Skip to main content

Í mörg horn að líta

Til að fá heildstæða yfirsýn yfir upplýsingaöryggi er nauðsynlegt að skoða það frá ýmsum sjónarhornum. Þegar fjallað er um upplýsingaöryggi þarf að huga að fjölmörgum þáttum, því engin ein lausn er nægjanleg ein og sér.

Lagalegar kröfur og kvaðir eru sífellt að verða strangari og tæknin verður betri með hverjum deginum. Þess vegna þurfa fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar að reyna að vernda sig gegn síbreytilegum ógnunum frá óprúttnum aðilum sem nýta sér veikleika í kerfum og ferlum.
Með heildrænni nálgun og skilningi á öllum hliðum upplýsingaöryggis má byggja upp sterkari varnir gegn ógnum og áhættu.

Á fundinum munu fyrirlesarar fjalla um mismunandi sjónarhorn á það hvernig hægt sé að byggja upp nauðsynlegar varnir til að tryggja öryggi upplýsinga.

Dagskrá:

11:50   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

BergsteinnKarlsson
12:15   Detection and Response, hverjum er ekki drull!
Hvað í fjandanum er þetta Detection and Response(D&R) og af hverju ætti mér ekki að vera drullusama um það. Ég ætla að færa rök fyrir D&R sem sér sviðs innan öryggismála og helstu atriði sem ber að hafa í huga ef ná á árangri í málaflokknum.
LinkedIn logo  Bergsteinn Karlsson, Ambaga
FinnbogiFinnbogason
12:35   Fatatíska úlfsins: Þróun spilliforrita gegn netvörnum
Spilliforrit eru gjarnan endurnýtt og sífellt færð í nýjar umbúðir til að smeygja sér gegnum net- og póstvarnir. Við rennum yfir stefnu og strauma í sauðagærutísku úlfanna gegnum tíðina, skoðum svo hvað er helst í tísku þessa dagana og ekki síst hvers má vænta á næstum misserum.
LinkedIn logo  Finnbogi Finnbogason, Varist
IngiGautiRagnarsson
12:55   Öryggið í forritunarmálinu
Öryggisáskoranir í dag eru sífellt að aukast, sérstaklega þegar kemur að lykilorðum, phishing-árásum og gagnaleka. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir hvernig hægt er að takast á við þessi vandamál með því að sleppa notkun lykilorða, geyma gögn á staðbundnum tækjum og draga úr hættu á phishing-árásum.
LinkedIn logo  Ingi Gauti Ragnarsson, Plang

13:15   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Tjörvi Einarsson
13:20   Dýfum tánum í DORA hylinn
DORA, nýjar kröfur á fjármálageirann til að tryggja stafrænan rekstrarlegan viðnámsþrótt. Hvað felst í reglugerðinni og við hverju má búast.
LinkedIn logo Tjörvi Einarsson, Seðlabanki Íslands
Thelma Christel Kristjánsdóttir
13:40   Bera æðstu stjórnendur skaðabótaábyrgð vegna netárása?
Flestir hafa heyrt um stóraukna tíðni netárása og það tjón sem þær valda. En hver er ábyrgð æðstu stjórnenda fyrirtækja á afleiðingum slíkra netárása samkvæmt núverandi og komandi regluverki um netöryggi?
LinkedIn logo  Thelma Christel Kristjánsdóttir, BBA//Fjeldco

14:00   Fundarslit

GudrunValdisJonsdottir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Guðrún Valdís Jónsdóttir, Syndis

20241113 121502
20241113 121520
20241113 140051



  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður:
    Fajitas kjúkingur (LF, GF). Mexikóskur baunapottréttur (VEGAN, LF). Tómat- og maíssalsa (VEGAN, GF, LF). Rauð- og hvítkálssalat með hunangssinneps dressingu (VEGAN, GF, LF). Grænt salat (VEGAN, GF, LF). Nýbakað súrdeigsbrauð (VEGAN,LF), þeytt smjör (GF) og pestó(VEGAN, GF, LF).