Hugbúnaðarráðstefnan: Mótun tæknistefnu og tækni stakks. Áhrif, áskoranir og tækifæri
Umfjöllun um tæknilegar ákvarðanatökur: hverjir eru drifkraftar, áhrifaþættir, áskoranir og hvernig metum við ávinning þessara ákvarðana.
Dagskrá:
11:50 Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt
12:15 Lærdómur af Starlette, Adapty, Expo, TypeScript og fleira
Val á hugbúnaði og tækni er flókið verkefni. Það er aragrúi af tólum sem hægt er að velja úr, og mörg þjóna sama tilgangi. Fjallað verður um mismunandi hluti sem gott er að hafa í huga þegar við veljum okkur hugbúnaðartól og hvað skal varast. Á 6 árum af þróun hjá Smitten eru mörg tól sem hafa bæst við, og tekin úr, kóðanum. Gerð verður heiðarleg tilraun að greina hvaða ákvarðanir voru góðar og hverjar voru slæmar, og reynt að draga einhvern lærdóm af þessu öllu.
Magnús Ólafsson, Smitten
Val á hugbúnaði og tækni er flókið verkefni. Það er aragrúi af tólum sem hægt er að velja úr, og mörg þjóna sama tilgangi. Fjallað verður um mismunandi hluti sem gott er að hafa í huga þegar við veljum okkur hugbúnaðartól og hvað skal varast. Á 6 árum af þróun hjá Smitten eru mörg tól sem hafa bæst við, og tekin úr, kóðanum. Gerð verður heiðarleg tilraun að greina hvaða ákvarðanir voru góðar og hverjar voru slæmar, og reynt að draga einhvern lærdóm af þessu öllu.
Magnús Ólafsson, Smitten
12:35 Allt eru naglar í augum smiðsins
Reynslusögur frá nýsköpunarfyrirtæki í gegnum vaxtarferlið og áskoranirnar sem því fylgja. Hvaða tækifæri og áskoranir koma upp þegar hugbúnaður er þróaður til að stjórna tækjum í iðnaðarframleiðslu? Á hvaða tímapunkti breytist tæknistakkurinn, sem eitt sinn var upphafið að velgengni, í flöskuháls fyrir frekari þróun?
Vésteinn Sveinsson, DTE
Reynslusögur frá nýsköpunarfyrirtæki í gegnum vaxtarferlið og áskoranirnar sem því fylgja. Hvaða tækifæri og áskoranir koma upp þegar hugbúnaður er þróaður til að stjórna tækjum í iðnaðarframleiðslu? Á hvaða tímapunkti breytist tæknistakkurinn, sem eitt sinn var upphafið að velgengni, í flöskuháls fyrir frekari þróun?
Vésteinn Sveinsson, DTE
12:55 Uppboð í skýinu
Segjum frá uppboðsvél sem gerir fyrirtækjum og einstaklingum kleift að búa til sérsniðin uppboð, hvort sem það er headless í gegnum API B2B tenginu eða í gegnum B2C lausn. Förum í gegnum söguna, hvernig kerfið virkar, hvaða tæknistakk við notum og af hverju.
Berglind Una Svavarsdóttir, Basta
Sara Atladóttir, Basta
Segjum frá uppboðsvél sem gerir fyrirtækjum og einstaklingum kleift að búa til sérsniðin uppboð, hvort sem það er headless í gegnum API B2B tenginu eða í gegnum B2C lausn. Förum í gegnum söguna, hvernig kerfið virkar, hvaða tæknistakk við notum og af hverju.
Berglind Una Svavarsdóttir, Basta
Sara Atladóttir, Basta
13:15 Stutt hlé og fyllt á kaffibollann
13:20 Ég vil selja farsímaáskrift, hvað þarf að gerast?
Stiklað á stóru um hvernig við förum frá sölu til að vera búin að skrá notenda í farsímakerfi. Hvaða kerfi þurfa að vera til staðar, hverjir þurfa að tala saman og hver ber ábyrgð á hverju.
Sveinn Finnsson, Síminn
Stiklað á stóru um hvernig við förum frá sölu til að vera búin að skrá notenda í farsímakerfi. Hvaða kerfi þurfa að vera til staðar, hverjir þurfa að tala saman og hver ber ábyrgð á hverju.
Sveinn Finnsson, Síminn
13:40 Tæknin sem tengir Ísland: Undir húddinu á Ísland.is
Hvernig varð Ísland leiðandi afl í stafvæðingu á opinberum þjónustum? Markmið Stafræns Íslands er að einfalda líf fólks en þar hefur Tæknistefna Ísland.is spilað stórt hlutverk. Með því að nýta tækni, tól og landslið hugbúnaðarfólks er Ísland nú í fremstu röð á heimsvísu í stafrænni opinberri þjónustu.
Ragnhildur H. Ragnarsdóttir, Stafrænt Ísland
Hvernig varð Ísland leiðandi afl í stafvæðingu á opinberum þjónustum? Markmið Stafræns Íslands er að einfalda líf fólks en þar hefur Tæknistefna Ísland.is spilað stórt hlutverk. Með því að nýta tækni, tól og landslið hugbúnaðarfólks er Ísland nú í fremstu röð á heimsvísu í stafrænni opinberri þjónustu.
Ragnhildur H. Ragnarsdóttir, Stafrænt Ísland
14:00 Fundarslit
Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð
-
6. nóvember 2024
-
kl. 12:00 - 14:00
-
Félagsmenn Ský: 8.300 kr.
Utanfélagsmenn: 14.900 kr.
Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr. -
Léttur hádegisverður:
Þorskur marineraður í íslensku kryddjurtum. Ratatouille. Suðrænt klettasalat. Pastasalat með sólþurkuðum tómötum og ólífum. Nýbakað súrdeigsbrauð, þeytt smjör og pesto