Skip to main content
30. nóvember 2023

UTmessan 2. og 3. febrúar 2024

UTmessan logoÞað styttist í hina árlegu UTmessu og hefur áhugi á viðburðinum sjaldan verið meiri. Dagskrá ráðstefnunnar verður hún birt á morgun, 1. desember 2023. Opið er fyrir skráningu á ráðstefnuna og hægt að tryggja sér miða og vera meðal þeirra 1.200 ráðstefnugesta sem mæta. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins ásamt erlendum aðilum taka þátt í UTmessunni og sjá til þess að gestir fái að sjá og upplifa það sem hæst ber í tæknigeiranum hverju sinni.

Markmið UTmessunnar er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er og reyna að fjölga þeim sem velja sér tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang. UTmessan skiptist í ráðstefnudag og tæknidag ásamt viðburðum tengdum UTmessunni dagana þar í kring.

Föstudagur 2. febrúar: Ráðstefnudagur – fyrir fagólk í upplýsingatæknigeiranum
UTmessan er ein stærsta tölvuráðstefna sem haldin er á Íslandi með 10 þemalínur. Yfir 50 innlendir og erlendir fyrirlesarar stíga á svið og segja frá áhugaverðum viðfangsefnum og nýjungum. Fyrirlestrarnir eru ávalt mjög fjölbreyttir og gefa innsýn inn í framtíðina. Hefð hefur verið fyrir því að hæstráðendur stóru samstarfsaðila UTmessunnar séu fundarstjórar á ráðstefnulínunum og taka þeir alltaf jafn vel í að vera með. Auk ráðstefnunnar er sýning yfir 60 fyrirtækja á sýningarsvæðinu sem er opin fyrir ráðstefnugesti.

Uppselt hefur verið á ráðstefnu UTmessunnar síðustu árin og færri komist að en vilja. Heildardagskrá ráðstefnunnar er að finna á www.utmessan.is

 

Laugardagur 3. febrúar: Tæknidagur - fyrir almenning
Tæknidagurinn er fyrir alla fjölskylduna og aðra sem vilja sjá hvað er að gerast í tölvugeiranum og upplifa nýjustu tækni. Sýning tölvu- og tæknifyrirtækja er opin allan daginn og kostar ekkert inn. Alls kyns getraunir og leikir í gangi og margt fleira skemmtilegt í boði til að svipta af hulunni af dulúð tölvuheimsins, bæði fyrir börn og fullorðna. Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema HÍ er hluti af tæknidegi UTmessunnar ásamt mörgum skemmtilegum atriðum.

Gífurlegur fjöldi hefur lagt leið sína á tæknidag UTmessunnar í gegn um árin og hvetjum við alla til að mæta með fjölskylduna og eiga skemmtilegan tæknidag í Hörpu. Nánari upplýsingar um hvað verður í boði á tæknideginum verður að finna á www.utmessan.is þegar nær dregur.

Allt um UTmessuna er að finna á www.utmessan.is

Skoðað: 503 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála