Skip to main content
3. apríl 2014

Upplýsingatækni: Hvað skiptir máli á vinnustaðnum

AgustValgeirssonVið þekkjum vel þá tilhneigingu að til að geta sagt eitthvað um hvar við stöndum sem einstaklingar eða fyrirtæki þá er algengast að bera sig saman við aðra í gegnum kannanir eða rannsóknir og ekki er nú lakara ef slíkar kannanir koma erlendis frá, t.d frá Gartner eða sambærilegum aðilum. Í þessum pistli hef ég tekið saman efni úr tveimur slíkum könnunum sem hafa komið út eftir áramótin og handvaldi nokkrar niðurstöður sem geta verið áhugaverðar fyrir okkur sem vinnum í upplýsingatæknigeiranum.

 

Það er ekki ætlun mín að setja þetta fram sem hinn eina eða sanna raunveruleika en ef úrtakið er stórt og fjölbreytt þá ættu þær niðurstöður alveg að vera yfirfæranlegar á íslensk tæknifyrirtæki, enda ekki ólíklegt að straumar og stefnur í tækniheiminum muni vera svipaðar hérlendis og gerist í okkar nágrannalöndum, eða hvað?

Þekkingarstarfsmaðurinn:

„Allir sem reka tæknifyrirtæki velta mikið fyrir sér hvernig held ég mínum starfsmönnum og hvernig tryggi ég að þeir vilji vera áfram og séu ánægðir.„  

En hvað segja þessar kannanir um hvernig týpa er þessi þekkingarstarfsmaður, hér eru nokkrar valdar niðurstöður úr könnun sem gerð var í Bretlandi, helstu einkenni hennar eru:

  • 2.628 einstaklingar svöruðu
  • 36 ára meðalaldur
  • 736 konur
  • 1.892 karlar

Nokkrar vel valdar „staðreyndir“ um þá sem svöruðu :

  • 1 af hverjum 4 eru bara „offline“ þegar þeir eru sofandi
  • Á síðustu 30 dögum hafa bara 1 af hverjum 5 látið líða meira en 2 klst á milli þess sem þeir skoða tölvupóstinn sinn
  • Yfir 50% skoða tölvupóst á fundum
  • 78% lesa tölvupóst á meðan horft er á sjónvarp
  • 30% lesa tölvupóst á salerninu
  • 91% telja að fólk utan UT geirans skilji ekki hvað það merkir að deila efni á netinu

Þótt þetta sé kannski ekki langt frá þeirri ímynd sem flestir hafa af þekkingarstarfsmanninum þá skulum við skoða aðeins nánar hvað er það sem skiptir þá máli þegar kemur að ánægju á vinnustaðnum og tengd mál.

Hvernig líður mér í vinnunni og hvað heldur mér þar?

Fyrst er rétt að skoða hvort það sé marktækur munur á kynjunum varðandi líðan á vinnustaðnum.

M1
Stöplaritið hér fyrir ofan sýnir að í þessari könnun var óverulegur mismunur á kynjum hvað varðar ánægju á vinnustaðnum.  Það sem er jákvætt er að um 80% eru í ánægða hópnum.

Eitt sem margir segja að sé mikill kostur við að vinna í UT geiranum er sá sveigjanleiki sem starfsmenn hafa, geta unnið heima, mætt snemma, mætt seint og fl., svo lengi sem þeir sinna sínum verkefnum. Um nákvæmlega þetta atriði var spurt „Ert þú með sveigjanlegan vinnutíma“ og niðurstaðan er:

M2Þetta sýnir að atvinnurekendur eru að standa við að bjóða þennan sveigjanleika í meirihluta starfsstaða.

En hversu mikið vinna þá þessir 2868 starfsmenn umfram það sem við kölllum venjulega vinnuviku.
 M3
Eins og búast má við þá vinna flestir eða 80% meira en venjulega vinnuviku, 22% vinna meira en 10 klst á viku umfram vinnuskylduna en á sama tíma eru jú 80% ánægðir í vinnunni, kannski er vinnuálag ekki endilega lykilþáttur í starfsánægjunni.
Nú þegar þessar upplýsingar liggja fyrir er ekki úr vegi að skoða starfsaldur og hversu lengi starfsmenn búist við að vera hjá sama atvinnurekanda. Þetta ætti að hjálpa við að meta stöðuleika starfsmanna sem ætti að endurspeglast í starfsmannaveltunni.

Hér sýna niðurstöður að í Bretlandi er líklega meira um að þekkingarstarfsmenn skipti um starf en á Íslandi.

 M4 M5 

Um 45% telja að þeir muni skipta um starfsstað innan árs og 73% innan 3 ára, ef þetta væri raunin hérlendis væri starfsmannaveltan umtalsverð meiri en raun ber vitni.

En hvaða þættir eru það sem hjálpa til við að halda starfsmönnum ánægðum. Hér lítur könnunin til niðurstaðna áranna 2012-2014 og við lítum á topp 10 atriðin sem virðast skipta máli þá eru þau þessi:

M8

Það sem er áhugavert er að laun hafa ekki náð í topp 3 sætin á þessum þremur árum og ekki síður að verkefnin, samstarfsfólkið og samskiptin eru sem fyrr það sem hefur mest um að segja hvort starfsmaður sé sáttur í sínu starfi.
En í könnuninni var spurði sérstaklega um hvort „innovation“ eða nýsköpun væri áhrifavaldur í afstöðu til þess hvort vinnustaður væri álitlegur og kom í ljós að ef fyrirtæki leyfir starfsmönnum EKKI að stunda nýsköpun eða taka þátt í nýsköpunarverkefnum þá aukast líkur á því að starfsmaður hugsi sér til hreyfings eða taki tilboði um starf annarsstaðar verulega.

  • 72% þeirra sem voru að hugsa um að skipta um starf innan árs fengu EKKI að taka þátt í nýsköpun hjá sínum atvinnurekanda.
  • 96% þeirra sem fengu að vera virkir þátttakendur í nýsköpun hjá sínum atvinnurekanda voru EKKI að hugsa um að skipta um starf innan árs.

Margir meta niðurstöður sem þessar þannig að drifkraftur þekkingarstarfsmanna sé að öðlast sífellt meiri eða nýja þekkingu til að viðhalda sér í faginu og það næst m.a. með því að taka þátt í krefjandi og áhugaverðum verkefnum og vinna með hæfu samstarfsfólki.   

Ekki er samt hægt að enda svona könnunaryfirferð án þess að setja fram eitthvað um hvaða tækni er á útleið, hvað er í fókus núna og hvað er það sem er að koma en að mati þeirra sem svöruðu könnunni var það þetta:

M6

 

Höfundur: Ágúst Valgeirsson, rekstrar- og hagverkfræðingur

Skoðað: 2588 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála