Skip to main content
11. júní 2015

Hefur Google breytt því hvernig við lærum?

arnorymirGoogle byrjaði sem lítil leitarvél á netinu sem hefur stækkað ört og er orðið eitt stærsta fyrirtæki í heiminum. Orðið að “gúggla” er meira að segja sögn í Íslensku. Fyrir daga Google, þurftu nemendur að leita sér upplýsinga í bókum á bóksöfn eða leita uppi fólk sem hafði upplýsingarnar.

Nú er það fyrsta sem nemendur gera að leita sér að upplýsingum á Google. Til að mynda þegar ég byrjaði að skrifa þessa grein þá byrjaði ég á því að leita mér að upplýsingum á Google. Nemendur hafa því upplýsingar alltaf við höndina og geta flett þeim upp á nánast engum tíma. Nemendur hætta að þurfa að leggja upplýsingar á minnið því aðgengið er svo gott. Einnig er auðvelt fyrir nemandann að fræðast meira um eitthvað ákveðið námsefni ef hann hefur áhuga fyrir því.

Hinsvegar eru ekki allar breytingar góðar með tilkomu Google. Nemendur eiga það til að nota verk annarra sem sín eigin og einnig geta nemendur dottið í þá gryfju að nota Google til að vinna verkefni og finna og nota upplýsingar sem þeir skilja ekki.

Persónulega finnst mér leitarvélarnar af hinu góða þar sem hægt er að fá svör við spurningum á innan við mínútu sem áður fyrr gat tekið daga. Hér áður fyrr þurfti að kenna og leggja hluti á minnið sem í dag er hægt að fletta upp og er því hægt að spara tíma með því að sleppa því. Hinsvegar þarf að passa sig því ekki eru allar upplýsingar réttar þó þær séu á netinu (sjá t.d. http://www.teachnology.com/teachers/educational_technology/internet_in_class/google.html).

Fyrir utan leitarvélina sjálfa býður Google upp á ýmsar þjónustur sem notaðar eru við kennslu. Til dæmis notar tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík Google Hangout til þess að streyma fyrirlestrum í rauntíma yfir netið og eftir að fyrirlestrarnir hafa verið fluttir eru þeir til endurspilunar á rás háskólans á Youtube sem er einnig í eigu Google. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel í tölvunarfræðideild HR en hvort það nýtist eins vel í öllum deildum veit ég ekki.

Þetta getur þó haft þau áhrif á nemendur að þeir mæti síður í tíma og horfa frekar á tímana í tölvunni sinni þegar þeim hentar. Þessi breyting getur haft gríðarleg áhrif á skólakerfið og ekki eru allir kennarar sáttir með þessa breytingu. Persónulega finnst mér þetta breyting til batnaðar. Nemandinn getur horft á tímann þegar honum hentar, stoppað og horft aftur á eitthvað sem hann skildi ekki alveg eða jafnvel horft á allan tíman aftur.

Auðvitað fylgja þessu líka gallar en sá helsti er að nemandinn getur ekki spurt spurningu í rauntíma og þar af leiðandi fær kennarinn enginn viðbrögð frá nemendum. Hinsvegar er það mín skoðun að tímar ættu að vera teknir upp í þar tilgerðu upptökuherbergi þar sem kennarinn fer yfir efnið og svo væru umræðutímar og verkefnatímar í hverri viku þar sem nemendur mæta, spyrja út í efnið og vinna með það. Ef námsefnið helst óbreytt frá ári til árs er hægt að nota fyrirlestrana áfram.

Einnig býður Goggle upp á frítt textaumsýlsu forrit (Goggle docs) á netinu sem hefur þann kost að margir einstaklingar geta unnið í sama skjali og er það notað nánast undantekningalaust af öllum nemendum þegar unnið er að því að skrifa texta.

Google hefur haft mikil áhrif á það hvernig við lærum. Allir hafa jafnan aðgang að Google þar að seiga ef þeir eru nettengdir og það getur fært mörgum möguleika á að mennta sig sem höfðu ekki tækifæri til þess áður en Google kom til sögunar. Einnig stuðlar Google að aukinni leit að þekkingu þar sem aðgangur að upplýsingum er mjög góður.

Höfundur: Arnór Ýmir Guðjónsson, nemandi við Háskólann í Reykjavík.

Skoðað: 2193 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála