Skip to main content
7. maí 2015

Nótnaskrift

gudniTónlistarfólk hefur í stórauknum mæli tileinkað sér tölvutæknina í listsköpun sinni.  Í þessari grein verður reynt að varpa ljósi á hvernig hægt er að nota tölvutæknina í að skrifa nótur og einnig hvernig upplýsingatæknin kemur einnig þar við sögu. Þó að tónlist fylgt mannkyninu frá upphafi þá var ekki byrjað að gera tilraunir með að  skrásetja hana  fyrr en á 6. öld. 

 

Vitað er að Forn-Grikkir skráðu nótnaheiti með bókstöfum  en sá ritmáti sem við þekkjum í dag er talin hafa  komið frá  kirkjunni á 9. öld.  Oft hefur verið reynt að umbylta núverandi nótnaskrift en þær tilraunir hafa ekki verið langlífar, enda þjónar þetta kerfi flestri vestrænni tónlist enn í dag.  Ástæðan er mjög sennilega sú að kerfið er byggt á reynslu kynslóða fyrri ára og hefur því farið í gegnum sömu þróun og tónlistin sjálf. Nótnaskriftin hélt áfram að þróast og um 1600 var hún orðin eins og við þekkjum hana í dag.  Reyndar bættust við ýmis tákn og leiðbeiningar um styrkleika og annað sem hélst í hendur með þróun á hljóðfærunum sjálfum. Tónskáld og skrásetjarar tileinkuðu sér mismunandi tækni við nótnaskrift og varð þetta sérstök atvinnugrein hjá fjölmörgum aðilum því afkastamestu tónskáldin höfðu sérstaka nótnaskrásetjara í vinnu hjá sér til að auðvelda þeim vinnunna. Vissulega eru fallega skrifaðar nótur listaverk útaf fyrir sig og mjög gaman að sjá mismunandi handbrögð sem notuð eru, en tímasparnaðurinn, þægindin og einfaldleikinn að nota tölvu við þetta verk er óumdeilanlegur. Í þessari grein er ekki ætlunin að fjalla um hvernig þetta var gert heldur hvernig þetta er gert í dag með tilkomu tölvu og upplýsingatækninnar.  Tónlistarfólk hefur verið ótrúlega fljótt að tileinka sér tölvutæknina í sinni listsköpun og hvort sem um er að ræða tónlistarupptökur, tónlistarflutning, tónlistarkennslu eða tónsmíðar allstaðar skipa tölvurnar mikilvægan sess hjá þessari stétt listamanna. Fjallað verður um hvernig tónlistarfólk, útgefendur og. fl.  nota tölvurnar til að skrá niður nótur og skoðaðir verða nokkrir af þeim möguleikum sem í boði eru í dag.

Hugbúnaður
Það eru margar gerðir af hugbúnaði sem fáanlegur er fyrir nótnaskrift  en það stand tveir uppúr og eru langfremstir á sínu sviði hvað varðar möguleika og vinsældir en það eru: Sibelius sem framleitt er af fyrirtækinu Avid  www.sibelius.com og Finale sem framleitt er af  MAKEMUSIC, INC,   www.finaleMusic.com. Fleiri tegundir eru að sjálfsögðu til, s.s. Musictime: www.gvox.com/musictime_deluxe  og Macigscore Maestro: www.magicscore-maestro,  en þeir bjóða ekki uppá sömu möguleika og þessir tveir. Hér er ekki ætlunin að kenna á þennan hugbúnað heldur að sína þá möguleika sem svona hugbúnaður býður uppá og hvernig hann nýtist hjá því listafólki sem notar hann.

Að skrifa nótur
Það er hægt að færa inn nótur í þennan hugbúnað á mismunandi vegu, með músinni þ.e. velja nótu úr þar til gerðu spjaldi og draga hana inn á nótnastrenginn.  Það er hægt tengja flestar gerðir af hljómborðum  við tölvuna og spila nóturnar inn í rauntíma eða nota lyklaborðið á tölvunni.
Mynd1

Námsefnisgerð með Sibelius
Með tilkomu tölvunnar hefur orðið bylting í gerð námsefnis því tónlistarkennarar geta sjálfir útbúið sitt eigið kennsluefni námsefni og eru fjölmargir notkunarmöguleikar á að nota þennan hugbúnað til þess.
Fjölmargir möguleikar eru í boði því allt sem skrifað er í forritin er hægt að klippa út með mjög einföldum hætti. Þessir möguleikar gera það að verkum að kennarinn verður áhugasamari að útbúa námsefni sem hentar honum og hans kennslu og gerir hann því áhugasamari um kennsluna og þar með ánægðari og jafnvel betri nemanda.  
Mynd2Hvað heita nóturnar?                                    Svar:                      C   D  E   F    G   A  H  C

Búið var til námsefni fyrir byrjendur í tónlistarnámi fyrir  iPad þar sem Sibelius var notað með þessum hætti ásamt iPad forritinu Bitsboard. Þetta námsefni má nálgast hér á www.appland.is
Að sjálfsögðu er til námskrá sem kennararnir þurfa að fara eftir en að hafa þessa möguleika hjálpar þeim mjög mikið við kennsluna. Einnig eru starfandi fjölmargir einkaskólar þar sem námið er meira stílað inn á hvern einstakling fyrir sig og þá er svona hugbúnaður ómissandi. Sibelius býður einnig uppá að hlaða inn myndum af hljóðfærunum svo nemendur sjá einnig hvernig þau líta út.
Mynd3Hægt er nota liti á nóturnar t.d. til að aðgreina mismunandi hljóðfæri  sem gerir nemandanum auðveldara með að sjá hvað hvert hljóðfæri á að spila. Það er í raun engin takmörk hvað kennarinn getur gert og er það einungis háð hans sköpunar gleði og hugmyndum.

Tónskáld
Það er sama um hverskonar tónsmíðar eru að ræða, klassík, jazz eða dægurtónlist allir geta nýtt sér þennan hugbúnað ætli þeir á annað borð að skrifa tónsmíðarnar niður.  Það örugglega mjög mismunandi hvernig tónskáldin nýta sér möguleikana sem forritin bjóða uppá, sumir skrifa út heilu tónverkin á meðan aðrir lagabúta og hugmyndir.  Þessi hugbúnaður er yfirleitt einfaldur í notkun en ef skrifa á út stór hljómsveitarverk krefst það yfirleitt meiri kunnáttu á hugbúnaðinn  en fyrir þá  sem einungis skrifa niður hugmyndir og þess háttar.  Kosturinn fyrir tónlistarfólkið er að það að þurfa að nota pappír er nánast úr sögunni. Hægt er að velja um mismunandi útskriftar stíl á nótunum ekki ósvipað því að það er hægt að velja um mismunandi letur í Word.
Mynd4Öll hefðbundin tákn í tónlist eru til staðar en ef á að skrifa verk með táknum sem ekki eru til er hægt að búa þau til sjálfur og koma sér þannig upp eigin gagnabanka með heimasmíðuðum táknum sem hentar vel fyrir þau tónskáld sem eru í óhefðbundnari tónverkum s.s. nútímatónlist og/eða raftónlist.
Mynd5

Útsetjarar
Þegar skrifa á eða útsetja verk sem er fyrir fleiri en eitt hljóðfæri er þessi hugbúnaður gífurlega mikill tímasparnaður.  Oft á tíðum erum tónsmíðarnar fyrir fleiri tugi hljóðfæra og eru þau öll skrifuð á sama stað í einu t.d. fyrir hljómsveitastjórann því hann þarf að sjá hvert einasta hljóðfæri sem er í tónsmíðinni.  Aftur á móti það sem hljóðfæraleikarinn þarf að sjá er einungis það sem hann á að spila sjálfur og því er möguleiki á því að biðja þessi forrit um að prenta einungis  það sem þeir þurfa að sjá og skipta öllu verkinu niður í einingar eftir því hve hljóðfærin eru mörg.  Hér áður fyrr  var byrjað á því skrifa niður allt verkið í heild sinni og síðan þurfti að skrifa aftur hvert hljóðfæri fyrir sig á sér blað.

Hljóðfæraleikarar

Þeir sem eingöngu spila tónlistina eru einnig óbeinir notendur að hugbúnaði sem þessum því að fá í hendurnar tölvuútprentaðar nótur í stað þess að fá handskrifaðar (stundum illa) hlýtur að gagnast honum mjög vel og minnkar töluvert möguleikana á villum.

Söngvarar
Þeir sem eru í söngnámi hafa möguleika á að sækja/kaupa undirleik af lögum þar sem texti laganna er einnig skrifaður inn hækka og lækka tónhæðina í þeim allt eftir því sem hentar hverjum og einum en áður þurfti að skrifa sama lagið út í mörum mismunandi tóntegundum.

Útgefendur
Þegar gefa á út nótur fær útgefandinn þær yfirleitt tilbúnar sem hlýtur að minnka töluvert útgáfukostnaðinn en samt sem áður hefur nótnaútgáfa ekki aukist mikið með tilkomu þessarar tækni sem er verðugt rannsóknarefni útaf fyrir sig en á öðrum vettvangi. Reyndar er til gagnabanki hjá Íslensku tónverkamiðstöðinni þar sem hægt er að kaupa íslensk tónverk og fá þau sent í PDF formati. Einnig eru til á vefnum stórir gagnabankar þar sem hægt að nálgast allar tegundir tónlistar á því sniði sem passar fyrir þau forrit sem hér hefur verið fjallað um. Sem dæmi má nefna að á þessari slóð er hægt að skiptast útskrifuðum verkum á þekktum tónsmíðum og einnig kynna ný verk fyrir þessum hópi. http://www.sibelius.com/community/index.html  

Hljóð
Allt sem hér er upp talið er vissulega gífurlega mikil breyting á því sem áður var en það sem gerir þetta enn stórkostlegra er að hægt er að láta tölvuna spila allt sem þú gerir.
Sú tækni sem í boði í dag er mjög mismunandi og er í raun efni í margar greinar en jafnvel í venjulegum heimilistölvum eru hljóðkort sem eru orðin svo öflug að þau geta spilað fjölmargar raddir í einu og í þannig gæðum að reyndur tónlistarmaður getur ekki áttað sig á hvort um tölvu eða raunverulegt hljóðfæri sé að ræða. Hér er hægt að horfa og hlusta á Sbelius að verki, hér er einungis tölva að verki og notar tónlistarhugbúnað ásamt hljóðkorti til að spila það fyrir henni hefur verið lagt.https://www.youtube.com/watch?v=fsu6LI3VpYk

Nótur á spjaldtölvum
Spjaldtölvan hefur breytt miklu í þessu sem og í örðu eftir að hún kom á sjónarsviðið.  Það verður æ algengara að sjá má píanóleikara, gítarleikara, söngvara eða í raun hvaða tónlistarmann sem er mæta með spjaldtölvu í stað þess að mæta með fullt fangið af útskrifuðum nótum.

Lokaorð
Eins og annarstaðar í heimi upplýsingatækninnar vitum við ekki nákvæmlega hvert hún kemur til með að stefna en í tónlistarheiminum hefur hún skipt sköpum og haft gífurlega mikil  áhrif.  Spurning sem oft er velt upp er :  Hefur tónlistin batnað með tilkomu tölvunnar eða hefur hún kannski versnað?.

Hvernig verður framtíðin í tónlistarkennslu og tónlistarflutningi?

Eigum við eftir að sjá Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja stóru verk gömlu meistarana í Hörpunni þar sem hljómsveitarstjórinn ásamt öllum hljóðfæraleikurunum mæta með spjaldtölvur í stað  nótnabóka og leika á allt að 400 ára gömul hljóðfæri ?

Höfundur Guðni Ágústsson, tónlistakennari

 

 

Skoðað: 3855 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála