Skip to main content
13. febrúar 2020

Þjálfun heilans með notkun tölvubúnaðar

vidirFyrsta upplifun mín á þjálfun heilans með notkun tölvunnar var árið 2004 þegar ég kynntist hugbúnað sem heitir BrainWave Generator. Ég fann forritið eftir stutta leit á google, það átti að auka afköstin í lærdómnum sem var megin ástæðan fyrir því að ég náði í þetta forrit. Þetta átti líka að hjálpa með streitu og bæta svefn með að spila ákveðna tóna sem átti að þjálfa heilann. Þá notaði ég þetta forrit mjög mikið og taldi trú um að það myndi virka sem það gerði síðan ekki, eftir það varð ég mjög efins um að finna eitthvað líkt sem gæti hjálpað mér að bæta afköst hugans.

Það er vitað að hugarleikfimi getur verið gott til að þjálfa hugann, hvort sem það er lestur, tölvuleikir, borðspil eða skólaganga þá getur þetta allt styrkt okkar vitsmuni á mismunandi sviðum.

Sumir eiga samt í erfiðleikum með að læra nýja hluti vegna einbeitingaskorts. Talið er að meira en 5% barna séu greind með ofvirkni eða athyglisbrest þar sem þau hafa í erfiðleikum með að halda einbeitingu en ná því í svo stuttan tíma í senn. Stutt einbeiting þeirra getur haft alvarleg áhrif á getu þeirra í námi og lífi [1]. Talið er að lyf hafi hjálpað fólki með þessar greiningar, en er hægt að þjálfa einbeitingu? Hvernig má þá nota tæknina í dag til þess að hjálpa fólki með þessar raskanir? Margir þættir geta haft áhrif á getu fólks til að einbeita sér hvort sem það er svefnleysi, þreyta, mataræði eða annað, en hvað er þá til ráða?

Neurofeedback

Neurofeedback er ákveðin taugameðferð sem notar aðferð til að greina heilabylgjur, þessar helstu flokkar kallast delta, theta, alpha, beta og gamma bylgjur sem skila frá sér ákveðna tíðni sem er hægt að mæla. Tíðnin er mælanleg í okkur með notkun rafskauta á yfirborði höfuðsins. Rafskaut mæla þá í raun rafvirkni heilans en einnig tengt við  tölvubúnað sem getur greint þessar bylgjur og skipt þeim niður í þessa flokka. NF hefur verið notað til að meðhöndla flogaveiki, mígreni, athyglisbrest, ofvirkni o.fl.[2,3].

En hvernig fer þessi taugameðferð fram? NF forrit eru ýmis með myndband í gangi á skjá fyrir framan notandann, myndbandið fer þá í gang ef heilabylgjur mælast í ástandi sem óskað var eftir [4], það ástand getur verið að beta bylgjur séu í fullri uppsveiflu í mælingum. Beta bylgjur eiga að merkja að viðkomandi hefur náð mikilli einbeitingu og því heldur myndbandið áfram að spila, um leið og viðkomandi missir einbeitinguna, minnkar alpha tíðnin og þá stöðvast myndbandið [5]. Þarna myndast virk endurgjöf sem einstaklingar fá til baka til að gera sér grein fyrir því hvenær þau missa einbeitinguna og talið er að það sé hægt að ná betri einbeitingu með þessari meðferð.

Rannsóknir á sjúklingum með ADHD (ofvirkni með athyglisbrest) hafa sýnt minni virkni á beta heilabylgjum í fremri hluta heilans á meðan hjá eðlilegu fólki hefur mælst hærri virkni theta og beta [5]. Það hefur verið umdeilt hvort NF hafi einhver langvarandi jákvæð áhrif á vitsmuni heilans, NF er mjög kostnaðarsamt og vantar fleiri rannsóknir til þess að staðfesta að þetta raunverulega virki [6]. Tæknin hefur þróast svo ört að það má vel vera að NF græjur fáist á almennum markaði innan nokkura ára á skikkanlegu verði.

Stjórna tölvu með huganum

Erfitt hefur verið að segja hvort NF virki raunverulega vegna þess að það eru svo margir þættir fyrir og eftir meðferðina sem hafa áhrif til þess að skila einhverjum nákvæmum niðurstöðum á virkni þess, hinsvegar hafa vísindamenn hjá Stanford háskólanum náð að tengja búnað við hausinn á húðina fyrir ofan hreyfibarka svæðið. Með því að taka upp heilabylgjur þaðan hafa þeir náð að reikna út hvernig er hægt að færa músabendil í tölvu með hugsunum, einnig náðu þau að skrifa 12-14 stafi á mínútu sem gera um 6 orð [7]. Þetta er skref í áttina að framtíð tækninnar, þar sem almennur notandi gæti sleppt því að nota lyklaborðið en notað í staðinn röddina eða hugann til að stjórna aðgerðum í tölvunni.

Tækni framtíðarinnar

Í dag hafa menn verið að þróa augmented reality með gleraugum, þar sem gleraugun er tölva með skjá en þú sérð umhverfið. Microsoft er búið að þróa slíkan búnað sem heitir Hololens. Með því að nota þessi gleraugu er hægt að breyta umhverfinu í kringum þig með höndunum eins og snertiskjá í loftinu. Með þessari græju er hægt að vafra um netið, horfa á sjónvarpið, spila tölvuleiki o.m.fl. [8]

Það verður áhugavert að sjá hvort þetta þróist þannig að forritarar framtíðarinnar muni nota hugan í stað lyklaborðs til að smíða forrit.

Höfundur: Víðir Snær Svanbjörnsson, nemandi við Háskólann í Reykjavík

Heimildir:

[1] „Attention deficit hyperactive disorder (ADHD): Overview“, 20. Sep. 2018. [Rafrænt]. Af: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK321129/ Sótt: 22. Sep. 2019.
[2] Madeleine Hetkamp et al., „A Systematic Review of the Effect of Neurofeedback in Cancer Patients“, 5. Mar. 2019. [Rafrænt]. Af: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6416750/ . Sótt: 22. Sep. 2019.
[3] „Neurofeedback“. [Rafrænt]. Af: https://www.psychologytoday.com/intl/therapy-types/neurofeedback Sótt: 22. Sep. 2019.
[4] „What is neurofeedback?“. [Rafrænt]. Af: https://brainworksneurotherapy.com/what-is-neurofeedback Sótt: 22. Sep. 2019.
[5] Mahtab et al. „Changes of the brain‘s bioelectrical activity in cognition, consiousness, and some mental disorders“, 3. Sep. 2017. [Rafrænt]. Af: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5804435/ Sótt: 22. Sep. 2019.
[6] Zawn Villines. „Is neurofeedback effective for treating ADHD?“, 9. Okt. 2018. [Rafrænt]. Af: https://www.medicalnewstoday.com/articles/315261.php Sótt: 22. Sep. 2019.
[7] Bruce Goldman. „Brain-computer interface advance allows fast, accurate typing by people with paralysis“, 21. Feb. 2017. [Rafrænt]. Af: https://med.stanford.edu/news/all-news/2017/02/brain-computer-interface-allows-fast-accurate-typing-by-people-with-paralysis.html Sótt: 22. Sep. 2019.
[8] „HoloLens 2“. [Rafrænt]. Af: https://www.microsoft.com/en-us/hololens Sótt: 22. Sep. 2019.

Skoðað: 1157 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála