Skip to main content
10. July 2018

Sumarfrí!

rigningSjálfsafreiðsla þarf ekki að vera tæknivædd eins og Litla fiskbúðin á Tálknafirði sannar en við sem stöndum að Tölvumálum erum meira að horfa á tæknina í þessu samhengi. Því höfum við ákveðið að þemað í ár verði Sjálfsafgreiðsla í prentaðri útgáfu af Tölvumálum sem kemur út í haust. Við höfum áhuga á að skoða helstu strauma og stefnur, hvað er verið að gera, hvað gengur vel og hvað ekki og hver mun þróunin verða. Um leið og við förum í sumarfrí til að njóta rigningarinnar þá minnum við á að enn er hægt að skila inn greinum í blaðið og hvetjum við alla til að nýta inniveruna til að skrifa spennandi greinar. Komum aftur 16. ágúst.

Fyrir hönd ritnefndar Ásrún Matthíasdóttir asrun@ru.is

Skoðað: 1320 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála