Skip to main content
3. september 2015

Í hvaða samfélagi erum við?

AM2015Hugtökin, upplýsingasamfélagið og upplýsingaröldin (Information Age, Computer Age, Digital Age, eða New Media Age), eru notuð til að lýsa samfélagi okkar í dag þar sem upplýsingatækni styður við gífurlegt flæði upplýsinga og aukið aðgengi að hvers konar þekkingu. Upplýsingasamfélagið hefur verið í umræðu í langan tíma og Machlup er meðal þeirra sem byrjaði umræðu um tækni í samfélaginu á sjötta/sjöunda áratugnum. Hann hélt því fram að þekking og upplýsingar væru ný öfl í þróun samfélagsins um 1960. Síðan þá hefur þróun nýrrar tækni verið til umræðu og rannsóknar og áhrif af þessu mikla flóði upplýsinga og greiðari aðgangs, ekki bara að þekkingu heldur einnig sköpun nýrrar þekkingar. Þessi umræða leiddi af sér hugtakið upplýsingasamfélagið.

Umræðan um upplýsingasamfélagið fjallar um alla þætti upplýsingatækni, s.s.í atvinnulífinu, stjórnun, menntun, rannsóknum og vísindum, sem og í daglegu lífi fólks. Meginmarkmið umræðunnar er að efla vísindalega og tæknilega þróun í upplýsingatækni og beitingu hennar. Tækni gefur okkur öflug tækifæri sem er hægt að virkja á áhrifaríkan hátt og finna margskonar úrræði fyrir þá sem þurfa á þeim að halda.

Tæknin hefur alið af sér mörg frumkvöðla- og nýsköpunarverkefni sem sýna fram á gagnsemi tækninnar til að hjálpa okkur við að takast á við margskonar samfélagslegar áskoranir. Með upplýsingatækninni er hægt er að stuðla að þróun nýrra og fjölbreyttra úrræða á sviðum eins og heilsu, menntunar, s.s.símenntunar, lýðræðislegu stjórnarfari, samgöngum, opinberri þjónusta, listum og menningu og til að auka lífsgæði fyrir fólk með fötlun svo eitthvað sé nefnt.

Þótt hugtakið upplýsingasamfélag sé kannski ekki lengur vinsælt umfjöllunarefni þar sem tæknin er orðin hluti af daglegu lífi okkar, þá eru þær áskoranir sem það býður upp á enn til staðar. Til dæmis má segja að „digital divide“ sé ekki lengur til staðar á Vesturlöndum þar sem fæsta skortir tækifæri til að hafa aðgang að tækninni en er þó til staðar vegna skort á færni og vegna félagslegra aðstæðna. Færnina  sem þarf í upplýsingasamfélaginu má nefna tæknifærin, lestrafræni og leitarfærni. Það er ekki nóg að hafa aðgang, kunna að ferðast um netið og jafnvel nota Facebook, núna þarf líka að kunna að nýta forrit á fjölbreyttan og skapandi hátt því komin er fram “broadband elite” eða breiðbands elítuna. Þessi hópur kann að skapa, velja og taka ákvarðanir sem lúta að upplýsingasamfélaginu. Hér er því komin ný útfærsla á „digital divide“ sem er talin fara stækkandi.  Van Dijk segir: “The difference between broadband elite and complete digital illiterates is about as big as the gap between the highly educated in the First World and the traditional illiterates in the Third World.”

Samfélagið og upplýsingatæknin þróast hratt og oft á óvænta vegu og samspilið milli tækninnar og samfélagsins breytir og hefur áhrif á þróunina. Nýir möguleikar á að safna saman og tengja upplýsingar, sem áður var ekki mögulegt, getur leitt af sér bæði æskilega og óæskilega nýtingu á upplýsingum sem kemur einstaklingum jafnvel í óþægilegar aðstæður t.d. þegar gögnum er lekið.
Nýir möguleikar til samskipta með aðstoð tækninnar, hvort sem er á samskiptamiðlum eða í tölvuleikjum, hafa breytt lífi margra til góðs en kalla um leið á umræðu og rannsóknir. Spurningar fyrir framtíðina gætu verið:

  • Hvernig á að stuðla að auknum aðgangi að og notkun upplýsingatækni?
  • Hvað hvetur til nýsköpunar í upplýsinga- og fjarskiptatækni og hverjar verða afleiðingarnar?
  • Hvernig mælum við áhrif af stafrænnar tækni á samfélagið?
  • Hvernig er best að þróa höfundarrétt á stafrænum miðlum?
  • Hvernig stuðlum stafrænar hæfni til nýjunga og skapandi hluta?
  • Hvernig stuðlum að notkun upplýsingatækni til hagsbóta fyrir samfélag manna?

Rannsóknir og umræða um upplýsingasamfélagið hefur leitt af sér nýtt hugtak, þekkingarsamfélagð (knowledge society), sem er skilgreint sem samfélag byggt á sköpun, miðlun og nýting upplýsinga og þekkingu. Það er samfélag með hagkerfi þar sem þekking er búin til, keypt, dreift og beitt til að auka efnahagslega og félagslega þróun. Upplýsingasamfélagði leggur áherslu á upplýsingar séu til og aðgengilegar en til þess þarf þekkingu og aðgangi að tækninni. Nú hefur áherslan færst yfir á að nota upplýsingar og beitt á ýmsum sviðum til að lærdóms og þróunar. Tæknin er áfram undirstaðan því hún býður upp á margfalt meir möguleika á að taka þátt hlutdeild, geyma, endurheimta, sameina og skapa nýja þekkingu. Ef sagan er einfölduð þá hefur þróunin síðust 10.000 árin verið landbúnaðarsamfélag, iðnaðarsamfélag og núna þekkingarsamfélag sem vonandi leiðir okkur áfram til góðs.

Ásrún Matthíasdóttir, lektor HR, tók saman

Heimildir t.d.
http://people.ischool.berkeley.edu/~hearst/papers/ieee-social.pdf 
http://slq.nu/?article=finland-life-in-an-information-society-is-it-easy-fun-and-free-and-what-does-the-library-have-to-do-with-it 
https://ec.europa.eu/jrc/en/science-area/information-society
http://pragfoundation.net/concept/what-is-knowledge-society/
https://www.nitrd.gov/pitac/report/section_1.aspx
http://cryptome.org/2013/01/aaron-swartz/Information-Society-Theories.pdf
http://www.gesci.org/assets/files/2.%20Knowledge%20Society%20October%202012.pdf

Skoðað: 2974 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála