Skip to main content
2. október 2014

Animations - hreyfimyndir

Toy-Story-2-image-toy-story-2-36440635-1024-768Mikil aukning hefur verið á tölvuteiknuðum bíómyndum síðastliðinn áratug en hver mynd getur tekið á bilinu 3-5 ár að framleiða með öllu þar sem að vinnan sem fer í að teikna heiminn og karakterana er gríðarlega mikil. Listamennirnir vinna í teymum við misjöfn verkefni. Það þarf að teikna upp allan söguþráð myndarinnar til að sjá hvort að myndin sé ekki heilsteypt og flæði vel, einnig kallað að gera "storyboard". Aðrir sjá um að "módela", lýsingu, skugga, liti og margt fleira.

Myndin sem kom tölvuteiknuðum bíomyndum á kortið var Toy Story, en hún var fyrsta myndin sem var í fullri lengd. Áður fyrr voru teiknimyndir handteiknaðar ramma fyrir ramma eða nýttar aðrar aðferðir. Toy Story ruddi leiðina.

Eftir því sem tölvur urðu öflugri og ódrýrari fóru fleirri og flottari tölvuteiknaðar myndir að koma á sjónarsviðið. Í dag eru nánast allar teiknimyndir tölvuteiknaðar sem sýnir okkur hverru mikil þróun hefur verið í þessum geira á stuttum tíma. Fyrst er allt handritið er gert klárt, svo eru gerðar frummyndir af karakterum og sviðsmyndum.


 teiknimynd 1
Á þessari mynd sést hvernig hreyfing færist yfir í grafík (fengið af http://www.galaxyvfx.com/images/slides/5.jpg?1410048007636 og er úr forritiðnu Autodesk Maya)

Grunnurinn á bakvið hreyfingar módelsins er fyrst unnin með beinagrind sem fæst með því að lesa hreyfingar frá leikara sem eru svo færðar yfir á módeælið sem hönnuðu hannar.

Þó að tækninni fleiti áfram þá verða alltaf notaðar sömu gömlu aðferðirnar til að ná til áhorfandans. Sem dæmi má nefna þá skiptir handritið og karater sköpum, andlitsföll og líkamstjáning, mestu máli til að tengja áhorfandann við myndina.  Þó gæðin á myndunum séu gallalaus þá er það sálin í myndinni sem skiptir máli.

Ókostir við tölvugrafík eru til dæmis hvað erfitt reynist að skapa raunverulegar hreyfingar í vatni og sprengingar eru oft óraunverulegar, en líklegast verður ekki langt í að tölvur ráði auðveldlega við þau verkefni því þróunin er hröð. Nýlega hefur t.d. orðin mikil framför í að skapa raunverulega feldi á dýrum.

Hvað er að gerast?

Dæmi um nýlegar tölvuteiknaðar kvikmyndir sem hafa valdið straumhvörfum í kvikmyndasögunni má nefna Transformers 1 sem sló í gegn í kvikmyndahúsum og tók tölvugrafík í myndum á næsta stig. Avatar er önnur mynd sem nýtir þessa tækni vel og framkvæmdi hið ómögulega.

Nýlegasta dæmið um gott samspili leikara og tölvugrafíkar er Life of Pi þar sem maður var settur í stafrænt umhverfi en áhorfandinn á í erfiðleikum með að greina muninn og trúir jafnvel að verið sé að taka upp í raunverulegu umhverfi.


 teiknimynd2
Hér sést greinilega hvað er raunverulegt við tökur á kvikmyndinni Life of Pi (mynd fengin af http://www.hollywoodreporter.com/gallery/life-pi-making-ang-lees-390884#2-suraj-sharmas-role-as-pi)

Gera má ráð fyrir að myndir í framtíðinni verða meira tölvuteiknaðar en áður var því tölvutæknin gefur leikstjórum aukið frelsi til að gera það sem þeir vilja. Auk þess sem kostaðurinn við teiknuð atriði er miklu lægri en ef smíða þarf heilu sviðsmyndirnar. Líklegast verður framleiðslutíminn miklu styttri í framtíðinni en í dag með aukinni tækni og aukinni þekkingu á hvernig hægt er að nýta hana. Myndavélar og tölvur munu jafnvel geta keyrt út tilbúnar teiknimyndir án þess að maðurinn þurfi að laga mikið til gögnin.

Höfundar: Anton Sigurðsson, Valgeir Björnsson, Sigursteinn Bjarni Húbertsson, Jóhann Líndal og
Theodór Tómas Theodórsson, nemendur við Háskólann í Reykjavík

Skoðað: 3263 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála