Skip to main content
7. júní 2005

Framtíðin í netþjónum: BladeSystem

Gunnar Þór Friðleifsson, viðskiptastjóri á Sölusviði Opinna kerfa ehf.

BladeSystem er næsta skref í þróun netþjóna. BladeSystem uppbyggingin skilar lægri kostnaði tengdum plássleysi og rafmagnseyðslu, fækkun net og rafmagnssnúra, engin fjöltengi (PDU) færri hitavandamálum, einfaldari stjórnun og lægri rekstrarkostnaði. Jafnframt býður lausnin upp á meiri sveigjanleika og einfaldleika en áður hefur þekkst.

BladeSystem er næsta skref í þróun netþjóna. BladeSystem uppbyggingin skilar lægri kostnaði tengdum plássleysi og rafmagnseyðslu, fækkun net og rafmagnssnúra, engin fjöltengi (PDU) færri hitavandamálum, einfaldari stjórnun og lægri rekstrarkostnaði. Jafnframt býður lausnin upp á meiri sveigjanleika og einfaldleika en áður hefur þekkst.

Sömu hugmyndir, nýjar áherslur
BladeSystem er að grunni til eins og hefðbundin netþjóna-lausn, þ.e. hvert blað (e. blade) er netþjónn, en til að einfalda aðgengi, uppsetningu og útskiptingu eru blöðin látin renna inn í tiltekin hólf í hillu (e. enclosure). Hver hilla getur tekið allt að 16 blöð. Hvert blað hefur sína staðsetningu en það býður upp á mun betra utanumhald og einfaldari stjórnun. Allt rafmagn er sótt í sérstökum rafmagnsskáp sem er settur neðst í rekka. Þar sem hiti frá nýjum örgjörvum fer stig-vaxandi skilar aðskilnaður rafmagnseiningar og þjónanna sjálfra mun meiri afköstum í kælingu sem veldur því að hægt er að kynna á markað ný ,,blöð” með nýjustu örgjörvum fyrr en ella. Rafmagnsskápur og Bladeskápur eru svo tengdir saman með svokölluðum mænustreng (e. mini bus bar eða scalable bus bar). Fækkun netkapla fæst með notkun netskipta-eininga sem eru til í nokkrum gerðum og fara í báðar hliðar Bladeskápsins. BladeSystem netþjónarnir eru með öflugri tengimöguleikum en áður hefur þekkst, bæði milli tveggja blaða svo og við netkerfi og diskastæður. Vírun fer fram einu sinni í upphafi en síðan eru breytingar framkvæmdar með VLAN hugbúnaði. Þetta skilar sér svo í færri köplum, auðveldara viðhaldi og minni rafmagnsnotkun, og þar með auknu hagræði í rekstri.

Aukinn áreiðanleiki
HP BladeSystem lausnin fer lengra í áreiðanleika en hefðbundin netþjónalausn. Flest kerfin hafa tvöfalt öryggi, þannig er t.d öll straumfæðing tvöföld, fjögur netkort, tvö HBA fiberkortatengi og margar viftur. Komi upp einhver vandræði hefur búnaðurinn sjálfur samband við kerfisstjóra. Alla hluti í BladeSystem er hægt að skipta um án þess að þurfa að stoppa netþjónana sjálfa en það veitir aukið rekstraröryggi. Með HP BladeSystem fylgir sérstakur hugbúnaður sem getur séð fyrir hugsanleg vandamál tengd örgjörvum, minni og diskum (e. predictive failure system). Auk þess sem hægt er að skipta þessum búnaði út áður en til vandamáls kemur. Með þessu móti næst meiri uppitími netþjóna.

Auðveld stjórnun
Hvað varðar stjórnun á HP Blade þá er hún framkvæmd með hugbúnaði á borð við Rapid Deployment Pack (RDP) sem gerir t.d. kleift að setja upp marga netþjóna samtímis. System Insight Manager sem fylgist með útgáfum á hvers konar fastbúnaði, Performance og Workload management. Rip and Replace er einnig stutt en það leyfir útskiptingu á netþjónablaði (spjaldi) við bilun og sjálfvirka uppsetningu á því nýja. Einnig er hægt að hafa ,,global” varablað. Þá má nefna að HP er í samvinnu við ýmis fyrirtæki við að búa til lausnir á BladeSystem, sem dæmi má nefna WMWare og MS með Windows virtual server , F5 með BigIP.

Svokallað iLO er til staðar á hverju blaði en það er stjórnunarkerfi sem er notað í öllum HP ProLiant rekkaþjónum. Þetta kerfi samanstendur af örrás á móðurborði og hugbúnaði sem veitir ,,remote” aðgang að hverjum netþjóni, hægt er að tala við marga netþjóna í einu og margir stjórnendur geta talað við marga netþjóna samtímis. Eins leyfir þetta kerfi vitual CD og virtual disklingadrif þannig að ekki þarf geisladrif eða disklingadrif að vera til staðar í Bladeskáp.

Skoðað: 4979 sinnum

Blaðið Tölvumál

Forsíða Tölvumála

Leita í vefútgáfu Tölvumála

Um Tölvumál

Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.

Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.

Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.

Um ritnefnd Tölvumála