Skip to main content
7. nóvember 2024

Menning nýsköpunar innan rótgróins fyrirtækis

Kristinn Guðnason

Kristinn GuðnasonOft heyrir maður að sprotafyrirtæki eru flaggskip nýsköpunar, en lítið um hvernig nýsköpun á sér stað innan stórra, rótgróinna fyrirtækja starf. Áskoranirnar eru oft meiri en fólk gerir sér grein fyrir, ekki síst þegar verið er að vinn að nýjum lausnum sem tengjast flóknum kerfum sem hafa verið fastmótuð til margra ára.

Ég vinn sjálfur að slíku ferli, þar sem ég er að vinna að þróun nýs kerfis innan stórs fyrirtækis. Grunnurinn af þessu verkefni hefur verið til hér og þar innan fyrirtækisins, en hugmyndinni að því að draga þetta betur saman í eitt kerfi sem er aðgengilegt öllum var sett fram fyrir nokkrum árum, en það tók langan tíma að fá samþykki fyrir þessari framkvæmd. Svona nýsköpunarferli innan stórra fyrirtækja tekur oft á sig mynd þess sem Clayton Christensen kallaði The Innovator's Dilemma – fyrirtæki einblína á viðhald núverandi lausna og tryggar tekjur.

Þegar ég byrjaði í HR sagði ég við þáverandi yfirmann minn að kannski fæ ég að gera þetta verkefni sem lokaverkefni ef það er ekki enn þá komið í gang. Og það endaði með að vera raunin. Ég leitaði ég til þriggja vina minna í Háskólanum í Reykjavik og við tókum þetta að okkur sem lokaverkefni í tölvunarfræði.

Við náðum öllum mikilvægu áföngunum í verkefninu, og fórum það langt með þróun kerfisins, að í lokin var einn af samnemendum mínum ráðin inn í hópinn minn til að klára verkefnið með mér. Miðað við hvað undanfarinn var langur, þá held ég að þetta verkefni hefði ekki farið í gang nema með þessu frumkvæði og traust minna yfirmanna að þetta skapi nýjar tekjur í framtíðinni. Áhugi okkar á þessu verkefni hefur dregið fleira starfsfólk inn í það með okkur.

Þrátt fyrir áskoranirnar er þessi reynsla einnig dæmi um það hvernig nýsköpunarverkefni innan stórra fyrirtækja krefst þolinmæði, stuðnings og samvinnu frá stjórnendum og öllum í hópnum sem vinnur við verkefnið. Þegar verkefni eru sett á bið vegna annarra forgangsverkefna, þá er mikilvægt að halda í framtíðarsýnina og ekki missa trúna á því að lausnin sé bæði raunhæf og nauðsynleg. Menning fyrirtækja verður einnig að styðja við nýsköpun með því að skapa pláss fyrir tilraunir, jafnvel þegar þær eru ekki hluti af daglegu starfi.

Ég hef séð að það er gott að vera í stóru fyrirtæki að vinna að svona verkefni. Þau hafa fjármagn, innviði og mannauð sem smærri sprotafyrirtæki hafa ekki. Til dæmis gat ég leitað til persónuverndarfulltrúa og verkefnastjóra innan fyrirtækisins og það er búið að gera GDPR úttekt og persónuverndarstefnu áður en kerfið er komið í loftið.

Það er ekki sjálfssagt að svona nýsköpunarverkefni geta farið af stað innan stærri fyrirtækja. Fyrirtækið þarf að vera tilbúið til að styðja við starfsfólk sem kemur með nýjar hugmyndir og leyfa því að þróa lausnir þrátt fyrir að það kosti tíma og fjármuni. Að hafa sterkt bakland innan fyrirtækisins, þar sem stjórnendur trúa á verkefnið og veita því svigrúm til að vaxa, er lykilatriði. Stuðningur stjórnenda og samstarfsmanna hefur verið ómetanlegur.

Höfundur: Kristinn Guðnason, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildaskrá:
Christensen, C. M. (1997). The innovator's dilemma: When new technologies cause great firms to fail. Harvard Business Review Press.

Skoðað: 229 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála