Skip to main content

Læsileg gögn?

Verða gögnin þín enn læsileg árið 2046?
Hádegiverðarfundur Grand hótel Reykjavík
fimmtudaginn 1.06.06 frá klukkan 12:00-14:00

Þeir sem lengi hafa starfað í upplýsingatækni hafa fengið smjörþefinn af því hvernig sleitulausar breytingar í hugbúnaði og geymslumiðlum ógna varðveislu gagna þegar til lengri tíma er litið.

 Sú staða gæti komið upp að þegar á þarf að halda eru eldri gögn með öllu ólæsileg þar sem engin tæki eru tiltæk til að lesa af geymslumiðlum eða að gagnasniðin eru óskiljanleg.

Til að velta upp þessum málum hélt Ský hádegisfund um langtímavarðveislu gagna og þau sjónarmið sem þar eru uppi. Nokkrir valinkunnir aðilar héldu halda erindi og sögðu sína hlið á málunum.

 

Dagskrá:

12:00  Skráning fundargesta

12:15  Setning fundarins og hádegisverður

12:40
 Langtímavarðveisla stafrænna safngagna Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
Glærur
Í kynningunni var farið yfir um hvaða safngögn er að ræða, umfang þeirra, hvernig þau eru geymd og hvaða atriði þarf að hafa í huga miðað við meira en 100 ára varðveislutíma.  Þar ber hæst heilindi gagnanna og að tryggja að þau verði aðgengileg, læsileg og skiljanleg um alla framtíð. Þorsteinn Hallgrímsson aðstoðarlandsbókavörður og Kristinn Sigurðsson tölvunarfræðingur.

13:05  Langtímavarsla rafrænna gagna í opinberum skjalasöfnum Glærur
Fjallað var um þau sjónarmið sem einkum ríkja hjá opinberum skjalasöfnum um langtímavörslu rafrænna gagna. Greint var frá þeim aðferðafræðilega vanda sem við er að etja og fjallað um þær lausnir sem nágrannar okkar á Norðurlöndum nota og eru nú prófaðar hér á landi í tilraunaverkefnum.
Eiríkur G. Guðmundsson sviðsstjóri útgáfu- og upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands.

13:30  Frelsi til að velja - Staðall opnar nýjar víddir í miðlun og vistun rafrænna gagna
- Glærur
Fjallað var um þau fyrirheit sem XML staðallinn ISO ISO/IEC 26300, Open Document Format for Office Applications (OpenDocument) v1.0, gefur um bætt aðgengi, auðveldari miðlun og öruggari vistun rafrænna gagna.”
Rúnar Már Sverrisson formaður fagstaðlaráðs í upplýsingatækni - Hemmelig rapport open standards

13:55  Fundi slitið

Fundarstjóri var Inga Dís Karlsdóttir, formaður Félags um skjalastjórn 


Á matseðlinum varr:
Beikonvafinn þorskhnakki með döðlu-sinnepssósu
Karamellu og croquant terta með ávöxtum og rjóma í eftirrétt

 

 





  • 1. júní 2006