Skip to main content
8. júní 2023

Er sýndarveruleiki framtíð menntunar?

Fjóla Björk Helgadóttir

Fjóla Björk HelgadóttirTæknin er sífellt að þróast og er mikilvægt að menntunarkerfið þróist með. Margir rafrænir möguleikar eru til staðar í dag sem hægt er að nýta í námi og kennslu. Flest allt er orðið rafrænt í dag og eru ýmsir ávinningar við það að nota tækni í námi. Helstu ávinningarnir eru meðal annars að nemendur hafa meira úrval af efni sem auðvelt er að nálgast, nemendur hafa internet aðgang hvar sem er, hvenær sem er, tæknin veitir nemendum grípandi og skemmtilega námsupplifun og hjálpar nemendum að öðlast nýja þekkingu og læra nýja færni. Notkun tækni í menntun er að verða sífellt vinsælli og eru menntastofnanir að leitast við að veita nemendum sínum bestu mögulega menntun. Tæknin gefur nemendum tækifæri til þess að læra á mun hraðari máta heldur en ef þeir höfðu ekki aðgang af þessari tækni sem við höfum í dag (Lim, 2021).

Í menntun er notað nýja tækni til þess að bæta námsferlið, lengi hefur verið rætt hvort ætti að nota sýndarveruleika (e. virtual reality) í námi en eitt af helstu áskorunum við Það var óviðráðanlegt verð fyrir menntastofnanir. Sýndarveruleikinn hefur þróast síðan þá og er tæknin uppfærð, ódýrari og aðgengilegri en hún hefur nokkuð tímann verið (Hussein og Nätterdal, 2015) En hvað er sýndarveruleiki?

Sýndarveruleiki (e. virtual reality) er tölvulíkön sem líkir eftir afmörkuðu sviði raunveruleikans. Flughermar hafa notað sýndarveruleika til þess að þjálfa flugmenn frá 7. áratug 20 aldar. Tæknin hefur þróast mikið síðan þá og er nú hægt að nota sýndarveruleikann í tölvuleikjum og gefur notandanum þá hugmynd að hann sé í allt öðrum heimi heldur hann er í raun og veru.

Sýndarveruleiki er í raun blekking. Sá sem er í flughermi upplifir umhverfið eins og hann sé í alvörunni að fljúga flugvél en í raun situr hann aðeins inni í kassa. Upplifunin er hins vegar raunveruleg og er þetta góð leið til þess að kenna verðandi flugmönnum án þess að leggja neinn í hættu (Ólafur Páll Jónsson, 2005). Hvernig nýtist sýndarveruleiki í námi?

Sýndarveruleiki (VR) gerir nemendum kleift að læra í gengum reynslu. Með VR geta nemendur ferðast um heiminn, kafað í djúp og flókin hugtök og upplifað nám beint í lófa þeirra, allt úr öruggu og kunnugu umhverfi, í kennslustofunni. Til eru óteljandi kostir við að nota VR í námi og hafa rannsóknir sýnt að VR er áhrifaríkari námstækni heldur en aðrar hefðbundnar kennsluaðferðir. VR skapar meiri tengsl á milli námsgreina og umhverfis og hjálpar nemendum að ná betri skilning. Kostir sýndarveruleika í námi eru meðal annars, aukinn minnisstyrkur og varðveisla þekkingar, aukin spenna og þátttaka í kennslustofunni, bætir athygli nemenda, eykur skilning á flóknum viðfangsefnum, byggir upp tilfinningalega greind, meðvitund og skilning, bætir samskipti og samvinnufærni, bætir námsárangur o.fl. Í stuttu máli þá hjálpar sýndarveruleiki menntun með því að búa til yfirgripsmikla kennslustundir sem eru eftirminnilegar og áhrifaríkar fyrir nemendur. Þessi reynsla sem nemendur fá úr VR bætir námsárangur og hjálpar nemendum að byggja upp færni í mannlegum samskiptum eins og samvinnu, samkennd og félagsfærni sem þarf til framtíðar.

Sýndarveruleiki er gríðarlega öflugt kennslutæki sem er framtíð menntunar (Advantages of virtual reality in education, 2022). Sýndarveruleiki getur verið notaður í ýmsum fögum, svo dæmi sé nefnt, rkiteaktúr, læknisfræði, tungumál, saga, líffræði og margt fleira.

Arkitektúr
Með VR geta nemendur búið til þrívíddar módel af hönnun sinni og gengið í gegnum hana til að átta sig betur á hönnuninni þeirra og þannig fundið mögulega galla sem hægt er síðan að laga og betur bæta (Árni Fannar Þráinsson og Sindri Sigurjónsson, 2014).

Læknisfræði
Skurðlæknar og læknar læra með því að fylgjast með aðgerðum, en ókosturinn er sá að þeir sjá ekki það sem sjálfur skurðlæknirinn sér, sem er að framkvæma aðgerðina. Með VR er það hins vegar hægt, skurðlæknar í Frakklandi nýttu sér tækni þessa og tóku upp aðgerð til þess að geta nýtt seinna meir í kennsluefni. Til þess að ná að mynda í þrívídd notuðu þeir GoPro Dual Hero kerfi sem notar tvær myndavélar. Með þessari tækni geta nemendur séð það sem sjálfur skurðlæknirinn sá í aðgerðinni (Árni Fannar Þráinsson og Sindri Sigurjónsson, 2014).

Tungumál
Með VR geta nemendur valið sér algengar aðstæður, t.d. verslun, banka, veitingarstaði o.fl. og átt samtöl sem eru sérsniðin til þess að hjálpa nemendum að læra tungumálið (Top 3 educational subjects that will benefit from VR, 2018).

Saga
Með VR er hægt að fara með nemendur aftur í tímann og sjá atburði gerast fyrir framan þá. Að getað upplifað söguna í gengum VR mun hafa varanleg áhrif á hvernig nemendur muna eftir því. Hægt er að láta nemendur taka þátt í augnablikinu í fyrri tíð og látið þá upplifa sig sem hluti af sögunni (Top 3 educational subjects that will benefit from VR, 2018).

Líffræði
Með VR er hægt að kanna mismunandi líkamshluta sem ekki væri hægt í raunverulegum heimi. Með VR eru engar takmarkanir og leyfir það nemendum að einbeita sér að ákveðnum hlutum og geta þeir sniðið þetta ferðalag til að hjálpa til við að ná fræðslumarkmiðum (Top 3 educational subjects that will benefit from VR, 2018)

Lokaorð
Sýndarveruleiki er framtíðin og virðist vera hægt að nýta þessa tækni í flest fög, bæði fyrir yngri nemendur og eldri. Sýndarveruleikinn er áhrifarík leið fyrir nemendur að læra og tel ég þetta vera mun betri leið heldur en hefðbundnar kennsluaðferðir sem hafa verið í gengum tíðina. Að lesa bækur og hlusta á fyrirlestrar er orðið smá úrelt og ekki besta leiðin til þess að læra að mínu mati. Nemendur læra betur í gegnum reynslu, með því að sjá og prófa sjálf, einnig er þetta mjög spennandi og getur aukið áhuga nemenda á námsefninu.

Höfundur:  Fjóla Björk Helgadóttir, nemandi við Háskólann í Reykjavík

 

Heimildir:

Advantages of virtual reality in education. (2022). Class VR. https://www.classvr.com/blog/advantages-of-virtual-reality-in-education/#:~:text=So%2C%20in%20summary%20virtual%20reality,skills%20needed%20for%20the%20future.

Árni Fannar Þráinsson og Sindri Sigurjónsson. (2014). Hvað er sýndarveruleiki. Ský. https://www.sky.is/index.php?view=article&id=2193:hvadh-er-syndarveruleiki&catid=76&highlight=WyJzXHUwMGZkbmRhcnZlcnVsZWlraSIsInNcdTAwZmRuZGFydmVydWxlaWtpbm4iXQ==

Hussein, M. og Nätterdal, C. (2015). Virtual reality: the next step to future of education. Guepa. https://gupea.ub.gu.se/bitstream/handle/2077/39977/gupea_2077_39977_1.pdf?sequence=1&isAllowed=y

Lim, A. (2021). Educational technology: how important is it in today‘s education industry. Elearning industry. https://elearningindustry.com/how-important-is-technology-in-todays-education-industry

Ólafur Páll Jónsson. (2005). Hvað er sýndarveruleiki. Vísindavefurinn. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=4703

Top 3 educational subjects that will benefit from VR. (2018). Pocket sized hands. https://pocketsizedhands.com/blog/top3educationalsubjectsthatwillbenefitfromvr/

Skoðað: 720 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála