun á hversu margir geta gert það. Þar af leiðir að viðskiptasíðurnar bjóða uppá stærri hóp til að ná til með auglýsingum.

Með viðskiptasíðu er líka hægt að gera betur grein fyrir því hvernig vöru eða þjónustu fyrirtækið býður upp á [3]. Á einstaklingsíðum Facebook eru allar auglýsingar og svokallaðir “læk” leikir bannaðir en viðskiptasíðunum má auglýsa tilboð og leikir leyfilegir. Ekki nóg með það heldur er hægt að kaupa áhorf eða “læk” á auglýsingarnar og innleggin sem sett eru inná síðu fyrirtækisins.

Auglýsingarnar á Facebook virka þannig að greidd er ákveðin upphæð og fyrir þessa upphæð lætur Facebook auglýsinguna birtast fyrir ákveðinn fjölda fólks, allt eftir því hversu mikil upphæð er greidd. Ef við tökum sem dæmi ódýrasta pakkann sem kostar 600 krónur og gefur þér 1400-3700 “læk”. Ef að helmingur af fókinu sem “lækaði” þetta innlegg verður forvitið og “lækar” líka við síðu fyrirtækisins þá er síðan kominn með minnst 700 nýja aðila sem fylgjast með rekstri fyrirtækisins. Segjum síðan að 2% af þeim muni einhvern tímann kaupa þjónustu af fyrirtækinu þá er þessi auglýsing sem kostaði 600 kr búin að skila sér margfalt [4]. Á einstaklingsíðum Facebook hefur einstaklingur ekki aðgang að þessum auglýsingum.

Annar kostur við viðskiptasíðurnar er sá að hægt er að velja notendahópinn sem að fær að sjá auglýsingu fyrirtækisins, en með því er t.d. hægt  að velja aldurshóp sem væri líklegastur til að kaupa vöru eða þjónustu fyrirtækisins. Það sama á við um innlegg, þegar skrifuð eru innlegg á síðu fyrirtækisins þá er boðið upp á að borga ákveðna upphæð og Facebook ábyrgist þá að sá fjöldi sem þú greiddir fyrir sjái þetta innlegg.

Á viðskiptasíðunum eru einnig allskonar viðbætur sem koma að gagnaöflun um notandann og er það t.d. nýtt í að búa til notendahópa fyrir auglýsingar.

Önnur viðbót sem er mjög gagnleg fyrir fyrirtæki er “Call-to-action” hnappurinn sem Facebook bætti við í Desember 2014 fyrir fyrirtæki. Hnappurinn hefur sjö valmöguleika sem hægt er að velja, en þeir eru: „Sign Up“, „Shop Now“, „Contact Us“ „Book Now“ „Use App“ „Watch Video“ og „Play Game“. Fyrirtæki setur þá inn vefslóð sem flytur fólk þá á tilætlaðan stað þegar ýtt er á hnappinn, oftast inná síðu fyrirtækisins [5]. Þetta er mjög sniðug leið fyrir fyrirtæki til að beina fólki inná fyrirtækissíðuna þeirra. Ein besta leiðin fyrir fyrirtæki til auglýsa sig og þjónustu sína er með því að pósta á Facebook síðuna sína og þá kemur það upp á veggnum eða “newsfeed” hjá fólki.

Hinsvegar getur verið tímafrekt að vera stanslaust að pósta inná Facebook til að halda sér inná „newsfeedinu“ hjá fólki. Því eru til sniðugt tól sem að tímasetur póstana þannig að fyrirtæki getur búið til allskonar pósta, allt á sama tíma, en svo sér tólið um að setja póstana inná hægt og rólega yfir allan daginn [6].

Þannig að eins og við getum séð þá eru margir kostir við viðskiptasíðurnar og auðvelt er að sjá af hverju þær hafa orðið svona vinsælar. Eins og við sögðum áður að þá eru flestöll fyrirtæki komin með Facebook síðu og eru íslensk fyrirtæki engin undartekning. Samkvæmt síðunni SocialBakers.com (sem er með tölfræði um samfélagsmiðla) þá er vinsælasta íslenska síðan á Facebook Lögreglan á höfuðborgarasvæðinu á eftir henni kemur Nói Siríus og svo í þriðja sæti er Nova [7].

Lögreglan er auðvitað ekki fyrirtæki en er samt mjög gott dæmi um hvernig viðskiptasíðurnar geta haft jákvæð áhrif. Hún hefur fengið mjög góða jákvæða umfjöllun og nýtir þessar viðskiptasíður til að kynna starf sitt [8]. Svo má auðvitað ekki gleyma Instagram aðganginum lögreglunnar sem hefur vakið mikinn áhuga erlendis en Instagram er auðvitað í eigu Facebook [9].

En þetta hefur myndað ákveðin vítahring. Öll fyrirtæki eru á Facebook því þar af leiðandi verða öll ný fyrirtæki að vera á Facebook. Þetta er einn stærsti samfélagsmiðillinn í dag og ræður þar af leiðandi nokkurn veginn yfir markaðnum. Facebook heldur utan um persónuleg gögn allra sem eru þar inná, nýtir þær upplýsingar til að selja fyrirtækjum sem vilja auglýsa og hirðir gróðann. En hvað þá ef að það kemur einhver nýr keppinautur sem býður Facebook byrginn?

Tsu.co

Tsu.co er nýr samfélagsmiðill sem lítur út eins og Facebook og gerir nokkurn veginn það sama en er með allt aðra hugsun á bakvið viðskiptalíkanið [10]. Tsu er samfélagsmiðill sem að borgar þér fyrir það eitt að gera það sem þú ert vanur að gera á hinum samfélagsmiðlunum. Hvert klikk á mús er orðið metið í peningum og hingað til hefur Facebook og hinir samfélagsmiðlarnir tekið það allt til sín.

Tsu hins vegar borgar þér 90% af tekjunum sem koma af “lækum” og öðrum klikkum. Sem gerir það að verkum að þeir eru að búa til til samfélag þar sem allir hafa sama markmið, þeas að deila því sem þeir halda að þeir geti grætt á. Tsu eru samt ekki að þessu eingöngu vegna góðsemi heldur taka þeir 10% af innkomunni. Sem eru nú samt mun betra en Facebook er í dag. Ef að Tsu síðan yrði jafn stór og Facebook er þá eru 10% af 245 biljónum alls ekki slæmt. En þar sem þeir taka einungis lítinn part af kökunni þá ýtir það undir að fólk vilji nota þetta þar sem þetta er mjög sanngjarnt.

En hvernig er þá hægt að græða peninga á Tsu? Fyrst og fremst býrð þú til prófíl með einhverju ákveðnu þema sem líklegt er að fólk vilji verða vinur. Það getur þá annaðhvort verið prófíll fyrir þig sjálfan eða þá þú getur farið aðra leið og valið að hafa td. náttúrumyndaprófíl, hraðskreiða bíla eða hvað sem þér dettur í hug en þeir mæla þó með að hafa eitthvað fast þema.
Næst skrifar þú lýsandi orð fyrir þinn prófíl í leitarstikuna á síðunni og finnur þá það “hashtag” sem þér finnst henta fyrir þig. Ef við tökum sem dæmi náttúru þá færð þú upp fullt af myndum sem eru skyldar þínu viðfangsefni. Þú getur þá sett athugasemdir á þær myndir, eykur þannig líkurnar á að fólk sjái þessi athugasemd og ef þú ert með prófíl mynd sem að heillar að þá klikkar fólk á þig og byrjar jafnvel að fylgja eða “followa” þig [11]. Annað sem þú getur gert er kíkja á hverjir eru að “læka” þessar myndir, skrifa athugasemd og fylgja alla þá einstaklinga.

Við tókum okkur til og prufuðum þetta, við gátum ekki betur séð en að þetta virkar. Við skrifuðum við nokkrar myndir með mörgum fylgjendum og viðbrögðin stóðu ekki á sér. Strax fengum við mikið af fylgendum og “lækum”.

Hvort að Tsu eigi eftir að ná yfirráðum á samfélagsmiðlamarkaðnum er óvíst en vissulega er mjög gott að einhverjir keppinautar eru að stíga fram á sviðið þar sem Facebook hefur verið allsráðandi í þó nokkurn tíma. Facebook virðist nú líka sjá Tsu sem raunverulegan samkeppnisaðila þar sem búið er að blokka linkinn tsu.co inná Facebook. Ef þú reynir að setja inn innlegg þar sem stendur tsu.co kemur upp villa. Sem segir nú allt sem segja þarf en fyrir áhugasama þá er hægt að kynna tsu.co sér betur hér: https://www.youtube.com/watch?v=1tyY2ofgjtU.

Við samantekt á þessu efni þá sjáum við mikilvægi þess að stofna réttan Facebook aðgang fyrir rétt tilefni og vanda vel til verka til þess að ná sem best til þeirra sem þú ætlar þér að ná til, jafnvel borgar það sig að ráða til sín starfsmann í hlutastarf til þess að sinna þessum parti eða fá ráðgjafa tímabundið sem getur gefið góð ráð hvað varðar samfélagsmiðla tæknina.

Hjá Facebook starfa hundruðir manna við það að móta notendahópa fyrir fyrirtæki svo hver auglýsing skili sem mestu fyrir fyrirtækin sem kaupa auglýsingarnar. Því meira sem fyrirtækin finna fyrir aukinni heimsókn á síðurnar þeirra við auglýsingakaup því meira nota þau miðlana til auglýsinga. Þar af leiðandi mun þessi markaður einungis fara stækkandi og verða því samfélagsmiðlar sífellt stærri partur af fyrirtækjum og munu þau fyrirtæki sem ekki taka þátt dragast afturúr.

Höfundar: Alexandra Einarsdóttir og Sonja Steinarsdóttir

Heimildir:
[1] R. Hof, ,,Facebook Declares New Era for Advertising”, 6. nóv. 2007. [Rafrænt] Af: https://www.bloomberg.com/news/articles/2007-11-05/facebook-declares-new-era-for-advertising . Sótt: 8. nóv. 2015.
[2] CNN, ,,Facebook now worth more than Walmart”, 23. júní 2015. [Rafrænt]. Af: http://money.cnn.com/2015/06/23/investing/facebook-walmart-market-value/ . Sótt: 8. nóv. 2015.
[3] J. Loomer, ,,14 Benefits of a Facebook Business Page Over a Personal Profile“, 3. sept. 2012. [Rafrænt]. Af: http://www.jonloomer.com/2012/09/03/benefits-of-a-facebook-business-page/ . Sótt: 2. nóv. 2015.
[4] ,,Facebook for Business”, 8.nóv 2015. [Rafrænt]. Af: https://www.facebook.com/business Sótt: 8. nóv. 2015.
[5] ,,New for Facebook Pages: Calls to Action“, 11. des. 2014. [Rafrænt]. Af: https://www.facebook.com/business/news/call-to-action-button . Sótt: 2. nóv. 2015.
[6] ,,How do I schedule a post to be published on my Page at a different date?“, 8. nóv. 2015. [Rafrænt]. Af: https://www.facebook.com/help/389849807718635 Sótt: 8. nóv. 2015.
[7] ,,Facebook stats for fans in Iceland”, 2.nóv 2015. [Rafrænt]. Af: http://www.socialbakers.com/statistics/facebook/pages/local/iceland /. Sótt: 2. nóv. 2015.
[8] mbl.is, ,,Lög regl an nýt ir skop skynið á Face book”, 17. maí 2014. [Rafrænt]. Af: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/05/17/logreglan_nytir_skopskynid_a_facebook/ . Sótt: 8. nóv. 2015.
[9] C. Storm, ,,The Official Instagram Of Iceland's Police Department Might Be The Goofiest Thing You'll See All Day“, 2. okt. 2014. [Rafrænt]. Af: http://uk.businessinsider.com/instagram-reykjavk-police-department-2014-10?r=US&IR=T . Sótt: 8. nóv. 2015.
[10] tsu, 2.nóv. 2015. [Rafrænt]. Af: http://www.tsu.co/ Sótt: 2. nóv. 2015.
[11] Youtube, ,,tsu...What is it?”15. des. 2014. [Rafrænt]. Af: https://www.youtube.com/watch?v=1tyY2ofgjtU . Sótt 2.nóv 2015
8__

Skoðað: 3649 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála