Þetta var helst í fréttum?
Það er alltaf gaman að fylgjast með fréttasíðum sem sérhæfa sig í tæknifréttum. Í dag sá ég til dæmis að Spotify og Waze hafa tekið höndum saman til að það sé einfaldara að hlusta á tónlist í bílnum um leið og þú notar GPS til að finna út hvert þú ert að fara. Þetta þýðir að nú mun líklega ekki slokkna á tónlistinni þegar þú reynir að finna réttu leiðina með GPS appinu, þú munt geta hlustað á tónlistina um leið og þú ferð yfir í appið til að fá leiðalýsingu eða þú getur valið tónlist á meðna þú skoðar réttu leiðina.
Ekki var nú verra að lesa um Google Tango sem nota innanhús leiðarkerfi til að aðstoða þig við að finna hluti í búðum og t.d. mæla hlutina. Þú skrifar hvað þú ætlar að kaupa og heldur upp símanum og þá birtast gular línur sem segja þér hvert þú átt að fara. Þegar þú ert búin að finna allt sem þig vantar þá segir appið þér hvernig þú kemst sem hraðast til borga og fara út. Ekki veitir af að hafa svo app með þegar Costco opnar, nú er engin hætta á að týnast þar inni.
Þá rakst ég á frétt um að Evrópsk neytendasamtök munu biðja samfélagsmiðlana Facebook, Google og Twitter að breyta skilmálum fyrir sinni þjónustu innan mánaðar ella sé hægt að sekt fyrirtækin því að hluti af þeirra þjónustu passa ekki við neytendalög í Evrópu. Sem dæmi má nefna að ekki er hægt að fara í mál við fyrirtækin í þínu heimalandi, t.d. vegna birtingar á óviðeingandi og meiðandi efni, það þarf að fara til Kaliforníu til að sækja málið.Evrópsk neytendasamtök
Nú hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins komið fram með nýjung til að auðvelda uppljóstrurum að stíga fram. Þetta er „whistleblowing hotline“ með netfangi, símanúmeri og dulkóðaðri vefgátt þar sem einstaklingar geta nafnlaust tilkynnt t.d. um verðsamráð og aðra ólöglega starfsemi. Nú er bara að sjá hvort uppljóstrara treysta þessari síðu.
Á Indlandi tók lestarfarþegi eftir því að samferðafólk var í vanda, móðir fann ekki mjólk handa barninu sínu. Farþeginn ákvað að tweeta um þetta og viti menn, á næstu stoppistöð var komið með mjólk handa barninu. Segið svo að tæknin sé ekki til góðs.
Svo er það Linux Academy, kennslu og þjálfunarumhverfi á netinu, fyrir Linux OS og ský, sem hefur tilkynnt að að þeir séu að setja í loftið beta útgáfu að matskerfi (Cloud Assessment platform) sem er sérstaklega hannað til að þjálfa og meta upplýsingatækniþekkingu starfsmenn og tilvonandi starfsmann fyrirtækja. Sérstök áhersla verður í upphafið á þjálfun og mati á AWS (Amazon Web Services), nú er bara að sjá hversu mikil þörfin er fyrir þessa þjálfun og þekkingu hér á landi eða kannski hentar hún vel fyrir unga fólkið sem vill flytja úr landi.
Ekki er nú verra að enda á frétt um að Ray Kurzweil telur að árið 2029 verði vélar komnar með mannsvit eða meira.
Ásrún Matthíasdóttir tók saman
Heimildir:
http://newswatchtv.com/2017/03/15/spotify-waze-combine-give-musical-navigation/
https://www.cnet.com/news/google-tango-means-youll-never-get-lost-in-a-store-again/
http://www.reuters.com/news/archive/technologyNews
http://www.reuters.com/article/us-socialmedia-eu-consumersconsumers-idUSKBN16N2YI
http://www.foxnews.com/category/tech/topics/innovation.html
http://www.foxnews.com/tech/2017/03/16/indian-railways-gets-milk-to-hungry-baby-on-train-after-passengers-sos-tweet.html
http://www.technewsworld.com/story/Linux-Academy-Rolls-Out-New-Cloud-Based-Training-Platform-84374.html
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.