Skip to main content
5. október 2017

Snjallúr

oliSnjallúr eru fyrstu handfrjálsu snjalltæki sem hafa verið gerð, tölvuvætt úr sem styðja þétt við notendur. Snjallúr í dag eru í raun og veru litlar tölvur sem geta keyrt upp stýrikerfi sem ætluð eru fyrir snjallsíma, en þau hafa ekki alltaf verið jafn fín og þau eru í dag. Fyrstu kynslóðir snjallúra buðu upp á takmarkaða grunnmöguleika eins og reiknisvél, tíma og þýðingu [5]. Síðan þá hafa snjallúr tekið gíganískum framförum, í dag geta þau verið mjög hentug og hjálpsöm, en eru þau þess virði að kaupa?

Snjallúrin áttu að vera 50 billjón dollara markaður fyrir 2020, en hefur hrapað niður um 70% [6] , svo það er óhætt að segja að þau hafa aldrei náð þeim vinsældum sem ætlast var til þeirra. Í nokkurn tíma var það talið vera hættulegt að byrja framleiða snjallúr og með samkeppni milli stóru snjalltækja framleiðendurna eins og Google, Samsung, Apple og fleiri, hafa snjallúr aldrei náð eins langt í vinsældum og í dag.

Þau eru sérstaklega hönnuð til að bæta snjallsímanotkun okkar með bluetooth tengingu við símann og er markmið þeirra í þeim eina tilgangi notað til að einfalda líf okkar [4] . Snjallúrin bjóða upp á skemmtilega og þægilega möguleika fyrir almúgann. Hvort við munum sjá snjallúrin blómstra eins og snjallsíminn og spjaldtölvan gerðu í framtíðinni er eitthvað sem er mjög óljóst í hugum margra.

En af hverju hafa snjallúrin ekki náð lengra í vinsældum, hvað er gott við úrin og hvaða gallar eru að hindra vinsældir snjallúra?

Kostir
Fólk vill vissulega vera vel upplýst og tengd við heiminn, og að geta séð það helsta sem er í gangi á úlnliðinum sínum gæti reynst hjálpsamlegt, sérstaklega því að símar geta verið óviðeigandi á einstökum stöðum. Snjallúr eru með innbyggt staðsetningatæki, þau geta móttekið skilaboð/símtöl, svarað þeim, leyft okkur að vafra um á netinu og jafnvel gert okkur kleift að taka myndir, svo eitthvað sé nefnt. Það er enginn vafi um að snjallúrin séu hentugur kostur fyrir þá sem vilja helst minnka við sig farsímann.

Handfrjáls → Snjallúrin leyfa okkur að fá og senda skilaboð, hafa samskipti við aðra án þess að þurfa nota hendurnar. Minni líkur að þú missir af símtölum því titringurinn er mun meira áberandi á hendinni heldur en þegar síminn titrar til dæmis í vasanum. Samt sem áður var hugmyndin sú að þetta sé minna truflandi, og getur notandi séð hvort skilaboðin séu þess virði til að skoða á augnablikinu. Fólk er gjarnan í símanum í umferðinni og gæti úrin dregið úr því [2] .

Persónulegar upplýsingar → Núna geta snjallúrin fengið persónulegar upplýsingar um notandann, með hjálp Machine Learning geta úrin fylgst með því sem notandi gerir og gefið notanda uppástungur á til dæmis æfingaáætlun, þetta gæti verið mjög hjálpsamlegt fyrir heilsumarkaðinn [2] .

Persónulegur aðstoðarmaður → Fleiri og fleiri fyrirtæki eru nú að setja Artificial Intelligence inn í úrin sem leyfa notendum að tala við úrin í stað þess að skrifa, þetta getur reynst gott þegar verið er að skrifa skilaboð eða reyna ná í einhvern, sérstaklega við akstur [1].

Tónlist → Snjallúr leyfa notendum að hlusta á tónlist í gegnum bluetooth tengingu, það er mun þægilegra en að bera símann sinn í vasanum og tengst svoleiðis í stað þess að vera með lítið og létt úr á hendinni sem leyfir okkur að hlusta á uppáhalds tónlistina okkar við heilsurækt.

Gallar

Snjallúr eru ekki ódýr og eru sífellt að uppfæra sig líkt og símarnir og því geta þau fljótt orðið “out-of-date”. Snjallúrin munu líklegast aldrei koma í stað fyrir síma því úrin fá helstu virknina sína frá símunum sem þau eru tengd við.

Nákvæmni gagna → Flest öll snjallúr hafa mæli á ólinni eða aftan á umgjörðinni sem mæla t.d. hjartslátt, svefn og annað, en því miður eru úrin ekki komin nógu langt til að geta verið mjög nákvæm þegar það kemur að mæla allskyns upplýsingar um heilsu [2] .

Rafhlöðuending → Þetta hefur verið eitt helsta áhyggjuefni þegar það kemur að snjallúrum. Rafhlaðan getur þraukað upp að tveimur sólarhringum og mun að vissu leiti dafna með notkun, það vilja því flestir ekki þurfa vera hlaða úrið sitt á hverju kvöldi til að geta notað það degi seinna og hefur þetta reynst erfitt fyrir notendur og gleyma þau gjarnan að hlaða úrin sín og því ónothæf við næstu notkun [1].

Ekki nauðsynleg → Það er hægt að segja þetta um margt, en snjallúr er ekkert eitthvað sem þú þarft nauðsynlega að sækja ef þú gleymir því heima hjá þér, snjallúrin eru tengd við snjallsímana svo snjallsíminn ætti í raun að vera nóg [1] .

Þetta er vissulega nokkuð ný vara á markaðinum, og hefur ekki orðið fullkomnuð. Það er líklegt að það verði sjáanlegar breytingar á komandi árum, en þessi vara verður að laga þessa galla ef hún ætlar að þrauka í þessum tækniheimi okkar. Tækninýjungar koma á hverju ári, svo það er heldur betur samkeppni hjá snjallúrunum.

Höfundur Óli Ólafsson, nemandi í Háskólanum í Reykjavík

Heimildaskrá
[1] Unknown, The advantages and disadvantages of smartwatches, Technicles, http://technicles.com/advantages-disadvantages-smartwatches/
[2] Mor Rahimi , Marketing & Biz Dev, What are the advantages/disadvantages of smart watches, Quora, 22 June., 2015 https://www.quora.com/What-are-the-advantages-disadvantages-of-smart-watches
[3] Charissa Struble, Benefits of Using a Smart Watch, Smartwatches, 6 Dec., 2013 https://smartwatches.org/learn/benefits-of-using-a-smartwatch/
[4] Megan Rose Dickey, The smartwatch battle is on: what an Apple, Google, and Samsung smartwatch means for you, BusinessInsider, 20 Mar., 2013
http://www.businessinsider.com/future-of-smartwatches-google-apple-samsung-2013-3?IR=T
[5] Unknown, SmartWatch, Wikipedia, Oct., 2016 https://en.wikipedia.org/wiki/Smartwatch
[6] Rajiv Makhni, Why I feel bad for smartwatches and their limited future, Hindustan Times, 25 Feb., 2017 http://www.hindustantimes.com/brunch/why-i-feel-bad-for-smartwatches-and-their-limited-future/story-BEh92WHI54fOKFaGtDvOFN.html
Machine Learning : https://en.wikipedia.org/wiki/Machine_learning
Artificial Intelligence : https://en.wikipedia.org/wiki/Artificial_intelligence

Skoðað: 4006 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála