Skip to main content
22. október 2015

Van Gogh-Roosegaarde Bicycle Path - Hjólað í gegnum málverk

o VAN GOGH 900Van Gogh-Roosegaarde hjólastígurinn er frumlegasti og listrænasti hjólastígur Hollands en hann var hannaður í tilefni þess að 125 ár eru liðin frá andláti Vincent Van Gogh. Þessi fallegi 600 metra langi stígur er hluti af 335 kílómetra löngum hjólastíg sem liggur í gegnum bæinn Nord Brabant suður af Eindhoven þar sem Vincent van Gogh bjó frá árunum 1883 til 1885. Á þessum árum málaði hann sín frægustu og þekktustu verk. Hjólastígurinn er hannaður af Daan Roosegaarde í samvinnu við verkfræðistofu Heijmans en Roosegaarde vildi skapa stað þar sem fólk myndi upplifa sérstaka og ljóðræna stemmingu.

Stígurinn er innblásinn af hinu fræga Van Gogh málverki ‘Starry Night’ og er settur saman úr mörg  þúsund örlíitlum glóandi steinum sem eiga að líkjast málningarstrokum Van Gogh. Ný tækni gerir steinunum 50.000, sem eru  þaktir sjálflýsandi málningu, kleift að sjúga í sig sólarorku yfir daginn og sleppa henni svo út í myrkrið, steinarnir lýsast því upp og líkjast stjörnum í hinu málverkinu fræga. Fullhlaðnir lýsa þeir stíginn upp í allt að átta tíma.

Stígurinn er einnig með doppóttum LED ljósum sem auka sýnileikann á daginn og koma sér vel þegar veðrið kemur í veg fyrir að steinarnir nái að hlaðast nóg yfir daginn. Fyrir utan fegurðina sem af þessu hlýst þá gerir þessi lýsing hjólastíginn öruggari fyrir hjólreiðamenn, bæði vegna betri birtu og með betra gripi á malbikinu. Stígurinn er opinn almenningi allt árið um kring þeim að kostnaðarlausu og er mjög vinsæll hjá fólki til að hittast á fyrsta stefnumóti.

Þetta verk hefur vakið mikla athygli um allan heim og er verið að íhuga að endurtaka verkið annars staðar í heiminum, t.d.hefur Toronto borg í Kanada sýnt mikinn áhuga. Þetta 700.000 evru hönnunarverkefni sem tók 10 mánuði í vinnslu, var fjármagnað af Eindhover borg og hluthöfum. Áætlað er að ferðamenn komi og njóti þess á kvöldin og stoppi lengur við í borginni og skili samfélaginu meiri tekjum.

Van Gogh hefði líklegast aldrei getað ímyndað sér að það yrði gerður hjólastígur innblásinn af málverki hans þar sem hann eitt sinn sagði: "I can't change the fact that my paintings don't sell. "But the time will come when people will recognize that they are worth more than the value of the paints used in the picture."

Vincent Willem van Gogh fæddist 30. mars 1853 og lést 29. júlí 1890. Hann var hollenskur listamaður og höfðu verk hans mikil áhrif á list tuttugustu aldarinnar. Hans helstu verk einkenndust af portrait- og landslagsmyndum. Hann teiknaði mikið sem barn en byrjaði ekki að mála fyrr en um tuttugu ára aldur. Á tíu ára tímabili málaði hann og teiknaði um 2.100 verk. Eftir margra ára kvíða og andleg veikindi féll hann fyrir eigin hendi aðeins 37 ára gamall.

Höfundur: Birgitta Ósk Rúnarsdóttir, nemandi við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík

Heimildir:
http://www.huffingtonpost.com/2014/11/18/van-gogh-bike-path_n_6155718.html
http://www.heijmans.nl/en/projects/van-gogh-roosegaarde-cycle-path/
http://www.solaripedia.com/13/413/6575/solar_bike_path_planning.html
http://www.thestar.com/news/world/2014/11/18/dutch_firm_wants_to_replicate_glowinthedark_bike_path_in_toronto.html

Skoðað: 2608 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála