Hádegisfundur um stjórnsýslu
Hádegisverðarfundur 29. ágúst 2006
Umræðutorg, netspjall og rafrænar kannanir
Grand Hótel, þriðjudaginn 29. ágúst n.k.
Nú er lokið tilraunaverkefnum á vegum forsætis- og félagsmálaráðuneytis
sem fólust í að kanna hvernig og á hvaða sviðum auka megi samráð og
samskipti milli almennings og opinberra aðila. Verkefnin unnin voru af
félagsmálaráðuneytinu og sveitarfélaginu Garðabæ.
Í stefnun ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004-2007,
Auðlindir í allra þágu,er fjallað um hvernig styrkja megi lýðræðislega
stjórnarhætti með þeim möguleikum sem ný tækni býður upp á og stuðla að
auknum gæðum í stjórnsýslunni. Ofangreindar tilraunir voru afar
lærdómsríkar og á þeirra grunni hefur Verkefnisstjórn um
upplýsingasamfélagið mótað leiðbeiningar um hvernig hægt er að standa
að auknu samráði og samskiptum milli opinberra aðila og almennings.
Á fundinum voru niðurstöður tilraunaverkefnanna og ofangreindar
leiðbeiningar kynntar. Að auki var stutt innlegg frá
samgönguráðuneyti og fleiri aðilum um reynslu þeirra á þessu sviði.
12:15 |
Inngangsorð fundarstjóra |
12:40 |
Tilraunir til samráðs við íbúa Garðabæjar með rafrænum hætti. -glærur- |
12:55 |
Samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila. - glærur- |
13:10 |
Áform samgönguráðuneytis um aukið samráð. |
13:20 |
Leiðbeiningar um notkun upplýsingatækni við samráð og samskipti milli opinberra aðila og almennings. |
13:35 |
Umræður |
14:00 |
Fundi slitið |
Fundarstjóri var Svana Helen Björnsdóttir formaður Ský og framkvæmdastjóri Stika ehf.
Á matseðlinum var:
Grillaðar kjúklingabringur með grænmetisrisotto og spínatsósu. Ístvenna með ferskum ávöxtum og baileysrjóma í eftirrétt.
-
29. ágúst 2006