Skip to main content
26. mars 2015

Tækni í skólakerfinu

Tæknin hefur aldrei þróast hraðar en í dag og getur því verið erfitt að fylgja henni. Það getur verið erfitt að innleiða þetta inn í líf sitt, vinnu eða menntun þegar þú þekkir tæknina ekki nógu vel. Margir tala um að tæknin sé ekki nógu vel nýtt en ef við skoðum nokkur dæmi sjáum við að hægt og rólega er tæknin að taka sér sess í flestu sem við gerum. Fólk þarf að vera óhrætt við að prufa þessa nýju tækni og þá sér það hversu vel hún getur nýst okkur. Ég er nemi í tölvunarfræði en hér eru nokkur dæmi um tækni sem nýtast í skólanum óháð náminu sem ég er að læra.

MySchool
MySchool er kerfi sem allir nemendur og kennarar tiltekins skóla hafa aðgang að. Kennarar geta sett inn tilkynningar, fyrirlestra, verkefni og komið af stað umræðuþráðum. Það getur verið mjög gott að hafa aðgang að öllum fyrirlestrum, t.d. ef þú missir af tíma. Verkefnum getur þú skilað hvar og hvenær sem er (fyrir síðasta skiladag). Einnig er hægt að skoða yfirlit allrar skólagöngu þinnar, skráð þig í tíma. Allt þetta úr tölvu eða síma, hvar og hvenær sem er. Áður þurfti maður að gera þetta allt í skólanum sjálfur.

KhanAcademy
Í dag er hægt að finna nánast allt á netinu en það getur verið erfitt að greina á milli þess sem er ganglegt eða ekki. Margar síður hafa sprottið upp sem sjá um kennslu á allskyns efni bæði í texta og myndböndum. KhanAcademy er mjör gott dæmi um flotta kennslusíðu sem kostar ekkert og er með mikið úrval kennsluefnis. Ég veit ekki til þess að kennarar hafa notað þetta í skóla, enda gerir þetta það sem kennarinn á að vera að gera, en kennarar eru mis góðir og þú, eða kennarinn, náið ekki endilega að fara yfir og skilja allt efnið á tilsettum skólatíma. Þá er gott að nýta sér þessa eða aðrar sambærilegar síður.

Á síðunni velur þú fag sem þú vilt læra og færð lista yfir myndbönd í réttri röð miðað við efnið (en þú getur hoppað á þann stað sem þú sækist eftir) og færð verkefni inn á milli svo þú getur verið viss um að þú sér að ná efninu. Þegar þú klárar fyrirlestra og verkefni færðu stig og viðurkenningar. stigin og viðurkenningar geta verið hvetjandi og haldið manni gangandi í gegnum efnið.

Leikir
Að nota leiki í kennslu er mjög sniðug þar sem það er oft auðveldara að muna eitthvað þegar þú ert ekki bara að leggja það á minnið. Leikir hafa oft verið notaðir í skólum og nú í dag eru tölvuleikir oft notaðir til að kenna. Margir telja leiki einungis vera til skemmtunar og eigi ekki að koma í staðinn fyrir venjulega kennslu en þeir eru meira og meira notaðir til að kenna. Mikið af síðum eru til í dag sem eru með þroskandi leiki fyrir unga krakka og jafnvel flóknari fyrir lengra komna.
Forritun er orðinn mikilvægari en hún hefur verið og grunn þekking í henni mjög góð sama á hvaða sviði þú ert. Grunnskilningur á forritun er mjög gagnlegur í öllum verkum sem nýta  eða tengjast tölvum og forritun. leikir sem kenna þér hugsunina í forritun eru mjög vinsæl í dag.
 
Leikir það sem þú velur skipanir til að færa persónu á tiltekinn stað með föllum. Þetta er mjög góð leið til að koma fólki af stað og skilja hvernig forritun virkar.

Lokaorð
Það er skiljanlegt að það tekur tíma að treysta þessari nýju tækni til að kenna eitthvað sem ef til vill hefur verið óbreytt í tugi ef ekki hundruði ára en skólakerfið virðist vera á réttri leið þó það mætti ef til vill vinna harðar að því að finna nýjungar til að nýta í kennslu. Margt af því sem við notum í dag gætum við ekki ímyndað okkur að missa og örugglega margt sem við eigum eftir að átta okkur á að sé ómissandi.

Höfundur: Stefán Arnar Einarsson

Skoðað: 2255 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála