Skip to main content
8. október 2015

Spjaldtölvur í grunnskólum

spjaldtRannsóknir sýna að leikskólabörn sem læra að lesa með hjálp spjaldtölvu eru almennt komin lengra í lestri en börn sem hafa lært að lesa með öðrum hefðbundnum aðferðum (1). Mikið hefur verið rætt um notkun spjaldtölva í grunnskólum undanfarið og hafa þó nokkrir skólar hérlendis reynt að nýta þær í kennslu. Erlendis hafa verið gerðar rannsóknir sem hafa sýnt fram á góðan árangur þess að nota spjaldtölvur í kennslu.

Ein slík rannsókn sem var framkvæmd á börnum í fimmta bekk og sýndi að með því að spila stærðfræðileik á spjaldtölvu vikulega gæti árangur nemenda í stærðfræiprófum aukist um 15% (2). Rannsóknir sýna einnig að nemendur sem þiggja sérkennslu gengur betur að læra með hjálp spjaldtölvu (3).

Notkun spjaldtölva í skólum býður upp á nýja möguleika. Sem dæmi auðvelda þær skólum að uppfæra námsefni. Þá er einfaldlega hægt að sækja nýja námsefnið í stafrænu formi í stað þess að prenta nýja útgáfu af kennslubókum. Tölvurnar auka einnig möguleika á fjölbreytilegum kennsluaðferðum og útfærslu á verkefnavinnu nemenda. Til eru margs konar tölvuleikir sem eru sérhannaðir til að kenna nemendum og gætu þessir leikir verið notaðir í staðinn fyrir eða samhliða hefðbundnum vinnubókum. 

Þó kostirnir við notkun spjaldtölva í grunnskólum séu margir standa ýmsar hindranir í vegi fyrir skjótri innleiðingu þeirra í kennslu hérlendis. Kostnaðurinn við að kaupa spjaldtölvu fyrir hvern nemenda mikill og eiga grunnskólar oft í erfiðleikum með að finna í það nauðsynlegt fjármagn. Einnig getur kostnaðurinn við endurmenntun og þjálfun kennara í að nota spjaldtölvur í kennslu á skilvirkan hátt verið mikill. Námsefni fyrir spjaldtölvur á íslensku er eins og stendur af skornum skammti. Líklegt er að framboð námsefni fyrir íslenska nemendur aukist spjaldtölvur verða innleiddar í kennslu grunnskóla. Það gæti þó tekið nokkur ár fyrir framboðið að verða nógu gott til að réttlæta nauðsynleg fjárútlát grunnskólanna í kaup á spjaldtölvum.

Ýmsar aðferðir hafa verið ræddar til að innleiða spjaldtölvur í grunnskóla. Hægt væri að dreifa kostnaðinum yfir nokkur tímabil. Spjaldtölvur gætu komið í staðinn fyrir ýmsan tölvubúnað sem grunnskólar þurfa nú þegar að fjármagna. (Heimild) Með tilliti til hraðrar tæknivæðingar annarsstaðar í samfélaginu virðist innleiðing spjaldtölva í grunnskólum óhjákvæmileg, þó kostnaðurinn gæti verið mikill.

Höfundar: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir og Sigurjón Magnús Kevinsson

Heimildir
1.  http://www.loopinsight.com/2012/02/17/ipad-improves-kindergartners-literacy-scores/
2. http://edition.cnn.com/2012/01/23/tech/innovation/ipad-solid-education-tool
3. http://edition.cnn.com/2012/01/23/tech/innovation/ipad-solid-education-tool
4. http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/Spjaldtoelvur___sk_lastarfi_0.pdf

Mynd fengin af http://www.startribune.com/ipads-improve-special-education-at-coon-rapids-school/179835811/?refer=y

Skoðað: 2655 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála