Íslenskt Sveita Drauma Net
Ráðstefna um háhraða fjarskipti í dreifbýli
4. maí á Hótel Kea, Akureyri
frá kl. 9:30-15:45
Skýrslutæknifélag Íslands stóð fyrir ráðstefnu á Akureyri föstudaginn 4. maí n.k. þar sem umfjöllunarefni var háhraða fjarskipti í dreifbýli.
Hluti íslensku þjóðarinnar hefur ekki kost á háhraða fjarskiptum en við sölu Símans ákvað ríkisstjórnin að verja hluta af söluandvirðinu til að bæta fjarskipti til íbúa í dreifbýlinu. Markmiðið með þessari ráðstefnu er að upplýsa um stöðu mála út frá sjónarhóli notenda, fjarskiptafyrirtækja og ráðamanna. Meðal fyrirlesara verða fulltrúar frá fjarskipta- fyrirtækjunum, fulltrúi frá fjarskiptasjóði, fulltrúar stjórnmálaflokkanna og fulltrúar notenda.
Markhópur ráðstefnunnar var fólk í fjarskiptageiranum, hagsmunaaðilar, ráðamenn og aðrir sem áhuga hafa á þessum málum.
Fjarskiptasjóður styrkti þessa ráðstefnu.
Dagskrá:
09:30 | Skráning þátttakenda |
09:45 | Ráðstefnustjóri setti ráðstefnuna |
09:50 | Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, opnaði ráðstefnuna |
10:00 | Kynning á starfsemi Mílu ehf. Eva Magnúsdóttir forstöðumaður hjá Mílu |
10:20 | Tæknilegir kostir til fjarskipta í sveitum - glærukynning - Sæmundur Þorsteinsson forstöðumaður rannsóknardeildar Símans |
10:40 | Tæknilegur fyrirlestur frá Vodafone -glærukynning - Pálmi Sigurðsson deildarstjóri burðarnets á tæknisviði Vodafone |
11:00 | WBS - Wireless Broadband System -kynningu ekki dreift- Einar Kristinn Jónsson famkvæmdastjóri WBS |
11:20 | Gagnaflutningar, byggðamál og sjálfsögð þjónusta Jóhanna Harðardóttir, blaðamaður í einkarekstri, Hvalfjarðarsveit Erindið fjallaði um ótrygga þjónustu einkafyrirtækis í gagnaflutningum og áhrif þess á annan atvinnurekstur, og síðan um framtíðarskipulag sveitarfélaga og byggðastefnu í gagnaflutningum (t.d. Í staðardagskrá 21). |
11:35 | eSveit - glærukynning- Hrund Pétursdóttir, B.Sc., Upplýsingatækni í dreifbýli ehf. |
11:50 | Sveitapiltsins draumur -glærukynning- Unnsteinn Ingason framkvæmdastjóri, Narfastöðum í Reykjadal |
12:05 | Hádegismatur |
13:05 | Ertu tengdur? Ungt fólk í dreifbýli á tímum sítengingar -glærukynning- Kjartan Ólafsson lektor við Háskólann á Akureyri Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri |
13:25 | Háhraðatengingar til allra landsmanna -glærukynning- Friðrik Már Baldursson prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður stjórnar fjarskiptaráðs Í Fjarskiptaáætlun sem Alþingi samþykkti vorið 2005 er sett fram það markmið að allir landsmenn sem þess óska skuli hafa aðgang að háhraðatengingum árið 2007. Fjarskiptasjóður sem stofnaður var með lögum nr. 132/2005 vinnur m.a. að þessu markmiði. Í erindinu verður gerð grein fyrir þeirri undirbúningsvinnu sem í gangi hefur verið og þeirri vinnu sem framundan er en fjarskiptasjóður stefnir að útboði á háhraðatengingum á þeim svæðum þar sem slík þjónusta er ekki boði á fyrri hluta þessa árs. Þá verður farið yfir helstu forsendur í væntanlegu útboði. |
13:45 | Pallborðsumræður |
14:15 | Kaffihlé |
14:30 | Framsókn Huld Aðalbjarnadóttir |
14:40 | Frjálslyndi flokkurinn Sigurjón Þórðarson |
14:50 | Íslandshreyfingin Hörður Ingólfsson |
15:00 | Samfylkingin Lára Stefánsdóttir |
15:10 | Sjálfstæðisflokkurinn Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir |
15:20 | Vinstri grænir Steingrímur J. Sigfússon |
15:30 | Spurningar og samantekt |
15:35 | Ráðstefnustjóri sleit ráðstefnunni |
Ráðstefnustjóri var Eyþór Arnalds ráðgjafi í fjarskiptamálum.
Hádegisverðarmatseðill:
Kjúklingur, appelsína engifer, kókoshrísgrjón og chilli.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 9.900 kr.
Þátttökugjald fyrir námsmenn er 3.900 kr.
Fyrsta flug að morgni 4. maí frá RVK kl. 7:45
Tilboð í flugfargjald frá Flugfélagi Íslands, sjá hér.
Undirbúningsnefnd: Magnús Hafliðason, Bjarni Sigurðsson og Sæmundur Þorsteinsson
-
4. maí 2007