Skip to main content
16. mars 2017

Sonic Pi

Sonic Pi er hugbúnaður þar sem notandinn skapar tónlist með því að forrita í forritunarmálinu Ruby. Hugbúnaðurinn sjálfur er skrifaður í Ruby, Clojure, C++ og Qt og kom fyrst út árið 2012. Höfundurinn er Sam Aaron (http://sonic-pi.net/  og https://en.wikipedia.org/wiki/Sonic_Pi, 21.09.2016).

Tæknin sem er notuð felst í því að hljóð er teygt til, stytt, endurtekið og bjagað þannig að útkoman myndar heild sem formar tónlistina. Önnur tækni sem spilar stóran þátt í því að þetta virkar eins vel og það gerir er þráða forritun (thread computing). Þannig getur listamaðurinn búið til nokkra mismunandi þræði sem spila óháðir hver öðrum (https://en.wikipedia.org/wiki/Thread_(computing), 21.09.2016). Þetta minnir á hljómsveit sem saman stendur af mörgum mismunandi og óháðum hljóðfærum en þegar þau spila saman þá mynda þau heild.

Mín skoðun á því hvernig til tókst er í stuttu máli sú að mér þykir þetta frábær hugbúnaður. Það hvernig útkoman er í hvert skipti veltur að sjálfsögðu á þeim sem slær á lyklaborðið en með smá æfingu og frjórri hugsun er hægt að skapa tónlist sem hæfir tónleikum í Hörpunni.

Sonic Pi er ekki alveg nýtt fyrir mér þar sem ég hef nýtt hugbúnaðinn við kennslu. Hann er frír og keyrir á Raspberry Pi, Mac OS X, Windows og Linux. Sonic Pi fannst mér skemmtileg viðbót í kennsluefnið þar sem hugbúnaðurinn náði til ákveðins hóps, það er tónlistarunnenda. Þá fá allir sín heyrnatól og eftir kynningu og grunnkennslu á forritið fær fólk að láta ímyndunaraflið ráða för. Í lok námskeiðsins leyfum við svo hvert öðru að heyra útkomuna sem er oftar en ekki stórbrotin.

Ég ætla að láta myndband fylgja með þar sem Sam Aaron, höfundur Sonic Pi, kemur fram opinberlega og forritar tónlist í rauntíma. Sam Aaron kemur mikið fram, bæði á ráðstefnum og kynningum en einnig sem listamaður á alskyns tónlistarviðburðum og skemmtistöðum.
Myndbandið má finna á YouTube með þessari slóð, verkið heitir Outrun (https://www.youtube.com/watch?v=rnCE7hxNGXw, 21.09.2016).

sonic

Höfundur: Soffía Ingibjargardótti Nemandi við Háskólann í Reykjavík

Skoðað: 207 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála