Málþing Fókus
Staðlar í samþættingu og samskiptum í rafrænni sjúkraskrá
Málþing á vegum Fókus,faghóps um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu verður haldið í
matsal Skýrr, Ármúla 2, fimmtudaginn 10. maí kl. 16.00-17.15
Rætt verður um notkun staðla út frá ýmsum sjónarhornum m.a. hvernig þeim er beitt i samþættingu sjúkraskrárkerfa hjá Landspítala, hlutverk Landlæknisembættisins í yfirumsjón með notkun staðla og sagt verður frá nýlegur ISO staðli um notkun orðasafns (terminologiu) fyrir hjúkrunarskráningu. Umræður verður á eftir erindunum.
Fyrirlesarar verða:
Ingi Steinar Ingason, verkefnastjóri í hugbúnaðardeild á upplýsingatæknisviði LSH - Stöðluð samþætting á LSH
Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri á heilbrigðstölfræðisviði Landlæknisembættisins - Hlutverk Landlæknisembættisins í stöðlun skáningar
Ásta St. Thoroddsen, dósent og formaður námsnefndar MHI náms við Háskóla Íslands – Nýr staðall í hjúkrunarskráningu
Allir velkomnir
Með kveðju
Valgerður Gunnarsdóttir formaður Fókus
-
10. maí 2007