Skip to main content
5. nóvember 2015

Flower Animals

SigridurKuuki er Áströlsk lista- og hönnunarstofa sem tengir hefðbundin listform eins og líkön, teikningar, málverk, ljósmyndir og tísku við stafræna tækni. Þau nota mikið uppljómunartækni á skúlptúra sem og aðrar upplifanir með tækni eins og lifandi gögnum, innbyggðum myndavélum og skynjurum til þess að byggja sterka tengingu milli listaverksins, staðsetningar þess og áhorfendans (Kuuki, e.d.).

Flower Animals er hluti af seríu sem kallast Specimen Series. Þessi hluti seríunnar stuðlar að því að koma áhorfendum í snertingu við umhverfisáhrif sjávar af völdum manna með því að miðla upplýsingum til þeirra með sjónrænni og auðlýsanlegri aðferð.

Kóralrif um allan heim eru að hverfa hratt og örugglega af völdum manna og gróðurhúsaáhrifa. Coral bleaching er það sem gerist ef hiti sjávar hækkar, þá losar kórallinn sig við þörunga sem gefa honum lit og verður hvítur (Buchheim, 2013). Árið 2007 tilkynntu United Nations Intergovernmental Panel on Climate Change að Kóralrifið mikla myndi deyja út á næstu áratugum þar sem coral bleaching verður árlegur atburður innan 20 ára (Bracks og Sade, 2011). Kórallar eru viðkvæmar lífverur, það þarf ekki ekki meira en að hitastig hækki um svo mikið sem eina gráðu á Celícus að það valdi coral bleaching. Það getur verið erfitt fyrir fólk að meðtaka upplýsingar sem þessar, það er nánast óhugsandi að ímynda sér dauða Kóralrifsins mikla.

Korall1

Vinstri myndin sýnir heilbrigðan kóral en sú hægri coral bleaching

Listamönnunum Pricilla Bracks og Gavin Sade langaði að vinna með þessar upplýsingar og útfæra þær á listrænan og sjónrænan máta. Þau ákváðu að gera verkið Flower Animals sem hluti af seríunni Specimen Series. Flower Animals er tilraun til þess að túlka upplýsingarnar á ljóðrænan máta sem á að öðla skilning og hvetja til persónulegra tengsla við gögnin.

Þau hafa smíðað dúnkennd kórallíkön og tengt þau við rauntímagögn sem veita upplýsingar um hitatstig sjávars í Kóralrifinu. Gögnin eru fengin frá Australian Institude of Marine Science’s Great Barrier Reed Ocean Observing System. Þessi kórallíkön gefa frá sér ljóma sem eru sniðin eftir hitastigi sjávar. Litrófið spannar frá köldum litbrigðum yfir í hlýja tóna og að lokum að björtum hvítum lit þegar hitastigið verður það hátt að suðrænu kórallarnir umbera það ekki lengur.

flower animals white 640x320

Auk þess þá roðna kórallíkönin og gefa frá sér hljóð þegar fólk er í nánd. Þetta á að líkja eftir því hvernig kórallar hegða sér í raun og veru og gefur til kynna heilbrigði kórallanna. Fiskar vilja til dæmis finna heilbrigðan kóral til þess að setjast að og nota þá sem dæmi hljóðin frá kóröllum til þess að ákveða það (Kuuki, e.d.). Þetta listaverk er mjög hrífandi. Það áhugavert að sjá tengingu milli náttúruhamfara, listar og tækni.

flower animals blue 640x361

Höfundur Kristín Laufey nemandi við Háskólann í Reykjavík

Myndir fengnar af

https://en.wikipedia.org/wiki/Coral_bleaching

http://kuuki.com.au/project/flower-animals/

Heimildir
Bracks, P og Sade, G. (2011). Lumia: art | light | motion. The art of Kuuki, bls 16. Sótt 19. október af http://www.slq.qld.gov.au/__data/assets/pdf_file/0018/191070/Lumia_catalogue.pdf
Buchheim, J. (2013). Coral Reef Bleaching. Marine Biology Learning Center. Sótt 19. október af http://www.marinebiology.org/coralbleaching.htm

Kuuki. (e. d). Sótt 19. október af http://kuuki.com.au/about/

Kuuki. (e.d.) Sótt 19. október af http://kuuki.com.au/project/flower-animals/

Skoðað: 2175 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála