Skip to main content
22. september 2022

Söfnun persónuupplýsinga á netinu

arnaÍ dag reynist það forritum auðvelt að sækja sér upplýsingar um notendur. Snjallsímarnir sem við göngum með á okkur geta til dæmis hljóðritað samræður sem við eigum, notað svokölluð fótspor til að vista hjá sér hvað við skoðum á internetinu. Þar af leiðandi geta þau vitað hvað það er sem vekur áhuga okkur og t.d. auglýst vörur sem við höfum leitað uppi eða eitthvað slíkt. Þetta veldur ákveðinni ógn fyrir okkur sem samfélag og má því spyrja sig hvar liggja mörkin á þessu sviði?

Sífellt fleiri einstaklingar huga að þessu og finnst ógnvekjandi að hugsa til þess að tæknirisar gætu í rauninni vitað meira um okkur heldur en við sjálf gerum.

Persónuvernd

Sú gríðarlega tæknibylting sem hefur átt sér stað undanfarin ár hefur þróast í þá átt að meðferð persónuupplýsinga stendur frammi fyrir ógn þar sem sífellt fleiri gögn um einstaklinga safnast saman bæði hjá einkafyrirtækjum, hinu opinbera og sveitarfélögum. Við verðum samt að átta okkur á að við sem einstaklingar erum ítrekað að gera þessum stofnunum og fyrirtækjum auðvelt fyrir með því að gera persónuupplýsingar um okkur aðgengilegar.

Við vitum flest öll hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki eða stofnanir að safna sér upplýsinga um okkur, en það virðist sem okkur sé orðið nokkurn veginn sama upp að vissu marki. Fyrir mitt eigið leyti til dæmis, þá finn ég stend ég mig oft að því að samþykkja notkun fótspora á vefsíðum, sem gerir þeim kleift að safna saman þeim upplýsingum sem ég leitaði uppi.

Við notum snjallsímana okkar, tölvur og fleira dags daglega og skoðum þar allt mögulegt sem þessi tæki vista svo hjá sér. Símarnir okkar til dæmis hlusta á okkur tala og hver hefur ekki lent í því að vera tala um ákveðna vöru við vini sína og fimm mínútum seinna sprettur upp auglýsing um umrædda vöru þegar við flettum í gegnum Instagram.

Við getum því ekki gleymt okkur í því að ræða hvað þessi forrit hafa mikil völd þar sem við erum í auknum mæli sjálf að gefa leyfi fyrir þessari þróun. Að mínu mati er þetta þróun í neikvæða átt.

Þau gögn sem Facebook varðveitir um okkur

Zeynep Tufekci kom fram í Ted talk þar sem hún talaði um þau gögn sem Facebook hefur að geyma um okkur sem notendur. Þetta er í rauninni miklu meira heldur en manni hefði getað grunað og sýnir því enn og aftur hvað þetta í getur talist sem brot á persónuvernd. Jafnvel þó þú byrjir að skrifa einhver skilaboð til vinkonu/vin en hættir síðan við og strokar þau út, þá geymir Facebook samt gögn um þessi skilaboð sem þú skrifaðir og greinir þau.

Fyrirtæki eins og Facebook vilja auðvitað halda sinni markaðshlutdeild og með því að gera það þurfa þeir að halda okkur sem notendum inn á þeirra forriti. Til þess að halda okkur inná Facebook notast þeir við djúpt eftirlit til þess að hver og einn búi við ákveðinn „algorithm-a“. Hann er búin til með því að rannsaka hvert atriði eins mikið og mögulegt er. Þetta geta verið atriði eins og þjóðerni, trúar- og stjórnmálaskoðanir, persónueinkenni, greind, hamingju, notkun ávanabindandi efna, aðskilnaður foreldra, aldur og kyn. Allt þetta getur forritið fundið út aðeins með því að skoða „facebook likes“. (Zeynep Tufekci, munnleg heimild, 2. mars 2018).

En Facebook er einungis dæmi um einn tæknirisa af mörgum sem hafa gríðarleg völd með því að sækja sér persónuupplýsinga um notendur sína.

Neikvæð þróun

Það sem ég tel vera mikla ógn og sennilega neikvæðasta atriðið í þessari tæknibyltingu er hversu auðvelt það er orðið að ná til barna með þessu. Þegar mín kynslóð ólst upp hafði gríðarleg tækniþróun átt sér stað og mikið notast við tækni samanborið við til dæmis æskuár foreldra okkar. En í dag er þetta komið mikið lengra og of mikið í neikvæða átt.

Krakkar í dag eru gríðarlega háð snjalltækjum og geta eytt klukkustundunum saman í að horfa á Youtube. En ein ástæða þess er klárlega sú að Youtube, eins og aðrir tæknirisar, aflar sér upplýsinga um börnin sem notendur. Þeir safna upplýsingum um það sem börnin horfa reglulega á, geta þannig nokkurn veginn greint á milli kynja, aldurs, þjóðernis áhugamála.

Þetta lætur börnin að sjálfsögðu festast í tækjunum og oft eru þau leidd í gildrur sem sýna þeim virkilega skrítin og í mörgum tilfellum óviðeigandi myndbönd. Hins vegar kom ákveðin lausn við þessu vandamáli þegar Youtube Kids kom á markaðinn. Þar inni eru myndbönd síuð út og er mun minna magn af óviðeigandi eða skrítnum myndböndum þar að finna.

Þetta, ofnotkun og óviðeigandi notkun barna, er eitthvað sem þarf að huga að og breyta í rétta átt að mínu mati.   

Höfundur: Arna Ormarsdóttir nemandi í Háskólanum í Reykjavík

Heimildir

Helga Þórisdóttir. (28. janúar 2017). Tæknibylting – er von fyrir persónuvernd?

Persónuvernd.is. https://www.personuvernd.is/personuvernd/frettir/nr/2189

https://twitter.com/tedtalks/status/976549911759147008

Skoðað: 564 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála