Skip to main content
27. ágúst 2015

Spilun í EVE Online nýtist í rannsóknum

DavidNemendur í Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík (CADIA) eru að vinna með CCP hf. og svissneska sprotafyrirtækinu „Massively Multiplayer Online Science „ (MMOS) Sàrl í að því að nýta aðgerðir spilara í tölvuleiknum EVE Online til að leysa raunveruleg fræðileg vandamál. Til dæmis munu spilarar geta merkt myndir af frumum úr „Human Atlas Project“  (www.proteinatlas.org), og þannig flýtt fyrir líffræðilegum rannsóknum og fengið fyrir það verðlaun í leiknum.

David Thue er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og einn af forsvarsmönnum verkefnisins hér á landi: „Það er mjög erfitt að búa til forrit sem þekkir og merkir frumur mannslíkamans á réttan hátt. Það er hins vegar auðvelt að kenna manneskjum það nokkuð vel með minniháttar þjálfun.“ Hann segir verkefnið miða að því að nýta vinnu spilaranna við alvöru rannsóknir en geri hana á sama tíma skemmtilega og gefandi. 

Hvernig gengur rannsóknin? „Mjög vel! Verkefnið var kynnt fyrir þúsundum spilara leiksins á aðdáendahátíðinni EVE Fanfest fyrr á árinu og viðbrögðin voru afar jákvæð. Síðan þá hefur Rannís styrkt það með fjárveitingu úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og við vonumst til að gefa út fyrstu útgáfu áður en þetta ár er liðið.“ Hann segir að með verkefninu vonist aðstandendur þess til að hraða til mikilla muna mikilvægum rannsóknarverkefnum með því að nýta greind spilara í leikjum sem gríðarlega margir spila í einu.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á vefnum:
•    http://cadia.ru.is/
•    http://www.ccpgames.com/
•    http://www.mmos.ch/

Guðbjörg Guðmundsdóttir textagerðamaður tók viðtalið

Skoðað: 1880 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála