Skip to main content
2. október 2015

Notkun upplýsingatækni í skólum

mynd2Notkun upplýsingatækni í skólum hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár í öllum stigum skólakerfisins. Kennarar notfæra sér tæknina meira þegar þeir setja fyrir verkefni eða hafa samband við nemendur og miðla til þeirra kennsluefni.
Einn af þröskuldum innleiðingu tækninnar í námi og kennslu er sennilega kennarinn sjálfur. Spéhræðsla og vanþekking eru stórir áhrifavaldar sem geta sett hamlað þegar á að notfæra sér tæknina. Skortur á fjármagn og úrelt aðstaða innan skólanna hafa einnig tafið fyrir framförum tækninnar í skólunum. En hvernig gagnast notkun upplýsingatækni okkur í skólunum?

Í dag eru til margir tölvuleikir sem flokkast undir kennsluefni eins og til dæmis Box Island (Kassinn), en það er leikur sem kennir ungum krökkum niður í 7 ára aldur forritun án þess að þau verði þess beint vör þar sem ferlið er gert að leik. Foreldri eða kennari getur hlaðið niður þessu smáforriti í spjaldtölvu fyrir barnið. Leikurinn er uppbyggður eins og taflborð með ýmsum hindrunum sem barnið þarf að leysa til þess að Kassinn (Boxið) komist leið sína. Einnig eru litaðir reitir sem hjálpa barninu að búa til lykkjurnar sem Kassinn fer eftir. Barnið notast við forritunarmál eins og if-setningar og do-while lykkjur til að koma Kassanum áfram og það er bein tenging í forritunarmál sem notuð eru af fagmönnum. Þannig getur þessi leikur undirbúið börnin vel fyrir áframhaldandi nám tengt upplýsingatækninni, ásamt því að þjálfa rökhugsun og æfa þrautalæsi. Það er svo hægt að stilla erfiðleikastig í leiknum svo að notandinn á að geta skorað á sjálfan sig áfram miðað við getu. Þetta er ódýr og fljótleg lausn þar sem tölvukunnátta er ekki nauðsynleg fyrir leiðbeinanda og nemanda sökum einfaldleika forritsins Leikurinn er þróaður af fyrirtækinu Radiant Games og er aðgengilegur í app store.

Á yngri stigum eru einnig leikir sem hjálpa börnum að þróa skilningarvitin og auka sköpunargleði. Leikurinn PuppetPals byggir á einfaldir hugsun þar sem barnið getur valið sér leikpersónur og bakgrunn og búið svo til leikrit. Forritið tekur upp allar hreyfingar sem fara fram á skjánum á meðan á upptöku stendur og einnig hljóð sem barnið gefur frá sér. Þessi leikur gefur barninu mjög frjálsar hendur þar sem það getur bæði búið til nýtt ævintýri eða leikið sína túlkun á sögu, ljóði eða ævintýri. Vitað er til að börn sem eiga við vandamál með tjáningu hafi opnað sig mjög mikið við notkun forritsins. Enn og aftur krefst þetta forrit lítillar tölvukunnáttu barns og kennara þar sem það er auðvelt í notkun og auðvelt og fljótlegt að læra á það. Þetta forrit er svo ekki eingöngu vinsælt hjá ungum einstaklingum á leikskólastigi heldur höfðar það til allra sem hafa gaman af að skapa og leika sér, eins og höfundar þessarar greinar geta vottað fyrir.

Í mörg ár hefur fólk talið að krakkar sem hafi tölvu við hönd muni bara gleyma sér við leik og ekki koma neinu nytsamlegu í verk. En ekki má gleyma að allir leikir hafa einhvern lærdóm að bera, hvort sem það er þrautalæsi, rökhugsun, mannleg samskipti, tungumál, sköpun og eitthvað annað.

Sumir telja að unglingum sé ekki treystandi með tölvu þar sem þeir muni fara á óæskilegar síður, hlaða niður efni á tölvuna eða hrekkja kennara á einhvern hátt en slík hegðun bendir frekar til vanvirðingar og/eða samskiptaörðugleika milli kennara og nemanda. Þetta ætti að vera hægt að koma í veg fyrir með jákvæðri hvatningu. Höfundum finnst einnig vera mjög mikilvægt að hafa einhverskonar gulrót fyrir nemendur þar sem þeir fá frjálsan tíma í tölvunni t.d. eftir að verkefninu hafi verið skilað.

Það er niðurstaða höfunda að tækninotkun sé nauðsynleg þróun í okkar skólakerfi og ber að taka nýjungum sem tækniþróunin býður upp á opnum örmum. Við þurfum að reyna eftir bestu getu að þjálfa nemendur í að vera sem best í stakk búnir til að takast á við þá tækniþróun sem verður í framtíðinni t.d. þegar þeir koma á vinnumarkað. Það er því lykilatriði í að gera kennarann færari um að miðla tækniþekkingu og færni til nemenda.

Höfundar: Ingvi Þór Markússon og Védís Erna Eyjólfsdóttir, nemendur í Háskólanum í Reykjavík

Skoðað: 2179 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála