Skip to main content
9. nóvember 2023

Hver mun kenna mér?

Brynjar Arturo Soto Erwinsson

Brynjar Arturo Soto ErwinssonGervigreind breiðist um menntakerfið
Nú eru að koma tímamót, þar sem gervigreindin er að breiðast út og þar með breytast vinnu- og verkferlar. Nemendur hér áður fyrr þurftu fylgjast með og afla sér upplýsinga, þó það sé auðvitað enn gert, er það gert á annan máta. Nemendur eru farnir að nýta sér gervigreind til uppflettinga, í stað þess að kaupa bækur, spyrja kennara, eða eyða tíma í að koma með lausn.

Gervigreindin er ekki ný í sjálfu sér en hefur þróast í að því að verða almenn og fáanleg. OpenAI hefur núna búið til almennan spjall-bot, sem hefur verið þjálfað á internetinu stóra, og þannig breytt uppflettingu internetsins til framtíðar.

Nú þegar skv. könnun í Bandaríkjunum hafa 30% nemenda notað ChatGPT fyrir ritgerðir, þar af 60% fyrir helming ritgerða og 80% telja það til svindls en nota það samt sem áður [1].

Er menntakerfið tilbúið?
Þegar ChatGPT kom út lok 2022, var það mikið bylting og oft talað um það. Þá gat fólk beðið um hluti og fengið eitt „mannlegt“ svar, í stað þess að fletta upp og leita eftir mörgum lykilorðum, hvort sem það var fyrir stærðfræði, eða ritgerð. En skólar voru margir hverjir ekki tilbúnir fyrir hæfileika ChatGPT, og þurfa kennarar að aðlaga sig að þessum breytingum. Með ChatGPT hafa nemendur miklu greiðara aðgengi að netinu, þar sem þeir geta fengið hnitmiðað „mannlegt“ svar, byggt á upplýsingum frá internetinu stóra. Þetta er eitthvað sem menntakerfið þarf að þola þar sem gervigreindin býður líka upp á jákvæða hluti á borð við að vera leiðbeinandi sem aðlagast að notandanum.

Svindl milli nemenda með hjálp gervigreindar verður algengara, þar sem öll geta beðið, ekki einungis um svar, heldur einnig lausn. Ekki nóg með það,  ChatGPT getur skrifað heilu ritgerðirnar sem fellur undir ritstuldur, ef nemendur nota skrif gervigreindarinna eða jafnvel hana sem heimild. Guðjón Hauksson talar um að framhaldsskólar þurfi að skoða hvar þau standi, að kennarar eigi ekki að fara yfir skilaverkefni sem gervigreind hefur skrifað, heldur fara betur í að efla félagsfærni í staðinn [2]. Aftur á móti talar Sigurður Garðarsson um að þetta sé eltingaleikur.

Hvort eflist gervigreindin fyrst eða búnaðurinn sem greinir hvort um gervigreindarstuldur sé að ræða [3]? Notkun gervigreindar á þennan hátt getur leitt af sér slæma hluti. Nemendur geta orðið verða háð því að vera mötuð á upplýsingum, læra ekki að hugsa sjálfstætt, og byggja ekki upp hæfni til að leysa vandamál. Í staðinn, ef halda á áfram með ritgerðir, má hafa þær styttri, skrifaðar í köflum og á blaði eða einhverju tæki útvegað af skólanum sem ekki hefur gervigreind í sér. Í þeim tilgangi að efla skilning á námi og ímyndunarafli ef á við.

En þar með er ekki öll von úti. Hægt er að nota tæknina á skynsaman hátt, sumt augljóst, annað þarf kannski að leiðbeina í námi. Kevin Roose segir „Ekki banna ChatGPT, kennið með því.“, enda er þetta komið til vera og mun það aðeins verða betra. Það er hægt að nýta ChatGPT til að biðja um fasta texta (e. Boilerplate) í forritun, útbúa spurningar úr grein og/eða einhverju efni, bera saman greinar og fá úrdrætti með feikigóða nákvæmni [4]. Síðast en alls ekki síst er hægt biðja um endurtekin dæmi til að efla skilning, þar sem fyrir eru mögulega bara tvenn eða þrenn dæmi af hverri dæmatýpu í vinnuhefti. Einnig má spyrja betur út í dæmið og fleira. Þetta myndi efla skilning nemandans þar sem hann fær persónulegan „aðstoðar kennara“ beint í vasann.

