Skip to main content

Vefráðstefna - Sátt og samstarf

Sátt og samstarf
Vefráðstefna á Grand Hótel Reykjavík
28.09.06 -  frá kl. 13:00-16:00

Þann 28. september var Skýrslutæknifélagið með ráðstefnu um árangursríka vefstjórnun þar sem sjónum var beint að hlutverki vefstjórans og samskiptum hans við þá sem að málinu standa.

Tekist var m.a. á við þessar spurningar:

    * Ríkir virðingaleysi gagnvart hlutverki vefstjórans?
    * Er litið á vefinn sem afgangsstærð?
    * Er hægt að mæla ROI (Return on Investment) í vefstjórnun?


Dagskrá:

12:45    Skráning ráðstefnugesta

13:00    Fundarstjóri setur ráðstefnuna

13:05    Eins og olía og vatn?
               
Halldór Harðarson markaðsstjóri Icelandair

Eru tæknimenn og verkefnastjórar ekki að tala sama tungumál og eigendur verkefna í vefmálum? Skilningur verður að vera á báða bóga svo ekkert fari á milli mála. Farið verður yfir helstu aðferðir stjórnenda til þess að meta verkefni, framgang þeirra og árangur.

13:35    Ertu vefstjóri sem nær árangri?    - glærur-
                Áslaug María Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Sjá og
                SIgmundur Halldórsson hjá Icelandair

Hvað einkennir góðan verkefnastjóra í vefverkefnum? Beita verður markvissum aðferðum til að sannfæra stjórnendur um virði verkefna. Stjórnendur eru oft á tíðum  áhugalausir um tæknina sem stendur að baki.

14:00    Hver veit best? - Erindi um hlutverk vefstjórans. - glærur -
                Brynja Baldursdóttir deildarstjóri vefdeildar Símans

14:30    Kaffihlé 

15:00   ROI-Return On Investment
                Alexander Richter fjárfestinga- og alþjóðasviði Glitnis 
-glærur- -WAM- 

How does one measure the return on web projects? What are key benefits and what are the possibilities of measuring them? It will be looked at these questions in an overview, based on an example for the development of a generic ROI model for web projects.



 

15:30   Pallborðsumræður

15:55    Fundarstjóri slítur ráðstefnunni.  

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á sky@sky.is eða hringja í síma 553-2460

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er 9.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er 14.900 kr.



14
15
16
17
18
21
22
23

  • 28. september 2006