Lægri kostnaður og skilvirkari þjónusta
Þorvaldur Finnbogason, viðskiptastjóri hjá Nýherja
Vöxtur IP tækninnar hefur verið mikill á undanförnum
árum þar sem hún gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að samnýta
gagnaflutningssambönd fyrir tal og tölvugögn, og þannig að lækka
kostnað, auka sveigjanleika og bæta þjónustu gagnvart viðskiptavinum.
Til að mynda hentar IP tæknin fyrirtækjum með dreifða starfsemi afar
vel þar sem starfsmaður á ferð innanlands eða erlendis getur tengst IP
símkerfi fyrirtækisins með einfaldri Internettengingu og þar með sparað
símakostnað.
Í raun má segja að IP tæknin breyti algjörlega samskiptaháttum fyrirtækja enda um að ræða mun auðveldari samskiptamáta. Ekki er lengur þörf á sérstökum leigulínum á milli starfsstöðva þar sem IP símkerfi nýta tölvukerfi fyrirtækisins fyrir öll símasamskipti. Þannig eru starfsmenn ekki lengur bundnir við skrifborðið heldur geta þeir unnið óháð staðsetningu fyrirtækisins. Ekki þarf að greiða símagjöld á milli landa og hægt er að nota tölvu starfsmanna sem símtæki og þannig lækka kostnað.
Sveigjanlegri þjónustuver
Af hverju er þjónustuver mikilvæg fjárfesting?
IP
símkerfi er í flestum tilfellum hægt að tengja við núverandi símkerfi
fyrirtækja og þar með geta fyrirtækin nýtt sér kosti IP tækninnar strax
án þess að fórna þurfi þeirri fjárfestingu sem liggur í gamla
símkerfinu.
Skil á efni
Leita í vefútgáfu Tölvumála
Um Tölvumál
Tölvumál - tímarit Skýrslutæknifélags Íslands er óháð tímarit um tölvutækni og hefur verið gefið út frá árinu 1976.
Vefútgáfa Tölvumála birtir vikulega nýja grein á vef Ský og árlega er gefið út veglegt prentað tímarit undir nafninu "Tölvumál" þar sem fjallað er um tölvutækni frá ýmsum sjónarhornum og er þema blaðsins jafnan valið snemma árs og útgáfa að hausti.
Ritnefnd Ský sér um að afla efni í Tölvumál og geta allir sem áhuga hafa sent inn efni.