Aðalfundur UT-kvenna
Aðalfundur UT-kvenna var haldinn fimmtudaginn 26. apríl 2007 kl. 17:00 á 3. hæð í Háskólanum í Reykjavík.
Dagskrá var samkvæmt samþykktum félagsins. Kjósa þurfti í stjórn og formann.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir og Þóra Halldórsdóttir gáfu áfram kost á sér í stjórn félagsins.
Úr stjórn gengu Auður Sigr. Kristinsdóttir, Ásrún Matthíasdóttir, Bergþóra Karen Ketilsdóttir, Hólmfríður Pálsdóttir og María Guðnadóttir.
Fráfarandi stjórnarmeðlimum eru þökkuð vel unnin störf.
Nýir stjórnarmeðlimir eru:
Hrönn Þormóðsdóttir, Jóna Pálsdóttir, Elín Granz, Anna Ingólfsdóttir og Þórunn Óskarsdóttir.
Ásrún Matthíasdóttir lét af störfum sem formaður, en hún hefur starfað sem formaður félagsins frá stofnun þess fyrir tveimur árum.
Þökkum við Ásrúnu fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Nýr formaður var kjörinn Þóra Halldórsdóttir.
Í upphafi fundar ávarpaði dr. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík fundargesti og ræddi m.a. um mögulegar leiðir til að efla áhuga ungs fólks í dag að sækja nám í tölvunarfræði.
Að lokinni hefðbundinni dagskrá fjallaði dr. Margrét Jónsdóttir, dósent við viðskiptadeild HR um Konur og tungumál – leiðin að orðræðu árangurs.
Veitingar voru í boði Háskólans í Reykjavík.
-
26. apríl 2007