Skip to main content

Frá hugmynd til árangurs: Hámarkaðu möguleika vöruþróunar

Hagnýt innsýn og ferskar hugmyndir! Við kynnum leiðir til að hámarka gæði vöru, takast á við tækniskuld og tryggja skilvirka afhendingu. Við skoðum hvernig best er að brúa bilið milli stefnu og framkvæmdar til að skapa raunverulegt notendagildi.

Áhugaverður viðburður fyrir þau sem hafa áhuga á vörustýringu eða hugbúnaðargerð og hvernig vörustýring og þróun vinna saman.

Dagskrá:

11:50   Léttur hádegisverður (fyrir framan Kaldalón) og tengslanetið styrkt

Freyr Guðmundsson
12:15   All Sharp Blades, No Handle: How to Unlock your Product Capability
Delivering the right value to the right people at the right time is critical to survival. Your product capability holds the key—but an outdated organizational structure may be holding it back.
LinkedIn logo  Freyr Guðmundsson, Kintsugi Advisors
Guðrún ÓlafsdóttirStefán Ingi Arnarson
12:35   Endurskrift arfleifðarkerfa
Þessa dagana er mikið talað um tækniskuld, en minna um leiðir til að takast á við hana. Er hægt að koma í veg fyrir að ný tækni verði orðin arfleifð eftir nokkur ár þegar kemur að endurskrift arfleifðarkerfa?
LinkedIn logo  Guðrún Ólafsdóttir, Deloitte
LinkedIn logo  Stefán Ingi Arnarson, Deloitte

12:55   Stutt hlé og fyllt á kaffibollann

Bjarni Friðjónsson
13:00   Frá hugmynd til afhendingar
Hvernig verður góð hugmynd að notendavænni lausn? Í þessari kynningu skoðum við lykilskrefin í samspili stafrænnar vörustýringar og hugbúnaðargerðar – allt frá upphafshugmynd til lokaafurðar. Við förum yfir hvernig vörustjórar og þróunarteymi vinna saman, hvernig best er að brúa bilið milli stefnumótunar og tæknilegrar útfærslu, og hvaða aðferðir auka árangur og skilvirkni í afhendingu.
LinkedIn logo  Bjarni Friðjónsson, Kaptio
Brynjar Már Karlsson
13:20   Vöru-vegferð Icelandair - áskoranir og framtíðin
Icelandair hefur gengið í gegnum róstursama tíma undanfarin ár. Til að mæta áralangri þörf á umbótum hjá Icelandair hefur fyrirtækið prófað sig áfram í utanumhaldi verkefna og vara. Í ljósi þess umhverfis sem Icelandair lifir í (síbreytilegar aðstæður í heiminum, samkeppni, eldsneytisverði, eldgos og svona mætti lengi telja) er þörf á því að stilla upp skalanlegu umhverfi með skýru eignarhaldi og uppbyggingu á þekkingu til að geta forgangsraðað og brugðist hratt við.
LinkedIn logo  Brynjar Már Karlsson, Icelandair

13:40   Umræður

14:00   Fundarslit

Þorbjörg Hekla Ingólfsdóttir
Fundarstjóri:
LinkedIn logo  Þorbjörg Hekla Ingólfsdóttir, Advania

20250319 121825
20250319 121836
20250319 135344
20250319 135719
20250319 135937
20250319 140258



  • Félagsmenn Ský:     8.300 kr.
    Utanfélagsmenn:   14.900 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 6.000 kr.
  • Léttur hádegisverður
    Þorskur með rækju og möndlusmjöri (GF) Chilli momo (VEGAN,LF) Hvítkáls og rauðlaukssalat með hunangs sinnepsdressingu (VEGAN,LF,GF) Tómatsalat með hvítlauk og kóríander (VEGAN,LF,GF) Grænt salat (VEGAN, GF, LF) Nýbakað súrdeigsbrauð (VEGAN,LF) Þeytt smjör (GF) og pesto (VEGAN, GF, LF)