Hvert erum við komin?
Það þýðir þó ekki að menntakerfið hafi verið gervigreindarlaust hingað til, Gradescope frá Turnitin, nýtir sér gervigreind til yfirferðar skilaverkefna [5]. Eins notast Grammarly við gervigreind fyrir yfirferð texta og er búið að þróast í sömu tækni og ChatGPT þannig að hægt sé aðlaga sig eftir samhengi og rithætti aðilans. Þar með búið til texta í réttu samhengi, leiðbeint og leiðrétt og aðlagað sig að rödd notandans til að geta skrifað það sem þau segja [6].

Github CoPilot og Tabnine hafa einnig sýnt ótrúlegustu hluti í forritunar bransanum. Áður var jú hægt að búa til snið og fylla kjarna gildi sem flýtiaðferð. Nú geturðu beðið CoPilot um fall sem tekur inn og skilar einhverju, og það skrifar fallið fyrir þig. Tabnine lærir hins vegar á hegðun þína og hvað þú hefur skrifað nýlega, hvaða samhengi og hjálpar þér þannig með sjálfvirka útfyllingu og tillögur að orðum.

Framtíðar menntakerfi
Framtíðin er óljós, en eitt er þó víst, gervigreind verður hluti af vinnuumhverfi framtíðarinnar. Mikið er hægt að spá og spekúlera í framtíðina, en aftur á móti er það bara spá. Skólar mega ekki hverfa í framtíðinni, þannig að hver og einn læri með sínum persónulega gervigreindarkennara sem aðlagar sig að þeirra þörfum. Mannleg samskipti finnst mér mikilvæg og skólar eru ekki einungis til að stunda nám, heldur einnig að læra siðferði, aðlögun að samfélaginu og félagsfærni yfir höfuð. Færi þetta eins og nefnt er að ofan myndi nemandinn ekki læra að höndla aðstæður sem hentar honum ekki, t.d. því hann hefur ekki eflt hæfni til að leysa vandamál, sökum þess að vera mataður upplýsinga og gervigreindin aðlagast að honum, svo fátt eitt sé nefnt.

Hins vegar væri annað mál að hafa mannlegan kennara og aðstoðar kennara sem gervigreind í einhverjum sýndarveruleika. Það væri möguleg framtíð, þar sem gervigreindin undir stjórn kennarans eða nemandans gæti aðstoðað við að breyta umhverfinu, eða að stjórna hlut þannig að það auki skilning á t.d. eðlisfræðinni, eða einhverju hugtaki á sjónrænan hátt, eða hvað svo sem það væri.

Höfundur: Brynjar Arturo Soto Erwinsson, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir
[1] Intellect, „Nearly 1 in 3 College Students Have Used ChatGPT on Written Assignments,“ 23 janúar 2023. [Á neti]. Available: https://www.intelligent.com/nearly-1-in-3-college-students-have-used-chatgpt-on-written-assignments/. [Skoðað 23 september 2023].
[2] M. H. Erlingsdóttir, „https://www.visir.is/g/20232407745d/til-gangur-kennarans-ekki-ad-lesa-rit-gerdir-eftir-gervi-greind,“ 30 apríl 2023. [Á neti]. Available: https://www.visir.is/g/20232407745d/til-gangur-kennarans-ekki-ad-lesa-rit-gerdir-eftir-gervi-greind. [Skoðað 23 september 2023].
[3] V. Ö. Pétursson, „Háskólinn glímir við gervigreindina,“ 17 apríl 2023. [Á neti]. Available: https://www.visir.is/g/20232403486d. [Skoðað 23 september 2023].
[4] K. Roose, „Don’t Ban ChatGPT in Schools. Teach With It.,“ 12 janúar 2023. [Á neti]. Available:https://www.nytimes.com/2023/01/12/technology/chatgpt-schools-teachers.html. [Skoðað 23 september 2023].
[5] E. Wang, „Turnitin Tech Talk: Artificial Intelligence and Machine Learning at Turnitin,“ 21 apríl 2020. [Á neti]. Available: https://www.turnitin.com/blog/artificial-intelligence-and-machine-learning-at-turnitin. [Skoðað 23 september 2023].
[6] Grammarly, „GrammarlyGO Brings Personalized Generative AI to Your Writing Process,“ 25 apríl 2023. [Á neti]. Available: https://www.grammarly.com/blog/grammarlygo-personalized-ai-writing/. [Skoðað 23 september 2023].

Skoðað: 480 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála