Skip to main content
19. nóvember 2015

Við eigum afmæli – við erum 10 ára!

icetcsICE-TCS (Icelandic Center of Excellence in Theoretical Computer Science) er þekkingarsetur í fræðilegri tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.  Magnús M. Halldórsson, Anna Ingólfsdóttir og Luca Aceto stofnuðu setrið vorið 2005 og það varð því 10 ára á þessu ári. Markmið setursins er að nýta vísindalegan styrkleika starfsamanna RU í fræðilegri tölvunarfræði og strjálli stærðfræði til að efla rannsóknir á þessu svið. Einnig er markmiðið að laða til skólans framúrskarandi vísindamenn í fræðilegri tölvunarfræði til að efla samstarf við aðra vísindamenn og efla þannig rannsóknarumhverfið hér á landi.

Á vegum setursins eru skipulagðar alþjóðlegar ráðstefnur og námskeið í fræðilegri tölvunarfræði og unnið að því að laða unga íslendinga að þessu rannsóknarsviði. Hópurinn sem stendur að setrinu hefur skipulagt yfir 300 fyrirlestra og strax árið 2011 höfðu birts yfir 100 greinar í ráðstefnuritum á vegum þeirra. Í ár er talan komin í 219 birtar greinar í ritrýndum tímaritum og 193 greinar í ráðstefnuritum sem sýnir gróskuna sem er í starfinu. Til að fræðast meira um þetta setur er bent á ICE-TCS síðuna og Running a research centre in TCS in Iceland for ten years.

Ásrún Matthíadóttir tók saman

 

Skoðað: 1939 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála